Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 24
24 FÓKUS 1. mars 2019 Sjáðu úrvalið á goddi.is Sauna- og gistitunnur GODDI.ISAuðbrekku 19 - kópAvogi - S. 544 5550 Sauna- og gistitunnur ásamt viðarkyntum pottum Sjáðu úrvalið á goddi.is Margar gerðir Eigum fjórar stærðir af lokum á lager í gráum og brúnum litum Verð aðeins 58.500 kr. þetta þá gæti ég það líka. Af hverju ekki ég?“ Erlenda keppnistímabilið byrjar Margrét keppti í Arnold Amateur í lok febrúar 2012. „Ég var í flokki með 40 öðrum stelpum. Ég ætlaði bara að gera mitt besta. Ég komst í topp fimmtán, svo topp tíu og að lokum topp fimm. Þá ákvað ég að ég ætl­ aði að vera í efstu þremur sætunum. En ég lenti í fjórða sæti sem var svo mikill skellur. Ég var miður mín en það var vegna þess að ég hafði sett mér svo óraunhæf markmið. Auð­ vitað er það eina sem maður gert, að gera sitt besta,“ segir Margrét. „Það var sagt við mig að mér myndi ganga betur ef ég væri skornari. Mér fannst það kveikja á átröskun minni. Ég fór að fylgja matarplönum betur, samt var ég alltaf að passa mig að fara ekki í öfgarnar. Ég hafði séð matarplön­ in hjá öðrum fitnessstelpum og þær voru að borða miklu minna en ég. Ég hugsaði að ef þær gætu þetta þá gæti ég það líka. Með árunum varð ég sífellt strangari og strangari á mataræðið og æfingarnar. Ég var alltaf að fá þau skilaboð að ég þyrfti að vera skornari.“ Hrædd við stefnuna sem hún var að taka Margrét var hrædd við stefnuna sem hún var að taka og tók sér pásu eitt sumarið. Hún sneri aftur í taekwondo og um tíma flakkaði hún á milli íþróttagreinanna og náði eftirtektarverðum árangri í báðum greinum. Eftir að hafa landað nokkrum titlum ákvað Margrét að undirbúa sig af krafti undir heimsmeistara­ mótið ásamt þjálfara sínum, Jó­ hanni Norðfjörð. „Þetta var örugg­ lega þægilegasti niðurskurður sem ég hef farið í gegnum. Venjulega tók ég sex til átta vikur í niðurskurð en í þetta skiptið tók ég tólf vikur því ég borðaði meira og var með meira jafnvægi þennan tíma. Æf­ ingarnar tóku aðeins klukkutíma á dag. Líkaminn minn var mjög hrifinn af þessu. Ég komst í mitt besta form.“ Það sannaðist heldur betur þegar Margrét var krýnd heimsmeistari í greininni. Hún var þá orðin atvinnumaður og fékk IFBB Pro­skírteinið sitt. Draumur­ inn hafði ræst. Stór mistök að taka ekki pásu Fljótlega fór þó að síga á ógæfuhliðina. Þjálfarinn vildi að hún tæki sér hlé frá æfingum en framundan var eitt stærsta mót ársins, Arnold Classic­mótið, og Margrét tók það ekki í mál. Hún fékk boðskort á mótið og hélt áfram að keppa. Hún segir það hafa verið stór mistök. Fljótlega fór hún að breyta um stefnu og hugar­ farið breyttist. „Ég fór að verða stíf­ ari með mataræðið, borða minna og taka morgunbrennsluæfingu á hverjum degi. Þarna bankaði þrá­ hyggjan aftur upp á.“ Margrét keppti á Arnold Classic og tók þátt í annarri keppni. Hún fann að í óefni stefndi og því tók hún keppnispásu í eitt og hálft ár til að huga að heilsunni. Var alltaf í keppnisformi í hléinu Margrét leyfði sér þó ekki að slaka á. Hún er með mjög vinsælan Instagram­aðgang og hefur lengi verið virk á samfélagsmiðlum. „Ég var alltaf að deila myndum af mér í keppnisformi. Mig lang­ aði að vera hvatning fyrir aðra og mér fannst svo mikil pressa að líta alltaf geðveikt vel út. Í þetta eina og hálfa ár var ég alltaf í þessu sveltisástandi, því ég var alltaf að reyna að líta út eins nálægt keppn­ isforminu mínu og ég gat. Ég leyfði mér aldrei að sleppa alveg tökun­ um og taka mér almennilega pásu. Ég var kannski í pásu frá keppni en ekki samfélagsmiðlum. Mig lang­ aði að vera fullkomin,“ segir Mar­ grét. „Það sem ég var með kallast orthorexia. Ég hafði aldrei áður heyrt um það. Það er þegar þú ert með rosalega mikla stjórn á mataræði þínu. Þú ert ekki beint að borða of lítið eða of mikið. Ég var að reikna allar hitaeiningarnar mínar og hlutföll á milli orkugjafa. Ég hafði mikinn áhuga á vísindun­ um á bak við næringarfræði og var heltekin af því.“ Strax aftur í ruglið Margrét ákvað að keppa í byrjun 2016 og byrjaði því í niðurskurði í lok 2015. „Ég fór einhvern veginn strax aftur í ruglið. Ég byrjaði að brenna í 80 mínútur í senn og borða mikið minna,“ segir Margrét. „Á þessum tíma vann ég fyrsta atvinnumótið mitt, sem ég er mjög stolt af en samt var þetta einn erf­ iðasti niðurskurður sem ég hef far­ ið í gegnum. Ég fékk keppnisrétt á Mister Olympia sem er stærsta og virtasta fitnessmótið.“ Næstu ár voru sem rússí­ banareið hjá Margréti. Hún vann sigur á nokkrum atvinnumanna­ mótum og var ofarlega í öðrum mjög sterkum mótum. Hún var uppgefin á sál og líkama, íhug­ aði að taka sér langþráða hvíld en alltaf var næsta verkefni of heill­ andi. Sérstaklega árleg þátttaka í Mister Olympia. Síðasta mótið sem hún tók þátt í var Arnold Classic í Ástralíu árið 2018 en þar lenti hún í fjórða sæti. „Eftir mótið var ég algjörlega búin á því. Ég var gjörsamlega búin að fá nóg. Ég vissi að ég þyrfti að leyfa mér að bæta á mig og fá breik. Ég var aftur komin með kal­ íumskort og hjartsláttartruflanir og var að taka klukkutíma brennslu­ æfingar tvisvar á dag. Kalíum­ skorturinn var meiri en áður, ég var byrjuð að fá vöðvakippi og náladofa við minnsta tilefni,“ segir Margrét. Stuttu eftir átti Margrét að byrja í niðurskurði fyrir Mister Olympia. „Ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að taka enn eitt mótið eða hvíla mig. Ég ákvað loksins að setja heils­ una í fyrsta sæti. Í mörg ár hafði átt átröskunartímabil og síðan verið í bata kannski í þrjá mánuði, svo aft­ ur átröskunartí abil. Samt, þegar ég skoða þá mánuði sem ég á að hafa verið í bata, þá var orthorexi­ an við völd. Ég var alltaf að passa að þyngjast ekki. En í maí í fyrra ákvað ég að nú væri komið nóg og ég ætl­ aði að leyfa mér að ná fullum bata.“ Margrét bætti á sig tíu kílóum á tveimur mánuðum. „Ég lærði að samþykkja mig í stærri líkama. Síð­ an þá hef ég verið í góðum bata,“ segir Margrét brosandi. Keppa á næsta ári? Hún er þó hvergi nærri hætt í íþróttinni sem hún hefur náð svo góðum árangri í. Hún segir að það fari eftir batanum hvenær hún keppi næst, en stefnan sé sett á næsta ár. Margréti langar að keppa í módelfitness á næsta ári og þá á Arnold Classic­mótinu. „Mér finnst ótrúlega gaman að keppa. Ég hef alveg sýnt og sannað að ég geti keppt. En þetta er svo­ lítið eins og alkóhólisti sem vill fara á skemmtistað. Maður þarf að hafa góðan stuðning í kringum sig. Ég vil hafa náð fullum bata í eitt og hálft ár áður en ég mæti aftur til leiks,“ segir Margrét. n Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á DV.is „Ég fékk þessa hugmynd um að ef ég myndi líta öðruvísi út yrði ég samþykkt MYND: HANNA/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.