Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Qupperneq 36
FÓKUS 2. ágúst 201936 Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is VELDU ÚR MEÐ SÁL www.gilbert.is Ástin kviknar um versló Nú er verslunarmannahelgin framundan en ófá samböndin hafa myndast þessa helgi, víðs vegar um landið. Sum endast kannski aðeins helgina á meðan önnur endast ævina. DV tók saman fjögur pör sem hafa innsiglað ástina þessa stærstu ferðahelgi landsins. T ónlistarmaðurinn Bergsveinn Arilíusson, betur þekktur sem Beggi í Sóldögg, bað eiginkonu sinnar, Rutar Tryggvadóttur, á eftirminnilegan hátt í brekkunni í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum árið 2014. Beggi fékk vini sína í hljómsveitinni Skítamóral til að hjálpa sér við bónorðið sem og starfsmenn þjóðhátíðar, sem fengust til að varpa bónorðinu upp á risaskjá á sviðinu. Bónorðið var svo hljóðandi: Rut, viltu giftast mér. Respect. Beggi í Sóldögg. Beggi og Rut létu síðan pússa sig saman seinna sama ár og lifir vel í ástarloganum. Bónorð í brekkunni „Er þetta nógu stórt fyrir þig?“ Þ að ætlaði allt um koll að keyra á Þjóðhátíð í Eyjum árið 2012 þegar að Haraldur Freyr Gíslason, Halli í Botnleðju eins og hann er ávallt kallaður, gerði hlé á tónleikum sveitarinnar til að biðja sinnar heittelskuðu, Sigríðar Eirar Guðmundsdóttur. „Ég ætla aðeins að misnota aðstöðu mína hérna. Þetta er náttúrulega stærsta, stærsta útihátíð á Íslandi. Þetta verður ekki mikið stærra,“ sagði Halli áður en hann bætti við: „Ég er hérna með lítið box.“ Þá vissu þjóðhátíðargestir hvað klukkan sló og fagnaðarlátunum ætl- aði vart að linna. Því næst bað Halli áhorfendur um að klappa Sigríði upp á sviðið og spurði hana jafnframt: „Er þetta nógu stórt fyrir þig?“ áður en hann bað um hönd hennar. Sigríður sagði já og gengu þau hjónin í það heilaga í fyrra. Á hrifavaldurinn Camilla Rut kynntist eiginmanni sínum, Rafni Hlíðkvist, þegar að hún var fjórtán ára en hann nítján ára. „Við byrjuðum samband okkar mjög rólega, þar sem ég var svo ung. Rabbi er fimm árum eldri en ég og bar fullkomna virðingu fyrir því að ég væri að stíga mín fyrstu skref í þessu öllu saman. Við höfum gengið í gegnum svo margt saman á þessum tíu árum, en einhvern veginn alltaf náð að halda okkar striki sem er nú aðallega honum og hans yfirvegun að þakka. Ég telst seint vera yfirveguð og róleg því eins og ég segi þá stjórnast ég af tilfinningum en hann hefur tök á mér sem enginn annar hefur,“ sagði Camilla í viðtali við Vikuna nýverið og bætti við að hjónin hefðuð trúlofað sig um verslunarmanna- helgi. „Samband okkar hefur verið ferðalag og mikill lærdómur fyrir okk- ur bæði en í gegnum allt er þessi skilyrðislausa ást sem stendur svo sterk. Við trúlofuðum okkur um verslunarmannahelgina árið 2014 en vissum ekki þá að laumufarþegi var um borð. Sléttri viku eftir að við trúlofuðum okkur komumst við að því að ég væri ólétt að litla stráknum okkar – og þvílík hamingja.“ Trúlofun og laumufarþegi P lötusnúðurinn Kristján Þór Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, og leikskólakennarinn Eyja Bryn- geirsdóttir létu pússa sig saman á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum árið 2017, sem var einkar viðeigandi þar sem þau kynntust á þjóðhátíð árið 2013. Eyja sagði frá þessu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra. „Við kynnt umst á þjóðhátíð Vest manna eyja 2013, nán ar til tekið á föstu dags kvöld inu, þegar honum (eins og hann seg ir sjálf ur frá) var boðið af frænda sín um í minnsta hvíta tjaldið í dalnum, sem var tjaldið mitt. Þar sat ég og varð strax skot in í hon um enda fal leg ur með eindæm um og mjög skemmti leg ur.“ Allt gerðist þetta í Eyjum Bónorðið Það náðist á myndband, sem betur fer. Mynd: Skjáskot af YouTube Gleðidagur Hér sjást Beggi og Rut ganga út úr kirkjunni. Mynd: Úr safni Rómantískur Halli í Botnleðju greip gullið tækifæri. Nettur Kiddi nokkur Bigfoot. Mynd: Úr safni Sönn ást Camilla og Rafn hafa gengið í gegnum ýmislegt. Mynd: Úr safni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.