Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Síða 4
4 FRÉTTIR
Í
slenskur karlmaður, 22 ára, af
íslenskum ættum, var hand
tekinn í Flórída þann 17. júlí
síðastliðinn. Samkvæmt þar
lendum miðlum skildi maðurinn
eftir sig glæpaslóð í Pinellassýslu.
Bandarískir fréttamiðlar hafa
greint frá nafni mannsins, Chance
Broga Friðriksson, en hann er
fæddur í desember árið 1996.
Á hann íslenskan föðurafa sem
samkvæmt þjóðskrá er búsettur í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt opinberum
skýrslum bandarískra yfirvalda
á Chance Broga þónokkurn
brotaferil að baki.
Í september 2014 var hann
handtekinn fyrir vopnaða líkams
árás og fyrir að sýna mótþróa við
handtöku. Í maí 2016 hlaut hann
þriggja ára skilorðsbundinn dóm
fyrir þau brot. Í ágúst 2016 var
hann handtekinn fyrir ofbeldis
brot og í septemer sama ár var
hann handtekinn fyrir að svíkja út
lyfseðilsskyld lyf. Hann var dæmd
ur í tveggja ára fangelsi í júlí 2017
en látinn laus í ágúst 2018.
Þóttist vera í viðskiptaerindum
Fram kemur á bandarískum frétta
miðlum að í maí síðastliðnum hafi
Chance verið gestur á heimili í
borginni Largo í Pinellassýslu og
stolið þaðan peningaveski hús
ráðandans. Vitni fann veskið síðar
og var þá tómt.
Mánuði síðar, þann 10. júní,
fór Chance Broga á vegahót
el í Clearwaterborg í Flórída og
tjáði starfsfólki mót tökunnar að
hann væri yfirmaður á vegum
heilsugæsluþjónustunnar
Suncoast Center and National
Alliance on Mental Illness.
Sagðist hann hafa sett upp við
skiptafundi á hótelinu og ætti von
á fimm öðrum einstaklingum í
tengslum við það.
Í kjölfarið gerði hann samning
við hótelið um sérstök kjör sem
fól meðal annars í sér að hann
var ekki rukkaður um fyrirfram
greiðslu eða tryggingargjald.
Fram kemur í handtökuskýrslu
að Chance Broga og „fáeinir aðrir“
hafi dvalið á hótelinu frá 19. júní
til 24. júní, lagt hótelherbergin í
rúst og síðan yfirgefið hótelið án
þess að greiða reikninginn, sem
hljóðaði upp á rúmlega 340 þús
und íslenskar krónur.
Þann 17. júlí sáu lögreglumenn
Chance Broga fara inn í leigu
bíl á vegum Uber. Fram kemur að
lögreglumennirnir hafi vitað að
handtökuskipun á hendur hon
um væri í gildi. Þeir stöðvuðu því
bifreiðina og var Chance Broga
handtekinn.
Fram kemur í handtöku skýrslu
að lögreglumenn hafi fundið
amfetamín í baksæti bifreiðarinn
ar. Þegar komið var á lögreglustöð
ina fannst sprautunál í jakkavasa
Chance.
Chance var í kjölfarið ákærður
fyrir stórþjófnað, fjársvik og eit
urlyfjavörslu en áður höfðu verið
gefnar út tvær handtökuskipanir á
hendur honum. n
2. ágúst 2019
Helstirni á jörðu í Herjólfsdal
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Bretar borða fleiri dósir af bökuðum
baunum en aðrir íbúar heimsins
samanlagt.
Minnstu bein mannslíkamans eru í
eyranu.
Fyrsti leigubíllinn sem rukkaði
samkvæmt mæli var kynntur til
sögunnar árið 1907.
Þegar þú gúglar orðið „askew“ þá
mun vefsíðan halla örlítið til hægri.
Monopoly er vinsælasta borðspil í
heimi.
Hver er
hann
n Hann er lærður
leikari.
n Hann er einnig
ljóðskáld.
n Hann hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar árið
2009.
n Hann er fyrsti sviðsstjóri Hörpu.
n Afmælisdagur hans er 2. ágúst.
SVAR: EYÞÓR ÁRNASON
HÁLF ÍSLENSKUR GLÆPAMAÐUR HANDTEKINN Í FLÓRÍDA
T
visvar sinnum um ævina
hefur Svarthöfði slysast
á Þjóðhátíð í Eyjum og
ætlar þangað aldrei aftur.
Á samanlögðum átta dögum
ríktu þarna mörg hver af verstu
einkennum mannskepnunnar,
blásin út til hins ítrasta.
Hátíðargleðina vantaði ekki
þarna hjá mörgum en lítið var
þjóðlegt við þetta og mætti
frekar lýsa þessu sem perraskap
smábæjarhyggjunnar í sinni
tærustu mynd, maríneruðum í
vafasömum hefðum.
Ungdómurinn hefur vissulega
alltaf gaman af stjórnleysi,
gegnblautum fatnaði og þrúgandi
tónlist eða brekkusöng, sem
skapar ef til vill réttu truflunina
fyrir rándýrin. Verra er þó heima
fólkið, sem heldur utan um þessa
plebbahátíð verslunarmanna
helgar eins og lífið gerist ekki
betra utan hennar. Þetta gera þau
með hefðum sínum og hugarfari
sem hamrar í okkur hversu
skemmtilegt þetta á að vera,
eins og poppaður partíhundur
sem neitar að segja það gott eftir
misheppnað gamlársdjamm.
En það er ekkert skemmtilegt
við kynferðisbrot, ofbeldi,
stjórnleysi ofdrykkju og vont
veður þegar gestir eru lokaðir af
eins og kindur í afskekktum dal
um niðdimma nótt, með góða
skapið í farteskinu og einungis
þær vonir að skrípalingarnir hegði
sér. Vel má vera að Svarthöfði sé
oftar en ekki stimplaður inni
púki, en að eðlisfari stenst hann
ekki góðar samkomur og ekki síst
þegar blysum er hátíðlega haldið
á lofti.
Án þess að fordæma gleðskap
eins og hann leggur sig hefur
Dalurinn og tilheyrandi hátíð
einfaldlega fengið of subbulegt
orð á sig í gegnum árin. Það
þarf meira en töfrabrögð á
sviði, þemalag eða gítarglamrið
hjá Greifunum til að fela þá
staðreynd.
Það er ódýr leikur að segja
„Hugsiðumbörnin.“ Hins
vegar á Svarthöfði afkvæmi og
þykir óþægilegt að hugsa til þess
hvernig tvíburunum Lilju og Loga
liði á saklausu skralli ef kæmi
brestur í Máttinn og eitthvað
færi úrskeiðis. Bæði tvö eru hress
ungmenni, ævintýra og nýjunga
gjörn, en allir vita að í Dalnum er
auðvelt að falla fyrir freistingum
og gefa undan myrku öflunum. Ef
alvarleikinn knýr dyra er ekkert
hægt að flýja nema út í sjó eða inn
í tjald sem vonandi einkennist
ekki af góli lostans. Þau heppnu
sem gista í íbúðum heimafólksins
mega éta það sem úti frýs.
En að frátöldu svínaríinu,
skepnukennda sjomlasönglinu
og hefðum sem eru jafn úreltar
og þær eru gildislausar, má ekki
gleyma þessum óhuggulega anda
sem minnir á sértrúarflokk úr
hryllingssögum, þar sem hvert
hvíta tjaldið hjá heimafólkinu
raðast upp og gerir stemningunni
engan greiða. Með þessu er hrein
lega fagnað þeim ólukkulega
misskilningi að hver sem er ráfi
inn með orðunum: „Skrambinn,
ég hélt að þetta væri mitt tjald!“
Árshátíðirnar á Helstirninu
eru dannaðri en þetta.
n Vopnuð líkamsárás, mótþrói við handtöku og fjársvik
MYNDIR: WC TV / FLORIDA D.O.C.