Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Síða 17
2. ágúst 2019 17BLEIKT
Byrjaði í neyslu
Alexandra flutti frá Akranesi í Ár-
bæinn. Fljótlega fór hún að byrja
að stela og fikta við fíkniefni. „Ég
mætti aldrei í skólann, vaknaði
bara snemma á morgnana svo
mamma myndi halda að ég væri á
leið í skólann, en ég fór alltaf nið-
ur á Hlemm eða upp í Kringlu að
hitta þar krakka sem mættu heldur
ekki í skólann. Mamma vissi það
ekki fyrr en skólastjórinn hringdi
tveimur mánuðum seinna og lét
hana vita að ég hefði ekkert mætt
í skólann,“ segir Alexandra.
Alexandra var þá send á
Hraunberg, vistheimili fyrir börn.
Hún byrjaði að borða meira og
brjótast inn. Næst var hún send
til Neskaupstaðar í fóstur í tíu
mánuði og sá tími var mjög erfiður
tími fyrir hana.
„Ég var farin að stela mat úti um
allt á heimilinu þannig það voru
settir lásar á ísskápinn, alla skápa
sem eitthvað matarkyns var inni í
og öllum herbergjum læst,“ segir
Alexandra.
Á þessum tíma lærði Alexandra
hverjir hennar raunverulegu vin-
ir væru og hjálpaði það henni að
verða edrú.
Fór þrisvar inn á BUGL
Alexandra var lögð þrisvar sinn-
um inn á BUGL (barna- og ung-
lingageðdeild) vegna andlegrar
vanlíðunar.
„Ég skaðaði sjálfa mig margoft
með alls konar tækjum og tólum
vegna þess að mér leið illa vegna
útlits míns og ég skammaðist mín
svo rosalega. Ég þorði ekki að
gera neitt nýtt því þyngdin stopp-
aði mig í einu og öllu,“ segir Alex-
andra.
Fann föður sinn
Mikilvæg tímamót áttu sér stað í
lífi Alexöndru rétt fyrir jólin 2010.
„Ég fann loksins pabba minn
eftir ævilanga leit. Mér fannst ég
hafa fundið púsl sem vantaði í
púsluspilið. Pabbi minn býr í Sví-
þjóð og ég fór þangað að hitta
hann sumarið 2011,“ segir Alex-
andra. Faðir hennar er frá Kósóvó.
„Við fórum í langt ferðalag og
ég sá margt út í Kósóvó. Einnig
ferðuðumst við mikið um Albaníu,
sem mér þótti æðislegt. En í dag er
ég í litlu sambandi við pabba og
hans fjölskyldu, þótt ég viti varla
ástæðuna.“
Erfið meðganga
Árið 2013 fór Alexandra út sem au-
-pair til Manchester. Hún var þar í
rúman mánuð og varð ólétt. Þegar
hún kom aftur heim áttaði hún
sig á því að hún væri með rosalegt
meðgönguþunglyndi, sem hún
segir hafa komið vegna lífsreynslu
hennar og áfalla.
„Ég fór í alls konar meðferðir og
læknisheimsóknir sem gerðu lítið
sem ekkert fyrir mig,“ segir Alex-
andra.
„Þegar ég fékk síðan barnið í
hendurnar kom upp hugsun, sem
ég sé mikið eftir í dag, en ég hugs-
aði: „hver ætlar að taka þetta barn
með sér heim, ég vil það ekki.“ En
fyrsta spurningin sem ég spurði
var hvaða kyn barnið væri. Það
var engin leið að sjá það þar sem
það fæddist með litningagalla
sem greindist ekki fyrr en fimm
dögum seinna, eftir margar rann-
sóknir og DNA-próf. Hann fæddist
með XO-litning þannig það var
ekki staðfest 100 prósent af hvoru
kyni hann var fyrr en hann varð
18 mánaða,“ segir Alexandra.
Mikið fæðingarþunglyndi
Á þessum tíma borðaði Alexandra
meira en áður. „Mér leið ógeðslega.
Fæðingarþunglyndið var svaka-
legt og ég endaði nokkrum sinn-
um inni á geðdeild vegna sjálfs-
vígstilrauna. Á geðdeild var ég
greind með BPD, áfallastreiturösk-
un, þunglyndi (level max), kvíða-
röskun og fékk einhverjar fleiri
greiningar sem ég nenni ekki að
telja upp,“ segir Alexandra.
„Ég átti að fá áfallahjálp og tíma
hjá geðlækni eftir að ég átti strák-
inn minn, en ég fékk það aldrei.
Ég reyndi að ná sambandi við
áfallateymið á Landspítalanum,
geðlækni á geðdeild Landspít-
alans og allt það batterí, í eitt og
hálft ár en fékk aldrei nein svör
svo ég gafst upp. Eftir að allt gekk
sem verst þá sótti ég um aðstoð
hjá barnavernd á Akranesi. Ég fékk
stuðningsfjölskyldu í Reykjavík
sem var algjört æði. Nema það var
bara of mikið vesen að ferðast með
hann á milli því ég var og er ekki
með bílpróf. Þannig að ég þurfti að
ganga allt, koma honum í strætó til
og frá Reykjavík, og eins og flest-
ir þekkja þá fylgir litlum börnum
mikill farangur. Ég var náttúrlega
svo rosalega þung og átti mjög
erfitt með hreyfingu. Á endanum
gafst ég upp á að fara með hann til
Reykjavíkur.“
Alexandra fékk stuðningsfjöl-
skyldu á Akranesi, sínu bæjarfé-
lagi. „Sú fjölskylda hefur gert allt
sem hún getur til að hjálpa mér,“
segir hún.
Afsalaði sér forræðinu
Árið 2016 eignast Alexandra ann-
an strák. „Ég hafði hvorki andlega
né líkamlega heilsu til að sjá um
þá heima. Barnavernd bauð mér
tímabundið fóstur og stuðnings-
fjölskyldan vildi taka þá báða að
sér, sem mér þótti og þykir enn svo
vænt um,“ segir Alexandra.
„Barnavernd lofaði að hjálpa
mér í andlegum veikindum mín-
um. En ég fékk aldrei hjálpina. Það
var ekki fyrr en ég afsalaði mér for-
ræðinu yfir drengjunum til átján
ára aldurs, sem barnavernd varð
loks reiðubúin til að hjálpa mér.“
Drengirnir fóru ekki á nýtt
heimili heldur fékk stuðnings-
fjölskyldan fullt forræði yfir
drengjunum.
„Ég hefði ekki getað ekki fund-
ið betra heimili fyrir þá. Þau hafa
gert allt til að láta bæði mér og
strákunum mínum líða betur,“
segir Alexandra.
Faðir eldri drengs Alexöndru
er frá Pakistan. „Hann hefur
hvorki áhuga né löngun til að hafa
samband. Ég veit ekkert hvar hann
er staddur í heiminum og hann
hefur aldrei tekið þátt í lífi drengs-
ins,“ segir Alexandra. Hún seg-
ir föður yngri drengs hennar vera
í myndinni en hann „mætti sýna
meiri lit.“
„Ég margoft
skaðaði sjálfa
mig með alls konar
tækjum og tólum
PINNAMATUR
V e i s l u r e r u o k k a r l i s t !
Bjóðum uppá fjölda tegunda
PINNAMATS OG TAPASRÉTTA
Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is
Afgreitt á einnota fötum, tilbúið fyrir veisluna
HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810
Alexandra Arndísardóttir Sadiku og
yngri sonur hennar. Mynd: Úr einkasafni
Alexandra og eldri sonur hennar.
Alexandra Arndísardóttir Sadiku. Mynd: Eyþór/DV