Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Side 11
FRÉTTIR 112. ágúst 2019
Engin skimun er 100 prósent næm
„Ef skoðað er fræðsluefni á heimasíðu
KÍ þá kemur ávallt skýrt fram að reglu-
bundin skimun fækki tilfellum um 90
prósent. Það er gríðarlega góður árang-
ur, mun betri en með nokkurri annarri
krabbameinsskimun – en samt næst
ekki 100 prósent árangur,“ segir Ágúst
Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabba-
meinsfélagi Íslands, í samtali við DV.
Hvað veldur því að leghálskrabbamein
greinist ekki hjá konum þrátt fyrir reglu-
bundið eftirlit?
„Ástæðurnar fyrir því geta verið mis-
jafnar. Það getur falist í gæðum sýnanna
sem tekin eru. Sýnin geta verið hreinlega
léleg að gæðum, hvort sem um er að ræða
tæknileg atriði í vinnslu sýnanna eða
atriði sem snúa að sýnatökunni sjálfri,
það er að segja þeim sem tekur sýnið.
Aðrar skýringar geta verið að æxlið
vaxi innan í leghálsinum eða það of-
arlega að áhaldið sem notað er komist
hreinlega ekki í snertingu við hinar ill-
kynja eða breyttu frumur.
Að lokum er ekki hægt að útiloka
möguleikann á að þeim sem skoðar sýn-
ið í smásjá geti yfirsést að um frumu-
breytingar er að ræða. Þetta síðastnefnda
er auðvitað alvarlegt og þess vegna koma
rannsóknastofur upp hjá sér verkferlum
til þess að tryggja að slíkt gerist ekki.
Algengt er til dæmis að „skimarar“,
þeir sem skoða sýnin í smásjá, skoði
ákveðið hlutfall sýna hjá hver öðr-
um og þá eru sýnin valin af handa-
hófi. Á rannsóknastofu KÍ er unnið eft-
ir slíkri gæðastjórnun en einnig höfum
við komið okkur upp hálfsjálfvirkum úr-
lestri sem þýðir að tölva les úr öllum sýn-
um auk skimaranna sjálfra. Þetta tryggir
enn frekar að við missum síður af frumu-
breytingum.
Hversu algengt er að leghálskrabba-
mein greinist þrátt fyrir að engar frumu-
breytingar hafi fundist?
„Til eru rannsóknir sem sýna að
krabbamein sé til staðar í 50 til 60 sýn-
um af 100.000 sem metin hafa verið eðli-
leg. Á Íslandi myndi þetta þýða átta til-
felli á ári en það er mjög langur vegur
frá því – hér greinist eitt tilfelli á um það
bil þriggja ára fresti þar sem skimunin
hafði verið eðlileg. Ég leyfi mér því að
fullyrða að hér sé staðið að skimuninni
eins og best gerist með þeirri undantekn-
ingu að við vildum gjarnan að þátttak-
an í skimuninni væri betri. En einnig hér
er ánægjulegt að geta sagt frá því að það
hafa komið 16 prósent fleiri konur í skim-
un á þessu ári samanborið við sama tíma
í fyrra. Slíka aukningu höfum við ekki séð
mjög lengi. Það er mikilvægt þó að túlka
það ekki sem svo að þátttaka í skimun
hafi aukist um 16 prósent, hér er aðeins
átt við aukningu í fjölda tekinna sýna, en
það þýðir einhvers staðar á bilinu 5–10
prósent aukning í heildarþátttöku. Það er
engu að síður mjög góður árangur.“ n
Einn morguninn vaknaði Heiða og
hafði þá misst svo mikið blóð að
hún féll í yfirlið. Í kjölfarið var hún
flutt á bráðadeild. Hún reyndist
vera með leghálskrabbamein á
öðru stigi.
„Heiða fór í rannsóknir og kom
í ljós 23. febrúar 2010 að hún væri
með leghálskrabbamein, í henni
fannst sex sentimetra stórt æxli.
Heiða fór í kjölfarið í nokkurra
mánaða lyfja- og geisla meðferðir,“
sagði Einar í viðtalinu. Um tíma
var talið að Heiða hefði sigrast á
meininu en í september 2011 kom
í ljós að krabbameinið hafði dreift
sér víðar um líkamann. Heiðu var
sagt að hún ætti aðeins eitt ár eftir
ólifað. Hún lést þann 12. septem-
ber 2012.
Í viðtalinu kom fram að Heiða
Dís vildi vekja athygli stúlkna
og kvenna á nauðsyn þess að
fara reglulega í leghálskrabba-
meinsleit.
„Hún ætlaði að reyna að vera
fyrirmynd annarra og benda stúlk-
um og konum á nauðsyn þess að
fara í skoðun,“ sagði Einar og bætti
við á öðrum stað: „Þeim finnst
það kannski ekki vera spennandi,
en þær ættu að sjá myndband af
Heiðu þar sem hún orgar af sárs-
auka. Það er svo augljóst hvað þær
þurfa að gera. Ég held að þær átti
sig ekki á þessu. Þetta voru þvílík-
ar erfiðar stundir oft og tíðum. Það
þarf að ræða um þessi mál miklu
meira í þjóðfélaginu.“
Mæting hefur minnkað
Leghálskrabbamein er á heims-
vísu annað algengasta krabba-
mein hjá konum.
Með reglulegri mætingu í leg-
hálskrabbameinsleit er hægt að
greina frumubreytingar og fyr-
irbyggja þróun forstigsbreytinga
í leghálskrabbamein. Ef sjúk-
dómurinn er langt genginn þarf
oftast að fjarlægja legið. Þá er
meiri hætta á að hann hafi dreift
sér til nálægra líffæra og eitla. Eru
þá minni líkur á lækningu, en ef
hann greinist á forstigi
Hættan á myndun leg-
hálskrabbameins virðist hafa auk-
ist á ný síðustu áratugum í hin-
um vestræna heimi, einkum
hjá ungum konum. Þessi þróun
virðist tengjast breyttum lífshátt-
um þeirra. Rætt hefur verið um að
bólusetning ungra stúlkna gegn
leghálskrabbameini, geti hugsan-
lega skapað falska öryggiskennd
sem getur leitt til þess að mæting
versni enn meir.
Á árunum 2012–2016 greindust
að meðaltali 16 tilfelli af leg-
hálskrabbameini hér á landi og
að meðaltali dóu þrjár konur á ári
á þessu tímabili. Um 45 prósent
kvenna með leghálskrabbamein
eru undir 35 ára aldri.
Á undanförnum árum hefur
heldur dregið úr þátttöku kvenna
hér á landi í skimun fyrir krabba-
meinum og er hún minni en á
hinum Norðurlöndunum.
Heiða Dís. Skjáskot af vef Youtube
Úr heimildamyndinni Ég gafst aldrei upp.
Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir hjá Krabba-
meinsfélagi Íslands.
Ljósmynd/Skjáskot af vef Vísis.