Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Qupperneq 8
8 02. águst 2019FRÉTTIR
n Íslandsferð Loru breyttist í martröð n Sambandið þoldi ekki álagið
Í
sland var síðasti staðurinn í
heiminum þar sem ég hefði
búist við því að glata öllum
mínum verðmætum,“ seg
ir hin kanadíska Lora Pope sem
heimsótti Ísland ásamt kærasta
og vinum í júní síðastliðnum. Þau
urðu fyrir miklu áfalli í ferðinni
þegar brotist var inn í íbúð sem
þau höfðu leigt á vegum Airnb og
verðmætum eigum stolið. Lora
segir „fallega ferð hafa breyst í
martröð.“ Þá gengur hún svo langt
að segja að atburðirnir á Íslandi
hafi eyðilagt samband hennar við
kærastann og vinina.
Lora hefur undanfarin misseri
haldið úti vinsælli bloggsíðu þar
sem hún segir frá ferðalögum
sínum um heiminn. Hún segist
hafa ferðast til fjölmargra landa
þar sem glæpatíðni er há, eins og
Hondúras, Indlands og Brasilíu. Á
ferðalögunum hefur hún að eigin
sögn alltaf verið með dýran ljós
myndunarbúnað meðferðis, og
aldrei verið rænd.
Hún segist því aldrei hafa átt
von á því að það gæti gerst á Ís
landi, sem ávallt vermir efsta
sætið yfir öruggustu lönd í heimi:
„Þangað til að kvöldi þrítugasta af
mælisdagsins míns, þann 21. júní.
Þá varð mín versta martröð að
veruleika.“
Lora, þáverandi kærasti hennar
og tveir af hennar bestu vinum
ákváðu fyrr á árinu að heimsækja
Ísland. Tilgangurinn var að fagna
afmæli Loru og kíkja á tónlistar
hátíðina Secret Solstice. Lora og
vinir hennar vinna öll sem ljós
myndarar. Hún segir fyrstu daga
ferðarinnar hafa verið frábæra;
hópurinn skoðaði sig um og áttu
þau góðar stundir saman, en þau
gistu í íbúð í Reykjavík sem þau
fundu í gegnum Airbnb. Lora seg
ir hverfið hafa litið út fyrir að vera
öruggt, aðaldyrnar á húsinu hafi
verið læstar og sömuleiðis dyrnar
að íbúðinni þar sem þau gistu.
„Það hvarflaði ekki einu
sinni að mér að einhver myndi
brjótast inn á meðan við værum
í burtu,“ segir hún, en að kvöldi
afmælisdags hennar fór hópurinn
á tónlistarhátíðina Secret Solstice
í Laugardalnum í rúmlega 15
mínútna göngufjarlægð frá íbúð
inni. Eftir vel heppnað kvöld sneri
hópurinn heim.
Lora lýsir því sem fyrir augu
bar þegar hópurinn kom til baka
í íbúðina seinna um nóttina.
Óprúttinn aðili eða aðilar höfðu
þá farið inn í íbúðina, rifið farang
ur upp úr töskum og hent á víð og
dreif í leit að verðmætum.
Lora segir upplifunina vera í
móðu.
„Það var mikið grátið og mikið
öskrað. Við hringdum á lög
regluna sem kom strax,“ segir hún
en hópurinn þurfti að gera lista yfir
þá muni sem stolið hafði verið. Því
miður voru þeir nokkuð margir.
Þjófarnir höfðu meðal annars á
brott með sér fartölvu Loru, Sony
myndavél og alls kyns aukabúnað
og Gopromyndavél.
Vinir Loru voru einnig með mik
ið af dýrum ljósmyndunarbúnaði
meðferðis og var honum öllum
stolið; myndavélum, aukahlutum
og fartölvum. Þá stálu þjófarnir
lyklum að bílaleigubíl hópsins –
og bílnum sömuleiðis.
Fann tölvuna í gegnum iCloud
Lora segist hafa verið stjörf fyrst
um sinn og það hafi ekki verið
fyrr en daginn eftir að hún áttaði
sig á hvað hefði gerst. Hún segist
hafa verið vongóð í fyrstu um að
lögreglunni tækist að finna þýfið.
Sjálfri tókst henni að hafa uppi
á staðsetningunni á Macbook
tölvunni sinni í gegnum iCloud.
Segist hún hafa látið lögregluna fá
heimilisfangið en henni verið tjáð
að það væri lítið hægt að styðjast
við það. Bílaleigubílinn fannst úti í
vegarkanti og höfðu rúðurnar ver
ið brotnar. Ekkert af þýfinu fannst
í bílnum.
Lora segir að sem betur fer hafi
bílaleigan ekki látið þau sitja uppi
með tjónið á bílnum, og fengu þau
nýjan bílaleigubíl afhentan þegar í
stað. Það hafi verið mikill léttir.
„Við reyndum síðan að gera
eins gott og við gátum úr því sem
eftir var af ferðinni, en ég væri að
ljúga ef ég segði að það hefði tek
ist. Það voru örfá góð augnablik,
en það voru líka mörg slæm. Þetta
var gífurlega streituvaldandi allt
saman.
Ég hata að þeir sem frömdu
þennan sjálfselska verknað hafi
náð að eyðileggja það sem hefði
getað orðið stórkostlegt ferð.“
Eyðilögð þegar heim var komið
En sögunni lýkur ekki hér. Lora
segir að þessi atburður hafi haft
víðtækar afleiðingar.
„Það versta við þetta allt saman,
er að þetta hefur ennþá áhrif á líf
mitt. Ég er ekki bara búin að missa
allar mínar, eigur sem ég nota fyr
ir vinnuna.“
Lora segir að kærastinn hafi
hætt með henni eftir þetta; sam
bandið þoldi ekki álagið og
streituna sem fylgdi þessu áfalli.
Ofan á allt hefur áfallið einnig
höggvið stórt skarð í vináttu
hennar og hinna ferðafélaganna.
Lora segir að í augnablikinu talist
þau ekki við.
„Núna er ég búin að missa frá
mér mikilvægt bakland og mér
finnst eins og ég sé hreinlega að
drukkna. Ég fer oftast grátandi
í gegnum daginn,“ segir hún
enn fremur og bætir við að það
eina sem huggi hana í þessum
aðstæðum sé að hugsa til þess að
hún hafi áður gengið í gegnum
erfitt tímabil, þar sem hún missti
föður sinn úr krabbameini og tókst
á við erfið sambandsslit.
„Ég lifði það af. Og ég get lifað
þetta af,“ segir Lora en hún kveðst
ekki vera að sækjast eftir vorkunn
vegna aðstæðna sinna.
„Ég gæti eflaust skrifað blogg
færsluna „10 hlutir til að gera
á Íslandi“ en það er ekki efst í
huga mér akkúrat núna. Ég er
svekkt yfir að hafa tapað eigum
mínum vegna þess að það hamlar
mér í vinnunni. En ég er marg
falt svekktari yfir því að þessi
hræðilegi atburður átti sér stað og
það var ekkert sem við gátum gert
til að afstýra því. Og nú er það búið
að hafa áhrif á samband mitt við
fólkið í kringum mig. Mér finnst ég
vera alein í heiminum. Ég veit ekki
hvað ég á að gera við sjálfa mig. Ég
get ekki hætt að gráta.“
Lora brýnir fyrir fólki að tryggja
sig á ferðalögum, og læra af hennar
mistökum. Hún er sjálf ekki með
ferðatryggingu. Hún er með heil
brigðistryggingu á vegum vinnu
veitanda og VISA, en tryggingin
nær ekki yfir persónulegar eigur.
Hún segist yfirleitt alltaf hafa
tryggt sig á ferðalögum erlendis,
en freistast þess að sleppa því fyrir
Íslandsferðina, þar sem hún taldi
fullvíst að Ísland væri öruggt land.
„En þetta sýnir bara að glæpir
geta átt sér stað hvar sem er.“ n
ÉG GET EKKI HÆTT AÐ GRÁTA
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is