Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Qupperneq 4
4 1. mars 2019FRÉTTIR YFIRHEYRSLAN Hver myndi sakna álsins? S varthöfði fylgist grannt með tíðindum úr þing­ heimi. Meira að segja málum sem flestum er sama um og komast ekki svo glatt á forsíður dagblaðanna. Eitt slíkt mál er frumvarp sjávarútvegs­ ráðherra um blátt bann við ála­ veiðum. Er þetta gert vegna þrýstings umhverfissinna og vísinda­ elítunnar úti í heimi og dansar Hafró nú eftir þeirra músík. Jafnvel þó að sú sama stofnun hafi skömmu áður sagst lítið vita um íslenska álinn. Svarthöfði játar það fullum fetum að vita lítið um íslenska álastofninn og sennilega gera það fæstir Íslendingar. Svarthöfða var það ekki einu sinni ljóst að hér væri yfirhöfuð veiddur áll. En hann syndir víst endrum og eins upp íslenskar ár, á eftir silungum og löxum. Hver leggur þessa skepnu sér til munns? Skepnu sem virðist ekki fylgja náttúrulögmálunum og lítur út eins og óskilgetið afkvæmi fisks og snáks? Iðandi, slímugt og ljósfælið kvikindi. Samkvæmt frumvarpinu er þeim stangveiði­ mönnum sem slysast til að veiða ála gert skylt að sleppa þeim aftur lausum. Svarthöfði myndi missa meðvitund af forundran og viðbjóði ef hann myndi fá ál á öngulinn. Aldrei nokkurn tímann hefur Svarthöfði séð ál í íslenskri fisk­ búð, hvað þá í kæliborðum stór­ markaðanna eða matseðlum veitingahúsanna. Aldrei hefur nokkur gestgjafi boðið Svarthöfða upp á ál. Ekki einu sinni á þorrablótum þar sem flestallt ógeð landsins er étið. Áll er ekki einu sinni sinni notaður í hunda­ eða kattamat. Hver í fjandanum er þá að veiða og éta allan þennan ál þannig að stofninn sé að hruni kominn? Væri það ekki bara land­ hreinsun ef stofninn hyrfi? Svarthöfði viðurkennir að hafa orðið svolítið pirraður og styggur yfir þessu öllu saman. Ekki endilega út af álnum sem slíkum eða meintri ofveiði hans. Heldur vegna þess að mál sem þetta sé yfirleitt á borðum hinna háu herra. Augsýnilega hefur her af skriffinnum í ráðuneytinu samið þetta frumvarp eingöngu til þess að geta merkt við í kladdann. Réttlætt sín ofurlaun með því að sýna fram á dagsverk og þóst vera rosalega gott fólk í leiðinni. Sannir vinir íslenska álsins. En Svarthöfði sér í gegnum þetta brugg. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Fólk er að meðaltali einum sentimetra hærra á morgnana en á kvöldin. Hið íslenska Matador er þýðing á danskri útgáfu af hinu ameríska Monopoly. Rottur komu til Íslands á 18. öld en þá var hér mergð af músum. Aðeins er gert ráð fyrir að jarðgöng geti staðið í hundrað ár. Tungumálið Taki Taki, sem talað er í Súrínam, inniheldur aðeins 340 orð. „Augsýnilega hefur her af skriffinnum í ráðu- neytinu samið þetta frumvarp eingöngu til þess að geta merkt við í kladdann Áll Viðbjóðslegur fiskur. Hver er hann n Dalvíkingur sem lærði sjómennsku og bókmenntir. n Bæjarstjóri saman­ lagt í 20 ár, á Dalvík, Ísafirði og Akureyri. n Kvæntur myndlistarkonunni Guðbjörgu Ringsted. n Heldur upp á Njáls sögu og lítur upp til Snorra Sturlusonar. n Tapaði formannsslag í Sjálf­ stæðisflokknum gegn Bjarna Benediktssyni árið 2009. SVAR: KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Sanna Magdalena tekin í yfirheyrslu Hjúskaparstaða og börn? Ég er einhleyp og á engin börn en í fram­ tíðinni langar mig rosalega til þess að ætt­ leiða barn. Það eru mörg börn í heiminum sem eiga ekki foreldra eða fjölskyldu og ég vona að einn daginn geti ég boðið upp á gott og öruggt heimili fyrir barn eða jafnvel börn. Þegar ég viðra þetta við fólk þá hef ég stundum fengið spurninguna hvort ég vilji ekki eignast mín „eigin börn“ en að mínu mati eru það ekki blóðtengsl sem mynda grunninn að fjölskyldu, heldur það að vera til staðar. Uppáhaldshljómsveit og af hverju? Ég verð að segja Destiny’s Child, af því að þær hafa fylgt mér í gegnum svo mörg æviskeið. Ég var níu ára þegar lagið Survivor kom út og ég söng oftast hástöfum með í hvert skipti sem ég heyrði lagið einhvers staðar og hef haldið mikið upp á það síðan þá. Svo minnir mig að fyrsti geisla diskurinn sem ég hafi keypt hafi einmitt verið diskurinn þeirra. Er einhver matur sem þú borðar alls ekki? Dauð dýr og dýraafurðir. Ég hef verið græn­ metisæta í fimm ár en grænkeri (vegan) í næstum því þrjú ár, vegna dýraverndunar­ og umhverfissjónarmiða. Átrúnaðargoðið þitt? Sólveig Anna Jónsdóttir. Mig langar að verða eins og hún þegar ég verð stór. Hver er fyrsta minningin þín? Ég held það hafi verið þegar ég fór í ljósmyndatöku, ég var rosafín og man að ég var að ganga yfir hvíta pappírinn sem var á gólfinu en það var svona stór rúlla af pappír sem hékk frá loftinu og alveg niður að gólfi til að búa til flottan bakgrunn fyrir myndatökuna. Mig minnir að ég hafi einmitt hugsað þegar ég stóð fyrir utan þetta rými, já, þetta er svona til sýnis, þau rúlla pappírnum niður til að gera þetta flottara. Svoleiðis virkar þetta. Mamma er hissa á að ég muni eftir þessu, af því að ég var tveggja ára. Erfiðasta sem þú hefur gert? Að þurfa að horfa upp á óréttlæti samfélagsins sem birtist í því að fólk lifir í fátækt. Það er búið að vera sérstaklega erfitt að þurfa að horfa upp á andlegar og félagslegar afleiðingar fátæktar á sína eigin móður og finnast maður svo varnarlaus gagnvart stöðunni. En mest gefandi? Að fá að taka þátt í þessari öflugu sósíalistahreyfingu sem ég er í, það er búið að vera yndislegt að fá að kynnast öllu því magnaða fólki sem starfar í Sósíalista­ flokknum og ég er heldur betur komin með nóg af núverandi stöðu þar sem peningar og auðsöfnun fárra, virðast oft skipta meira máli en fólk og lífsgæði allra. Trúir þú á geimverur? Sko, ég hef mikið pælt í þessu og bara er ekki alveg viss, hoppa á milli þess að vera sannfærð um að það sé líf á öðrum plánetum og úti í geimi, en hvers konar verur er svo stóra spurningin. Svo þarf ég stundum að stoppa mig af og hugsa bara, nei, nú er ég búin að horfa á of mikið af bíómyndum og er farin að ímynda mér eitthvað mjög skrautlegt. En ég á það til að ofhugsa hlutina og svo er ég líka með ADHD þannig að stundum er ég komin langt í einhverjar svaka djúpar pælingar. En guð? Ég trúi því klárlega að það sé eitthvað æðra en við og að það sé einhver stór tilgangur með lífinu öllu saman. Margir í fjölskyldunni minni eru trúaðir og ég held mjög mikið upp á gospel­ tónlist, hún er svo gríðarlega öflug og kraftmikil. Fyrsta atvinnan? Ég byrjaði að bera út þegar ég var þrettán ára en fyrir þann tíma var ég mikið að reyna að finna staði sem vildu ráða mann en oft kom maður að lokuðum dyrum vegna aldurstakmarks. Mannkostir þínir? Ég held að ég sé mjög öguð manneskja og það hefur hjálpað mér að komast í gegnum margt. Ég get líka verið mjög bjartsýn og skelli mér í hlutina þó að allar ytri aðstæður segi að það sé kannski ekki það sniðugasta í stöðunni. Ég er ekki hrædd við margt og hugsa oft, hvað er það versta sem getur gerst í stöðunni og oftast er það ekkert svo hræðilegt. Lestir þínir? Að ofhugsa hlutina, sem getur samt stundum verið kostur. Nammi, snakk eða ís? Súkkulaði! Fellur það ekki annars undir nammi? En annars er allt þetta gott, held sérstaklega mikið upp á dökkt súkkulaði, svart Doritos, sem er vegan, og svo er til svo gríðarlega mikið úrval af alls konar góðum veganísum. Ég elska líka súkkulað­ ikökur. Stærsta stundin í lífinu? Að sjá að 3.758 einstaklingar hefðu kosið Sósíalistaflokk Íslands í borgarstjórnar­ kosningum og að þar með værum við inni. Fyrsti bíllinn? Ég er alveg hræðileg með að muna heiti bílgerða en þetta var mjög ódýr, mjög nettur og krúttlegur bíll. Ég man alveg hvernig hann leit út, hann var grár og mig minnir að þetta hafi verið Peugeot. Ég notaði bíla fyrst eftir að ég fékk bílpróf þegar ég var 17 ára en réð ekki við kostnaðinn á skólaárum, og svo menga bílar svo mikið. Núna er það bara strætólífið. Átt þú gælu- dýr? Nei ég á engin gæludýr og þó að ég sé grænkeri (vegan) meðal annars vegna dýraverndunarsjónarmiða, þá er ég ekki það mikill dýravinur. Það er kannski út af því að ég og mamma höfum alltaf búið á stöðum þar sem ekki mátti hafa gæludýr og ég held að við hefðum ekkert fengið okkur þó að það hefði verið leyfilegt. Einu sinni átti ég samt svona lítið dót, sem var eins og pinkulítill skjár á lykla­ kippu með dýri sem maður átti reglulega að gefa að borða í gegnum takkana á skjánum. Besta bók sem þú hefur lesið? Nú fæ ég valkvíða, en ég las A Thousand Splendid Suns á sínum tíma og hún var mjög góð. Leiðinlegasta húsverkið? Ég reyni að temja mér þann hugsunar­ hátt að ekkert sé leiðinlegt, heldur bara misskemmtilegt og það fer eftir stuði hvað situr á hakanum en ég elda rosamikið heima hjá mér og stundum finnst mér ég bara alltaf vera með fullt af óhreinum eldhúsáhöldum sem ég á eftir að ganga frá. Og ég bý bara ein og vaskurinn er samt fljótur að fyllast! Hvert langar þig að ferðast? Mig langar að ferðast til allra landa í heiminum, en mig langar mjög mikið til að fara til Tansaníu. Faðir minn er þaðan og ég hef aldrei farið þangað en er alltaf á leiðinni að fara að reyna að skella mér. Ég veit mjög lítið um Tansaníu og kann ekki svahílí, tungumálið sem er talað þar, ég kann samt nokkur orð eins og hakuna matata en það þýðir „engar áhyggjur“. Besta ráð sem þú hefur fengið? Ekki hætta að reyna þó að hlutirnir gangi ekki upp við fyrstu tilraun. Ég hlusta mikið á R&B­tónlist og gleymi aldrei þessari grípandi setningu í laginu hennar Aaliyah heitinnar: „If at first you don’t succeed, dust yourself off, and try again“. Finnst það mjög peppandi ráð. Sanna Magdalena 31230572
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.