Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 29
 1. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Gott betra BEST Hlöllabátar eru órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni enda er um að ræða einn elsta íslenska skyndibitastað landsins. „Þetta byrjaði allt fyrir um 30 árum í litlum skúr á Steindórsplani, en í dag er Hlöllabáta að finna víðs vegar um landið,“ segir Elín Guðný Hlöðversdóttir, rekstrarstjóri Hlöllabáta. „Við rekum fjóra Hlöllabátastaði á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá eru einnig Hlöllabátar á Akureyri og Selfossi. Algert leyndarmál! Hlöllabátar voru stofnaðir árið 1986 og var New York-bátur fyrsti báturinn og í kjölfarið komu þrír aðrir bátar; Línubátur, Rifjabátur og Pinnabátur. Þetta eru klassískir bátar sem bragð er að! „Allir okkar bátar eru með okkar eigin Hlöllasósu og Hlöllakryddi. Þessi tvö hráefni; sósan og kryddið, eru hluti af því sem gerir Hlöllabáta einstaka.“ 36 bátar á matseðlinum „Þessir fjórir bátar voru upphafið og síðan hefur bæst við fjöldi annarra á matseðilinn. Í dag telur matseðillinn þrjátíu og sex báta með hinum ýmsu áleggjum. Við höfum verið dugleg að bæta við listann en höfum ekki tek- ið af honum. Þó svo það séu alltaf um tíu til fimmtán bátar sem eru hvað vinsælastir, þá gætu einhverjir orðið svekktir ef uppáhaldsbáturinn þeirra yrði tekinn af matseðlinum.“ Vinsæll skyndibiti Á síðasta ári tók nýr eigendahópur við rekstrinum á fjórum Hlöllabátastöðum á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum í samstarfi við hina staðina. Reksturinn hefur gengið vonum framar enda er stór hópur tryggra viðskiptavina og hefur sá hópur farið stækkandi undanfarið ár. Við leggjum mikið upp úr gæðum, hraða og góðu viðmóti starfsfólks sem er duglegt og ávallt tilbúið að gera vel.“ Með leyniuppskrift að vopni! „Það eru ekki bara Íslendingar sem borða Hlöllabáta heldur hafa erlendir ferðamenn einnig verið að komast á bragðið og margir sem koma hingað aftur og aftur á meðan þeir eru á landinu, sem hefur verið okkur mikil hvatning. Við erum ákaflega spennt með framhaldið og hvað varðar framtíðina og viljum ávallt reyna að nýta reynslu dagsins í dag til að geta gert betur á morgun,“ segir Elín. Staðirnir okkar fjórir: Smáralind, Hagasmári 1–3, 201 Kópavogur. Atlantsolíuplanið, Sunnukrika 3, 270 Mosfellsbær. Faxafen 9, 108 Reykjavík. Bíldshöfði 5a, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á Facebook: Hlöllabátar, hinn eini sanni Klassískur skyndibiti sem bragð er að! Bíldshöfða 5a, 110 Reykjavík.Faxafen 9, 108 Reykjavík. Smáralind, Hagasmára 1-3, 201 Kópavogur. Atlantsolíuplaninu, Sunnukrika 3, 270 Mosfellsbæ. Pinnabátur. New York bátur. Sá upprunalegi! Línubátur með skinku. Netabátur. HLÖLLABÁTAR:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.