Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Page 6
6 02. águst 2019FRÉTTIR
KVADDUR MEÐ SORG Í HJARTA
Guðmundur Ragnar Einarsson
gre@dv.is
n Sigurður Magnason læknir er látinn
n Ötull baráttumaður fyrir aukinni vitundarvakningu um vanda ungra fíkla
S
igurður Magnason læknir
lést sunnudaginn 21. júlí
síðastliðinn, fimmtíu ára að
aldri. Sigurður átti ættir að
rekja norður í land. Eftir útskrift
úr Menntaskólanum á Akureyri
stundaði hann nám í læknisfræði
við Háskóla Íslands og útskrifaðist
þaðan árið 2004. Stuttu eftir út
skrift hélt hann til Noregs í sér
nám í barnalækningum og starfaði
sem læknir við Barneklinikken í
Bergen fram á mitt ár 2012, þegar
hann sneri aftur heim til Íslands.
Eftir heimkomuna starfaði hann
sem læknir við heilsugæsluna
í Hamraborg í Kópavogi og við
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Hann vann síðan á Heilsugæslu
stöðinni í Hlíðunum í Reykjavík
þar til hann lést.
Samráðsvettvangur foreldra
Sigurður barðist ötullega fyrir
aukinni vitundarvakningu um
vanda ungra fíkla og var einn af
stofnendum samstarfshópsins
Allsgáð æska – vímuefnaforvarn
ir og valdefling foreldra. Hans
hugðarefni var að búa til sam
ráðsvettvang til að valdefla for
eldra barna með vímuefnavanda.
Í þessum samstarfshópi voru full
trúar frá Vímulausri æsku, IOGT á
Íslandi, Foreldrahúsi og Olnboga
börnum. Markmiðið var að búa
til vettvang þar sem foreldrar gátu
miðlað reynslu sinni, í þeirri von
að þeirra saga gæti hjálpað öðrum.
Sigurður skipulagði nokk
ur málþing þessu tengdu, sem
DV sýndi beint frá. Það fyrsta
var haldið 1. september í fyrra í
Veröld, húsi Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur. Tilgangur mál
þinganna var að miðla upplýsing
um og draga fram í dagsljósið þá
sem hefðu eitthvað fram að færa
sem væri valdeflandi fyrir foreldra.
Málþingin voru opin öllum, þau
voru vel sótt og hjálpuðu mörgum.
Vakti athygli
hvert sem hann fór
DV átti í miklu og góðu samstarfi
við Sigurð í tengslum við þetta
verk efni og sá undirritaður um að
hjálpa honum við undirbúninginn
sem stóð yfir í mörg ár. Sigurður
brann fyrir þetta verkefni. Hann
lagði sig allan í að hjálpa öðrum og
vakti athygli hvert sem hann fór,
svo mikill var krafturinn og ástríð
an. Sigurður var einnig gagnrýn
inn á íslenska velferðarkerfið og
það úrræðaleysi sem blasir við for
eldrum barna með fíknivanda.
Sigurður skilur eftir sig tvær
dætur. Útför Sigurðar verður gerð
frá Hjallakirkju í Kópavogi þann
8. ágúst næstkomandi klukkan
13. DV vottar dætrum, fjölskyldu
og vinum Sigurðar innilegar sam
úðarkveðjur. Við minnumst Sig
urðar sem einstaks manns og
samstarfsfélaga.
Hlustaði af athygli
Frú Vigdís Finnbogadóttir á einu af
málþinginu sem Sigurður stóð fyrir.
Ljósmynd: DV/Hanna
Bára Tómasdóttir, Óskar Vídalín
Kristjánsson, Andrea Ýr Arnars
dóttir og Aníta Rún Óskarsdóttir
eru forsvarsmenn Minningarsjóðs
Einars Darra og forsprakkar
átaksins Ég á bara eitt líf. Þau
minnast Sigurðar með hlýju og
kveðja hann með sorg í hjarta.
„Sigurður Magnason, þessi
dásamlegi maður, var einn af
þeim fyrstu sem studdu og hvöttu
okkur í Minningarsjóði Einars
Darra áfram í þjóðarátakinu Ég á
bara eitt líf. Hann var okkur
ómetanlegur hlekkur og aðstoð í
öllu okkar starfi, við gátum alltaf
treyst á hann ef okkur vantaði
trygga hjálparhönd, faglega
ráðgjöf eða vináttusamtal og
verðum við honum ávallt virkilega
þakklát. Hans verður sárt saknað
og kveðjum við hann með virki
lega sorg í hjarta,“ segja þau og
votta fjölskyldu Sigurðar samúð
sína.
„Minning um eins góð
hjartaðan, greindan og yndislegan
mann mun lifa í hjörtum okkar
um ókomna tíð. Hugur okkar er
hjá dætrum hans og fjölskyldu,
innilegar samúðarkveðjur, ást og
kærleikur til þeirra. Þúsund
þakkir fyrir allt, elsku Sigurður, og
sérstakar þakkir fyrir allt þitt
frábæra starf í þágu lýðheilsu
Íslendinga. Hvíldu í friði elsku
vinur.“
Ómetanlegur hlekkur
Minnast Sigurðar með hlýju Hópurinn á bak við
minningarsjóð Einars Darra og Ég á bara eitt líf á
málþingi í Veröld. Ljósmynd: DV/Hanna
Borgar Magnason, bróðir Sigurðar, gaf DV góðfúslega leyfi til að birta
minningarorð sem hann deildi á Facebook um bróður sinn.
„Undanfarnar vikur höfum við bræðurnir verið í sumarfríi og mikið
saman með dætur okkar. Mikið óskaplega sem ég er þakklátur fyrir
það nú. Betri stóra bróður hefði ég ekki getað hugsað mér. Ég er svo
óendanlega stoltur af þér elsku bróðir minn og þakklátur fyrir þig. Svo
fagur og hjartahlýr. Guð gefi þér nú ró bróðir minn en hinum líkn sem
lifa.“
Fagur og hjartahlýr
Syrgir bróður sinn Borgar Magnason.