Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 25

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 25
23 Bókmentadreifar. Það er æílan ,Hugrúnar‘ að geta öðru hvoru helstu bóka er út koma. Verður í þessu hefti byrjað á þeirri bók, er óefað má telja eina af bestu bókum þessa árs og það er: TGNGDAMAMMA. Sjönleikur í fimm þáttum eftir KRISTÍNU SIGFÚSDÓTTUR Höf. er fátæk bóndakona, er hefir haft við alt það að stríða, sem íslenskum alþýðukonum er Iagt á herðar og orðið í hjáverkum að helga sig ritstarfinu. Mað- ur getur því eigi gert kröfur til, að frá hennar hendi koini skýrt og mótað listaverk. Bókin segir frá lífi íslensks sveitafólks, engir stór- viðburðir, aðeins hið daglega stríð og maður finnur að höf. þekkir það, sem hún skrifar um. Ein aðal-persónan er Björg, rík ekkja í sveit. Alt líf hennar er helgað syninum, Ara, er kemur frá út- löndum og Reykjavík, giftur auðugri kaupmannsdótt- ur. Björg er mikií kona, gáfuð, tilfinningarík og þrekkona með afbrigðum og maður virðist þekkja hana, þegar hún hefur sagt: »Ég hefi dvalið hér rúm þrjátíu árogerorðin hrjóstug og alvarieg eins og heiðin mín.« — Eða: »Veturnir eru langir uppi á öræfum og menn búa sig meira undir^svartnættisbylji en sumarblíðu.« Eða þegar Asta (kona Ara) talar um, hve torfbæ- irnir séu kaldir á sumrin: »Já, gömlu torfveggirnir okkar geyma enn þá í sér kuldann frá vetrinum, en þeir gefa okkur einnig leyfar af sumaryl, þegar vetrarhríðarnar lemja þá utan. — Peir eru seinteknir eins og gamia fóikið.«

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.