Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Blaðsíða 64
1. mars 2019 9. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Þetta verður þeim víti til varnaðar! Dæmdir smyglarar starfa enn hjá Eimskipi T veir starfsmenn Eimskips, sem á dögunum hlutu 30 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir tollalagabrot, eru enn starfandi hjá fyrirtækinu. Dómur féll í Héraðsdómi Reykja- víkur síðastliðinn miðvikudag og mennirnir tveir voru fundnir sekir um umfangsmikið smygl á áfengi og tóbaki. Brotið átti sér stað í nóvember 2015 þegar þeir voru báðir skipverjar á Dettifossi. Starfsmennir tveir sem um ræðir, þeir Halldór Ingimar Finnbjörnsson og Vilhjálmur Magnús son, voru sakfelldir fyrir að hafa smyglað til landsins sam- tals 213,5 lítrum af sterku áfengi, 0,7 lítrum af líkjör, 26,2 lítrum af léttvíni, 179 kartonum af vind- lingum, 37.784 grömmum af munntóbaki og 5.750 grömm- um af neftóbaki. Þá var Vilhjálm- ur einnig sakfelldur fyrir að hafa skömmu fyrir þriðjudaginn 10. nóvember 2015, flutt með sér til landsins 7 lítra af sterku áfengi og 868 grömm af munntóbaki, einnig með Dettifossi. Samkvæmt starfsmanna- skrá á heimasíðu Eimskips eru báðir mennirnir ennþá starf- andi hjá fyrirtækinu. Halldór Ingimar starfar sem yfirstýri- maður á Goðafossi og Vilhjálm- ur Magnús son starfar sem vélavörður á Dettifossi. Sam- kvæmt heimildum DV var Ingi- mar boðin stöðuhækkun eftir að umrætt brot var framið. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV staðfestir Elín Hjálmarsdótt- ir, framkvæmdastjóri mannauðs- sviðs Eimskips, að mennirnir séu báðir starfandi hjá fyrirtækinu í dag. Elín segir, aðspurð, að fyrir- tækið hafi ákveðna stefnu þegar kemur að smygli hjá starfsmönn- um. Þá kemur fram að „mál við- komandi starfsmanna sé til skoðunar hjá félaginu.“ n Dýr mundi Hafliði allur O rðið á götunni er að Síminn hafi greitt 1,8 milljarða króna fyrir sýningarréttinn á Enska boltanum – Premier League – og gildir samningurinn til þriggja ára. Kostnaður við út- sendingar hér heima, t.d. gervi- hnettir og starfsmannahald í kringum útsendingar, er ekki innifalinn. Þetta þykir hraust- leg greiðsla og vandséð hvern- ig Síminn ætlar að ná þessum peningum til baka. Til saman- burðar greiddi Sýn upphaflega um 700 milljónir króna fyrir sýningarréttinn og var Voda- fone síðan tilbúið til að teygja sig upp í 1.200 milljónir. Hér er auðvitað himinn og haf á milli og virðist sem Síminn hafi sýnt mikla rausn í tilboði sínu. Það hriktir í stoðum fjar- skiptafyrirtækjanna og fylgitungla þeirra. Í gær var til- kynnt að forstjóri Sýnar, Stefán Sigurðsson, myndi láta af störf- um í sumarbyrjun. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var tilkynnt að tveir aðrir lykilstjórnendur félagsins, Björn Víglundsson og Ragnheiður Hauksdóttir, hefðu látið af störfum. Ein ástæðan er slæm staða félagsins þó að aðr- ar kunni að spila þar inn í líka. Eitt er ljóst. Það eru forvitni- legir tímar framundan á sjónvarpsmarkaði þar sem samkeppnin verður meiri en nokkru sinni fyrr. Þar leika er- lendar efnisveitur, eins og Net- flix, stórt hlutverk. Við spyrjum að leikslokum. Gylfi Sigurðsson mun fagna mörkum á Sjónvarpi Símans á næsta tímabili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.