Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Side 20
20 02. águst 2019FRÉTTIR VÖRUR Í BOÐI TIL MERKINGA STUTTERMABOLIR POLOBOLIR HETTUPEYSUR PEYSUR HÚFUR HANSKAR BARNAPEYSUR BARNABOLIR Malarhöfða 2 5813330 EIGUM ALLAR TEGUNDIR OG LITI AF FYRIRTÆKJAFATNAÐI SAUMASTOFA.ISLANDS@GMAIL.COM R úmlega ein af hverjum sjö útivinnandi mæðrum hefur upplifað kulnun í starfi. Mæður sem eru í 75–100 prósent starfi utan heimilis segjast sjaldnar komast yfir allt sem þarf að gera á heimilinu eftir vinnu. Álag á útivinnandi mæðrum er mikið en óljóst er hvort það er til- komið vegna heimilis eða vinnu. Starfshlutfall virðist hafa mikið að segja um ánægju mæðra og hvernig gengur að komast yfir aðra hluti tengda heimili og barnaupp- eldi eftir vinnu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum lokav erkefnis Stefaníu Rutar Hansdóttur og Rósu Drafnar Pálsdóttur til BA-gráðu í sálfræði við við Háskólann á Akur- eyri. Markmið verkefnisins var að skoða hvort mæður í samfélaginu í dag upplifi starfsánægju í vinnu sinni samhliða heimilishaldi og barnauppeldi. Helmingur upplifir gott jafn- vægi Í tengslum við rannsóknina var könnun lögð fyrir 372 mæður á aldrinum 20–60 ára en allar eru þær með börn undir 18 ára á heimilinu og 86 prósent af þeim eru í sambúð. Þá eru langflestar þeirra, eða 8 af hverjum 10 í 75– 100 prósent vinnu utan heimilis. Niðurstöður rannsóknar- innar sýna að almennt eru mæð- ur ánægðar með hlutskipti sín í atvinnu. Þannig sögðu sjö af hverj- um tíu úr hópnum að þær væru ánægðar í starfi. Engu að síður var hátt hlutfall mæðranna, eða 67 prósent, sem sögðust hafa fundið fyrir uppgjöf í starfi síðastliðið ár. Flestar þeirra voru með börn á aldrinum 6 til 18 ára á heimilinu. Í niðurstöðunum kemur einnig fram að mæðrum finnist almennt séð ekki gerður munur á konum sem ekki eiga börn og mæðrum í starfi. Rúmlega sjö af hverjum tíu úr hópnum sögðust frekar oft eða alltaf fá sömu tækifæri á vinnustað og þær sem ekki eiga börn. Um 15 prósent af mæðrunum voru hins vegar ósammála þeirri full- yrðingu. Rúmlega helmingur af mæðr- unum, eða 52 prósent, sagð- ist upplifa gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þá kemur fram að jákvætt viðhorf frá samstarfs- fólki, skilningur frá yfirmanni og skilningur á fjarveru vegna veik- inda barna eru þættir sem geta haft mikil áhrif á líðan mæðra í vinnu. Komast sjaldan yfir allt Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að meirihluta mæðranna fannst þær fremur oft eða alltaf mæta skilningi í vinnu þegar þær voru frá störfum vegna veikinda barna. Um 78 prósent sögðust frem- ur oft eða alltaf mæta jákvæðu viðhorfi frá samstarfsmönnum eftir veikindi barna. Skilningur frá yfirmanni þegar sinna þarf fjölskyldu og einkamálum sýndi að í 82 prósent tilfella upplifðu mæður skilning og sást þar munur á starfsánægju en starfshlutfall og aldur barna hafði ekki áhrif. Fram kemur í niður stöðunum að jákvæð upplifun mæðra á samspili vinnu og heimilishalds og barnauppeldis skiptir miklu máli. Mælingar sýndu að 33 pró- sent sögðust fremur oft eða alltaf komast yfir allt það sem þarf að gera vegna barna og heimilis eft- ir vinnu. Hins vegar sögðust 36 prósent mæðranna fremur sjald- an eða aldrei komast yfir allt það sem þarf að gera. Mæður í 75–100 prósent starfi komust sjaldnar yfir það sem þurfti að gera varðandi heimili eftir vinnu en þær sem voru í 75 prósent starfi eða minna. Heimilshaldið situr á hakanum Í niðurstöðum segir enn fremur að eins og staðan er í samfélaginu þá séu mæður og foreldrar almennt uppteknir við amstur hversdags- ins. „Viðhorf sem mæður koma með sér heim eftir langan vinnu- dag hljóta að hafa áhrif á börnin og heimilishaldið. Það ábyrgðar- fulla hlutverk sem móðir stendur fyrir og öll ábyrgðin sem leggst á aukalega fyrir utan vinnu hlýt- ur að hafa mikil áhrif. Hvað svo sem það er sem leiðir til aukins vinnuálags á mæður, er umhugs- unarvert hversu margar þeirra komast einungis stundum yfir það sem þarf að gera á heimil- inu eftir vinnu. Heimilishald situr á hakanum á meðan fullri ein- beitingu er haldið á vinnunni. Verkefna listar heimilisins sam- tvinnast með vinnuálaginu sem leiðir til þess að mæður upplifa uppgjöf í starfi vegna skorts á tíma til að sinna heimili og því sem fylgir.“ Þá segir að mæður virðist eiga að geta verið í fullri vinnu, eldað mat á hverjum degi, haft heimilið lýtalaust, vera vel útlítandi og þess á milli að ná að mæta á alla for- eldrafundi, skólaviðburði, sinna barnauppeldi, hlusta á lestur barna sinna á meðan þær fara í búðina og gera vikuinnkaupin. „Þetta hljómar allt voðalega óraunhæft en þetta virðast vera kröfurnar til mæðra. Þetta er mik- ilvægt atriði til að skoða í því sam- félagi sem við búum við í dag.“ Þá segir að út frá þessum niður- stöðum sé hægt að álykta að álags- jafnvægi milli heimilis og vinnu stangist á. „Þótt 86 prósent svarenda séu í sambúð eða giftar er athyglis- vert að sjá hversu stórt hlutfall segist ekki komast yfir það sem þarf að gera eftir vinnu í tengsl- um við heimili og barnauppeldi. Er verkaskiptingin innan heimilis svo ójöfn að álag vegna heimilis og barnauppeldis leggist einung- is á mæður? Niðurstöður sýna að álag er á mæðrum á vinnumarkaði en spurningin er hvað það er sem veldur. Í framhaldi af þessari rann- sókn væri hægt að skoða hvaðan álagið kemur. Er það tilkomið frá skyldum heimilis og barnaupp- eldis og skólaskyldum eða er það komið frá vinnunni?“ Eins og hamstur í hjóli Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Marta Einarsdóttir, sérfræðingur á Rann- sóknarmiðstöð Háskólans á Ak- ureyri, kynntu fyrr á árinu niður- stöður rannsóknar sem sneri að streitu í daglegu lífi fjölskyldufólks á Íslandi. Í tengslum við rann- sóknina voru tekin rýnihópa viðtöl á Akureyri og á höfuðborgar- svæðinu, við hópa karla og kvenna sem voru í parasamböndum og áttu börn. Í útdrætti kemur fram að ljóst sé að góður árangur hafi náðst hér á landi þegar kemur að kynjajafn- rétti á ákveðnum sviðum samfé- lagsins, en á sama tíma koma tíðari fréttir af aukinni streitu í daglegu lífi og aukinni tíðni kulnunar í starfi og streitutengdra sjúkdóma. Rannsóknir hér á landi benda til þess að þrátt fyrir mikla atvinnu- þátttöku sé meira vinnuálag vegna barnauppeldis og heimilisstarfa á herðum kvenna en karla og ósk- ir um styttri vinnuviku sem fram hafa komið í rannsóknum benda til þess að það sé ekki án vand- kvæða að samræma fjölskyldu og atvinnu. „Mér finnst ég stundum eins og hamstur í hjóli,“ sagði einn við- mælendanna. Þá töluðu margir viðmælend- ur um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangs- röðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt. Það reyndist hins vegar mis- munandi hvernig karlar og kon- ur skilgreindu álag í daglegu lífi. Þannig var það algengara á með- al kvennanna að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi, á meðan karlarnir tengdu álag og streitu við vinnuna. Þá kemur enn fremur fram í niðurstöðunum að stytting vinnu- vikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og auka lífsgæði fjöl- skyldufólks hér á landi. n Meirihluti útivinnandi mæðra hefur upplifað kulnun í starfi Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.