Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 64
1. mars 2019 9. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta verður þeim víti til varnaðar! Dæmdir smyglarar starfa enn hjá Eimskipi T veir starfsmenn Eimskips, sem á dögunum hlutu 30 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir tollalagabrot, eru enn starfandi hjá fyrirtækinu. Dómur féll í Héraðsdómi Reykja- víkur síðastliðinn miðvikudag og mennirnir tveir voru fundnir sekir um umfangsmikið smygl á áfengi og tóbaki. Brotið átti sér stað í nóvember 2015 þegar þeir voru báðir skipverjar á Dettifossi. Starfsmennir tveir sem um ræðir, þeir Halldór Ingimar Finnbjörnsson og Vilhjálmur Magnús son, voru sakfelldir fyrir að hafa smyglað til landsins sam- tals 213,5 lítrum af sterku áfengi, 0,7 lítrum af líkjör, 26,2 lítrum af léttvíni, 179 kartonum af vind- lingum, 37.784 grömmum af munntóbaki og 5.750 grömm- um af neftóbaki. Þá var Vilhjálm- ur einnig sakfelldur fyrir að hafa skömmu fyrir þriðjudaginn 10. nóvember 2015, flutt með sér til landsins 7 lítra af sterku áfengi og 868 grömm af munntóbaki, einnig með Dettifossi. Samkvæmt starfsmanna- skrá á heimasíðu Eimskips eru báðir mennirnir ennþá starf- andi hjá fyrirtækinu. Halldór Ingimar starfar sem yfirstýri- maður á Goðafossi og Vilhjálm- ur Magnús son starfar sem vélavörður á Dettifossi. Sam- kvæmt heimildum DV var Ingi- mar boðin stöðuhækkun eftir að umrætt brot var framið. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV staðfestir Elín Hjálmarsdótt- ir, framkvæmdastjóri mannauðs- sviðs Eimskips, að mennirnir séu báðir starfandi hjá fyrirtækinu í dag. Elín segir, aðspurð, að fyrir- tækið hafi ákveðna stefnu þegar kemur að smygli hjá starfsmönn- um. Þá kemur fram að „mál við- komandi starfsmanna sé til skoðunar hjá félaginu.“ n Dýr mundi Hafliði allur O rðið á götunni er að Síminn hafi greitt 1,8 milljarða króna fyrir sýningarréttinn á Enska boltanum – Premier League – og gildir samningurinn til þriggja ára. Kostnaður við út- sendingar hér heima, t.d. gervi- hnettir og starfsmannahald í kringum útsendingar, er ekki innifalinn. Þetta þykir hraust- leg greiðsla og vandséð hvern- ig Síminn ætlar að ná þessum peningum til baka. Til saman- burðar greiddi Sýn upphaflega um 700 milljónir króna fyrir sýningarréttinn og var Voda- fone síðan tilbúið til að teygja sig upp í 1.200 milljónir. Hér er auðvitað himinn og haf á milli og virðist sem Síminn hafi sýnt mikla rausn í tilboði sínu. Það hriktir í stoðum fjar- skiptafyrirtækjanna og fylgitungla þeirra. Í gær var til- kynnt að forstjóri Sýnar, Stefán Sigurðsson, myndi láta af störf- um í sumarbyrjun. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var tilkynnt að tveir aðrir lykilstjórnendur félagsins, Björn Víglundsson og Ragnheiður Hauksdóttir, hefðu látið af störfum. Ein ástæðan er slæm staða félagsins þó að aðr- ar kunni að spila þar inn í líka. Eitt er ljóst. Það eru forvitni- legir tímar framundan á sjónvarpsmarkaði þar sem samkeppnin verður meiri en nokkru sinni fyrr. Þar leika er- lendar efnisveitur, eins og Net- flix, stórt hlutverk. Við spyrjum að leikslokum. Gylfi Sigurðsson mun fagna mörkum á Sjónvarpi Símans á næsta tímabili

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.