Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 21
FÓKUS - VIÐTAL 211. mars 2019 Faldi sig undir rúmi til að sleppa við skólann Margrét var búin að æfa í tvær vik­ ur þegar hún keppti á bikarmóti. „Ég var með lægstu beltagráðuna og fór á móti stelpu sem var með rauða beltið, sem er frekar há beltagráða. Ég stóð uppi sem sigur­ vegari á fyrsta mótinu mínu og þá kviknaði nýr draumur. Að fara á Ólympíuleikana í taekwondo í staðinn fyrir á listdansskautum. Það hafði enginn Íslendingur held­ ur gert það,“ segir Margrét. Í kjölfarið má segja að taekwondo hafi yfirtekið líf Mar­ grétar. Hún var fjórtán ára með lágt belti, en efnileg, svo hún komst á æfingar hjá mörgum hóp­ um. Hún æfði í þrjá til fimm tíma á dag. „Ég pældi ekkert í því að álag­ ið væri of mikið. Mér fannst bara ótrúlega gaman að æfa. Þetta var frekar klikkað tímabil,“ segir Mar­ grét og heldur áfram: „Á þessum tíma hætti ég að mæta í skólann. Ég vaknaði á morgnana og faldi mig undir rúmi þannig að ef mamma kæmi nið­ ur og athugaði hvort ég væri far­ in í skólann þá leit herbergið út fyrir að vera tómt. Ég fékk 0,1 í mætingareinkunn í níunda bekk.“ Margrét varð nokkrum sinnum Íslandsmeistari og bikarmeistari í taekwondo og vann að auki til fjölmargra annarra verðlauna og viðurkenninga. „Mig langaði alltaf að verða best í heiminum en það kaldhæðnislega er, að mér fannst ekkert rosalega gaman að keppa. Mér fannst gaman að æfa en ég var svo stressuð fyrir keppni. Ég hætti oft við að keppa út af stressi. Á þessum tíma var ég líka rosalega veik af átröskun sem gerði auðvit­ að illt verra. Ég hafði enga orku og lítið þol sem gerði að verkum að ég kveið fyrir keppni.“ Einelti var upphafið að átröskun „Ég byrjaði að þróa með mér átrösk­ unarhegðun þegar ég var um sex ára, þegar ég byrjaði í grunnskóla. Fyrir þann tíma hafði ég alltaf ver­ ið mjög hamingjusamt barn og átt marga vini,“ segir Margrét. „Krakkar fóru að stríða mér fyrir að vera rauðhærð og með mjög hvíta húð. Þeir sögðu að ég væri eins og draugur og gerðu grín að freknunum mínum. Besta vin­ kona mín á þessum tíma var ljós­ hærð með blá augu og mjög vin­ sæl. Þannig að ég hélt að ef ég yrði ljóshærð með blá augu myndu allir vera góðir við mig.“ Í æsku var Margrét mjög trúuð. Hún fór með Faðirvorið á hverju kvöldi. „Ég var farin að bæta við smá aukabæn: „Góði Guð viltu breyta hárlitnum mínum og gera húðina mína dekkri, amen.“ Og svo næsta dag hljóp ég inn á bað­ herbergi og kíkti í spegilinn og það voru alltaf mikil vonbrigði,“ segir Margrét. „Ég held að þetta hafi verið byrj­ unin á átröskuninni. Ég fékk þá hugmynd að ef ég myndi líta öðru­ vísi út yrði ég samþykkt.“ Kynþroskaskeiðið erfitt Þegar Margrét fór í gegnum kyn­ þroskaskeiðið þyngdist hún hratt. „Það getur verið mikið sjokk fyrir unglingsstelpur að breytast svona, enda breytist líkaminn mikið. Ég var sífellt svöng á þess­ um tíma. Ég var farin að borða tvö­ falda skammta af öllum mat og sótti mikið í sætindi. Þetta er þekkt ástand og kallast gífurlegt hung­ ur (e. extreme hunger) sem getur komið upp þegar líkaminn þarf fleiri hitaeiningar en hann er van­ ur. En ég vissi ekkert um næringar­ fræði þannig að ég sótti í það sem mér þótti gott, sætindi,“ segir Mar­ grét og heldur áfram: „Ég þyngdist hratt og var hrædd um að krakkar myndu stríða mér fyrir það. Ég var búin að byggja upp varnarvegg og var alltaf til­ búin ef einhver yrði andstyggileg­ ur við mig. Ég var búin að koma því í hausinn á mér að ef ég yrði fallegri og mjórri myndu allir vera góðir við mig. Sumir í listdans­ skautum voru líka andstyggilegir við mig, þannig að þegar ég þurfti að hætta fannst mér það ekki slæmt. En í taekwondo fannst mér eins og allir samþykktu mig.“ Engir ljótir máttu mæta í frístundaheimilið Margrét rifjar upp erfiða minningu sem leiddi til þess að hún hætti að mæta í skólann. Einn strákur, sem gerði henni lífið leitt í ung­ lingadeild, hafði bannað henni að koma í frístundaheimili skólans, Frostaskjól. „Hann bannaði mér að koma, því það „máttu engir ljótir vera þar.“ Hann stoppaði mig alltaf af. En eitt skiptið var eitthvað skemmtilegt að gerast og mig langaði virkilega að fara og ákvað að drífa mig. Ég fór með vinkonu minni sem var vinkona hans og hélt ég yrði örugg þannig. Hann stoppaði mig í stiga­ ganginum og hraunaði yfir mig. Hann var rosalega andstyggilegur við mig. Það var þá sem ég hætti að mæta í skólann og að lokum skipti ég um skóla,“ segir Margrét. Flutti til föður síns Margrét flutti til föður síns þegar hún var um fimmtán ára gömul, í lok níunda bekkjar. „Pabbi var mjög harður á að ég mætti í skólann og lærði. Ég komst ekki upp með að fela mig undir rúmi eða neitt svoleiðis. Ég þurfti að mæta í skólann. Þá hafði ég grennst mjög mikið og tók eftir að krakkar voru farnir að spjalla við mig miklu meira í skólanum, vera vingjarnlegir við mig og bjóða mér í partí,“ segir Margrét. Hún grennt­ ist mikið vegna stífra taekwondo­ æfinga á hverjum degi. „Stelpur voru farnar að spyrja mig um ráð til að grennast og sögðu að ég liti svo vel út. Ég sagði að ég æfði bara taekwondo. Ég var einnig spurð út í mataræðið og átt­ aði mig þá á því að ég hafði ekki verið að borða neitt rosalega mik­ ið. Þannig að ég tengdi það tvennt saman, að borða lítið sem ekkert og æfa mikið.“ Svelti sig meðvitað Á þessum tíma vissi Margrét lítið um átröskun eins og lystarstol (e. anorexia) og lotugræðgi (e. bulimia). „Eftir þetta fór ég mjög meðvit­ að að svelta mig. Ef einhver bauð mér eitthvað að borða, afþakkaði ég það og sagðist ekki vera svöng,“ segir Margrét. „Mér fannst líka mjög gott að svelta mig, því mér fannst það deyfa andlegu tilfinningarnar. Mér fannst ég komast í þægilegt ástand. Þetta gekk svona í ár. „Ég var orðin hrædd um líf mitt“ Margrét Gnarr var komin með hjartsláttartruflanir vegna átröskunar „Það var mikill ótti að þyngj- ast og allir yrðu aftur leiðin- legir við mig Þegar Margrét vann sér inn IFBB Pro-skír- teinið sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.