Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS - VIÐTAL 1. mars 2019
Varahlutaverslun
og þjónusta
TANGARHÖFÐA 4
110 REYKJAVÍK
SÍMI 515 7200
www.osal.is
osal@osal.is
FAX 515 720
ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN
alla, en á tímabili var ég kom-
in í sprautuneyslu. Ég á því erfitt
með að fara í blóðprufur og ég veit
að ég mun þurfa að sprauta mig
í vöðva. Ég er svo heppinn að ég
er með einstakling sem er tilbú-
inn til þess að gera þetta með mér.
Ég reyni að forðast allt sem minnir
mig á neyslu mína. Ég er líka mjög
stressaður fyrir skapgerðarbreyting-
um sem munu eiga sér stað, en
með þeirri vinnu sem ég vinn í dag
og þeirri sjálfsþekkingu sem ég hef
fengið með því að vinna sporin, þá
minnka áhyggjurnar. Það eru alltaf
einhverjar áhyggjur, en á meðan ég
hlusta á minn æðri mátt, sleppi, trúi,
treysti og tek bara einn dag í einu, þá
minnkar óttinn.“
Í fyrsta skiptið í lífi Sævars sér
hann framtíðina fyrir sér og hlakk-
ar til þess að takast á við hana sem
hann sjálfur.
„Alla mína ævi hef ég þráð að
deyja. Ég hef lent í kynferðisáföllum
og fleiri slæmum hlutum. Frá átta
til níu ára aldri hef ég óskað þess að
deyja. Ég hef reynt að svipta mig lífi
yfir tuttugu sinnum og einmitt út af
minni neyslu og vegna þess að það
hefur komið upp sú staða að ég hef
verið tæpur á því að lifa af, þá hef ég
lífsviljann í dag. Ég sé framtíðina fyr-
ir mér. Það er eitthvað sem ég hef
aldrei getað séð alla mína ævi. Ég er
að verða ég, ég er orðinn edrú og er
að takast á við mín vandamál. Það
er svo gott. Ég á ennþá mjög erfitt
með að fara til Akur eyrar því þar var
ég gjörsamlega búinn að brenna all-
ar brýr að baki mér. Fara á bak við
fólk og svíkja það. En það kemur
bara þegar það kemur, þegar ég er
tilbúinn. Það sem hefur hjálpað mér
í minni edrú mennsku er að geta
fyrirgefið sjálfum mér. Það skiptir
rosalega miklu máli, við erum bara
mennsk og ég geri mistök. Þótt ég
hafi verið edrú í eitt ár þá geri ég
enn mistök. Það er enginn fullkom-
inn. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað
flokkist undir orðið fullkominn.
Hvað er að vera fullkominn? Þetta
orð á bara ekki að vera í orðabók.“
Vistaður í fangaklefa aðeins
sextán ára gamall
Neysla Sævars hófst þegar hann
var um 15 ára gamall og fór nán-
ast strax úr böndunum. Hann vissi
ekki hvernig fara átti með áfengi og
þegar hann var aðeins 16 ára gam-
all var hann í fyrsta skipti vistaður í
fangaklefa vegna þess hve ofurölvi
hann var.
„Þetta er svona fyrsta minn-
ing mín af einhverju hugbreytandi
efni. Ef þetta byrjar svona, hvern-
ig á maður þá að geta funkerað
með einhver önnur efni. Þetta er
mín minning af djammi. Ég hef
verið sendur á marga staði, dval-
ið á mörgum fósturheimilum og
mörgum meðferðarheimilum fyrir
unglinga. Stuttu eftir að hafa verið
vistaður í fangaklefa var ég sendur
á langtímameðferðarheimili þar
sem ég dvaldi í rúmt ár. Þannig að
ég fékk einhvern veginn ekki fleiri
tækifæri til að „djamma“. En eftir
meðferðina flutti ég inn til föður
míns og byrjaði smám saman að
drekka aftur. Í eitt skipti fékk fað-
ir minn nóg og ég skil hann mjög
vel, hann fékk til sín fullan ung-
ling, alveg á hausnum. Þetta var á
skólakvöldi og ég fór niður í mið-
bæ alveg hauslaus, hringdi í ein-
hver númer og fór heim til mann-
eskju sem var að nota fíkniefni á
sínum tíma. Þar prófaði ég fíkni-
efni í fyrsta skiptið. Það var rosa-
lega skrítið og þetta var mér mjög
erfitt. Ég prófaði það sem var í boði
og mér fannst þetta allt í lagi. Fyr-
ir mér var ekkert eins og himnaríki
væri að opnast þar sem vanlíðan-
in var orðin svo mikil þarna. Ég var
að bregðast pabba mínum, hafði
verið með mikið vesen undanfar-
in ár og búinn að leggja helvíti á
hann. Hann svaf ekki heilu næt-
urnar af því að ég gat ekki stað-
ið í lappirnar. Þessa nótt gerðust
ógeðslegir hlutir. Bara ógeðslegir
hlutir sem ég er að vinna í á Stíga-
mótum.“
Öfundaði jafnaldra sína en fann
enga undankomuleið
Daginn eftir þessa afdrifaríku nótt
mætti Sævar í skólann þar sem
rætt var við hann. Á honum fund-
ust fíkniefni og var hann í kjölfar-
ið handtekinn og sendur aftur í
burtu. Í rúmlega ár notaði hann
því engin efni, en fljótlega eftir að
hann kom til baka lá leiðin hratt
niður á við aftur.
„Þá prófaði ég sem sagt róandi
efni. Kannabis. Það var eitthvað
sem ég fílaði. Mér tókst þó að
hætta, en stuttu síðar lést mann-
eskja mér nátengd og fljótlega
eftir það byrjaði ég að nota aftur.
Mér var bannað að mæta í jarðar-
förina nema ég væri edrú. Þannig
að ég var edrú í rúmar tvær vikur
til þess að geta kvatt þessa mann-
eskju með sóma og svo byrjaði
ég bara aftur. Ég var úti margar
nætur og var bara orðinn gjör-
samlega háður. Þetta varð bara
verra og verra með hverju ein-
asta skipti sem ég datt í það. Mín
fyrsta meðferð hjá SÁÁ, þar sem
ég varð svo fastagestur, hjálp-
aði mér rosalega mikið. Ég hef
reynt að vera edrú áður, en ein-
hvern veginn aldrei tekist, en það
var af því að ég fór ekki eftir fyr-
irmælum og vildi bara gera þetta
á minn hátt. En gallinn er sá að
ég veit ekki neitt þegar kemur
að þessu, þannig að ég þarf að
hlusta á einhvern annan og fara
eftir því.“
Þegar Sævar náði botninum
man hann eftir því að hafa stað-
ið og horft út um stofugluggann
heima hjá sér þar sem hann leigði
íbúð nálægt Verkmenntaskólan-
um á Akureyri. Þar sá hann krakka
á svipuðum aldri og hann sjálfur,
ganga í skólann til þess að mennta
sig.
„Ég horfði á þau og ég hugs-
aði hvað ég öfundaði þau. Ég vildi
að ég gæti verið þau en þarna var
ég í mínu greni, búinn að kveikja
í heima hjá mér. Ógeðsleg lykt
inni hjá mér og þarna var ég bara
í mínum eigin skít. Af hverju gat
ég ekki verið í þeirra sporum?
En ég tel mig vera í þeim í dag og
ég myndi ekki vilja breyta neinu
fyrir einn skammt af því að síð-
ustu skiptin sem ég notaði, núna
á síðasta ári, voru hreint helvíti.
Ég man ekki eftir fjórum vikum.
Þetta var stutt fall, en þetta var
djúpt. Það voru margir heima hjá
mér, sem ég vissi oft ekkert hverj-
ir voru, bara vinafólk vina minna
og það var alltaf stanslaust partí.
Ég vissi ekki hvað fólk var að gera
þarna og það sem var svo ljótt við
þetta er að þau voru að nota mig
og ég var að nota þau. Þannig að
vítahringurinn var orðinn svo
stór. Eftir að ég varð edrú og sé
hvernig neysluheimurinn er, þá
er ekkert sem dregur mig þangað
aftur. Það þykir mér svo gott vegna
þess að í neyslunni er ég búinn að
gera ógeðslega hluti, segja ógeðs-
lega hluti og koma ógeðslega illa
fram. En í dag get ég fengið tæki-
færi til þess að laga það. Laga það
sem hægt er að laga. Sumt er ekki
hægt að laga en ég fæ að minnsta
kosti tækifæri til þess að reyna. Í
dag er ég bara að reyna að vera
besta útgáfan af sjálfum mér.“ n
„Það var
ekki alveg
tekið mark á mér