Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 31
FÓKUS - VIÐTAL 315. apríl 2019 missti mína tunnu yfir vegginn en hún lenti ofan á Wilson.“ Wilson náði að sjá tunnuna í tæka tíð og slasaðist aðeins minni­ háttar á hönd og í baki. „Hann var hálf vankaður þarna í svolitla stund. Ef þetta hefði ver­ ið einhver annar en þetta tröll þá hefði þetta getað farið verr.“ Hvernig brugðust þið við þess- um óheiðarleika Kazmaier? „Það var ekki sýnt í út­ sendingunni, en það fauk vel í mig. Fólk kom úr öllum áttum og þurfti að ganga á milli okkar. Ég gaf karlinum gott olnbogaskot á kjálkann,“ segir Magnús og skelli­ hlær. O.D. Wilson, sem lést árið 1991, var mikið naut að burðum. Magnús segist aldrei hafa litist á Wilson þegar hann var reiður og beitti því ákveðinni aðferð gegn honum. „Ég sagði honum oft brandara fyrir greinar til að létta lundina hjá honum. Þar með varð hann við­ ráðanlegri.“ Vildi ekki apa eftir Jóni Páli Talið berst aftur að Jóni Páli enda hann og Magnús Ver oft nefndir í sömu andrá. Jón og Magnús voru harðir keppinautar en að sama skapi góðir vinir og Magnús segist eiga honum margt að þakka. Þið unnuð báðir fjóra titla, hvor ykkar var sterkari? „Allir eru menn síns tíma,“ segir Magnús og hikar svolitla stund uns hann glottir og segir: „En ég bætti öll metin hans.“ Jón Páll lést aðeins 32 ára gam­ all í æfingastöð sinni Gym 80 árið 1993. Var hann mikill harmdauði fyrir bæði aflraunaheiminn og þjóðina alla. „Þetta var heilmikið áfall,“ seg­ ir Magnús með þunga. „Ég var akkúrat að koma á æfingu þegar þetta var að gerast. Hann var nýdottinn niður og það var verið að hnoða og blása í hann. Ég rétt sá þetta og fór þá strax fram aftur. Þetta var ekki eitthvað sem maður vildi horfa á. Síðan kom sjúkrabíll­ inn og sótti hann og ég fór heim. Það var engin æfing þann daginn. Og ekki þann næsta heldur. Það var ákaflega mikill missir að þess­ um manni. Ég fæ stundum þessa undarlegu tilfinningu, mig dreym­ ir að hann sé á lífi. Enn þá er mað­ ur ekki búinn að meðtaka það að fullu að karlinn hafi farið.“ Eins og flestir vita var Jón Páll afar líflegur persónuleiki og nokkurs konar holdgervingur níunda áratugarins. „Ég hef fengið spurningar um það af hverju ég væri ekki eins; kallandi „I am the viking“ og allt þetta. En það hefði verið kjánalegt ef ég hefði farið að apa eftir hon­ um. Þetta var Jón. Ég vildi vera minn karakter.“ Hvernig tókst þú á við frægð- ina? „Ágætlega. Þetta gat stundum verið skrýtið en ég passaði upp á að sinna aðdáendum. Þegar verið var að skrifa eiginhandar áritanir stóð ég alltaf lengst. Auðvitað gat þetta verið ónæði, til dæm­ is í skemmtanalífinu þegar menn voru endalaust að biðja mig að taka sjómann við sig. Ég sagði þá: Nei, þú ert svo hrikalegur að ég þori ekki í þig.“ Kom aflraunum fatlaðra á fót Magnús hefur verið viðloðandi kraftasport alla tíð síðan. Eftir keppnina 1996 hélt hann áfram að keppa en lét Sterkasta mann heims eiga sig. Síðast vann Magnús tit­ ilinn Sterkasti maður Íslands árið 2004, þá 41 árs gamall. Í dag ferðast hann mikið um heiminn, heldur fyrirlestra, dæmir mót, ráðleggur og skipuleggur. Hann er í forsvari fyrir Félag kraftamanna sem reka æfingaaðstöðuna Jakaból. Einnig aðstoðar hann Andrés Magnús­ son við uppsetningu á keppn­ isbrautum fyrir Skólahreysti. Það sem Magnús er hvað stoltastur af er keppnin Sterkasti fatlaði mað­ ur heims. Arnar Már Jónsson kom keppninni á legg fyrir um sautján árum og Magnús kom að verkefn­ inu sem hefur dafnað með hverju árinu. „Við vorum einir í heiminum í mörg ár. En síðan fór þetta út fyrir landsteinana og er nú orðið að al­ heimsíþrótt, aflraunir fatlaðra. Hvert landið bætist við af öðru og þýskt fyrirtæki að nafni ATX hefur stutt verkefnið dyggilega. Næsta aðalkeppni verður haldin í júní í Kanada.“ Af hverju byrjuðuð þið á þessu? „Þetta er hluti af því að gefa til baka. Það eru fáir jafn þakklátir og fatlaðir og það er ákaflega gef­ andi að starfa við þetta. Fram að þessu var ekkert í boði fyrir fatlaða kraftamenn annað en að lyfta. Við sýndum fram á að þeir geta gert mun fjölbreyttari hluti í krafta­ sporti. Bera kúlusteina og hvað eina. Sumt höfum við rekið okkur á að virkar ekki, til dæmis að draga bíla á eftir sér í hjólastólum. En þeir geta vel dregið þá að sér.“ Ekki venjuleg líkamsræktarstöð Eftir að Félag kraftamanna endur­ reisti nafnið Jakaból hefur æfinga­ stöðin verið á nokkrum stöðum. Fyrst í Þverholti í gömlu Sólar­ verksmiðjunni til ársins 2012. Þá uppi í Arnarbakka, í kjallara þar sem áður var verslunin Breiðholtskjör. Í byrjun árs flutti Jakaból að Smiðjuvegi. „Við viljum vera út af fyrir okkur og aðrir vilja síður vera innan um okkur,“ segir Magnús og hlær. „Það eru oft mikil læti þegar þyngstu lóðunum er lyft. Jakaból er ekki venjuleg líkamsræktarstöð. Þetta er um áttatíu manna félagsskapur eða klúbbur þar sem hver og einn er með sinn lykil. Gestir geta litið inn á ákveðnum tíma dagsins, en það er engin afgreiðsla eða slíkt.“ Magnús segir að flutningur­ inn nú síðast hafi að hluta til verið pólitískur. Reykjavíkurborg keypti húsnæðið í Arnarbakka af leigj­ anda Félags kraftamanna. Hann samdi hins vegar við borgina um að félagið fengi að leigja aðstöð­ una eins lengi og hægt var. „Síðan höfðu þeir hjá borginni samband við mig og sögðust þurfa að hækka leiguna því þeir hefðu keypt eignina dýru verði. Hækka hana um rúm hundrað prósent. Ég sagði það ekki koma til greina og að við færum þá út. Ég fékk einnig veður af því að þeir hefðu verið fúlir af því að ég hafði sett út á Dag borgarstjóra í nokkur skipti á Facebook. Það var alveg greini­ legt að þeir vildu losna við okk­ ur fyrst ég var ekki Dags maður,“ segir Magnús og hlær dátt. „Allt í lagi með það. Ég fór og fann þetta fína húsnæði við Smiðjuveg. Á sama fermetraverði og borgin var að biðja um en á jarðhæð og með stórum gluggum.“ Símhleranir byggðar á sögusögnum Árið 2015 vann Magnús mál gegn íslenska ríkinu og hlaut miskabæt­ ur vegna ólöglegrar meingerðar af hálfu lögreglunnar. Höfðu sím­ ar hans og fjölskyldumeðlima ver­ ið hleraðir og eftirlitsbúnaður ver­ ið settur í bifreið hans. Eftir þriggja ára rannsókn var Magnús loks lát­ inn vita. „Ég vissi aldrei fyrir víst af hverju þetta kom til, en tel mig vita það. Ég var að taka að mér stráka sem höfðu lent í fangelsi og voru komnir á Vernd, en það er áfanga­ heimili fyrir fanga sem eru að ljúka afplánun. Margir þeirra voru með vafasama fortíð og tengsl inn í fíkniefnaheiminn. Þeir voru því hjá mér sex tíma á dag við að dytta að ýmsu á stöðinni. Lögreglan fór og fékk heimild til símhlerunar út frá einhverjum sögusögnum. Þeir þurftu ekki að hafa neitt annað til að fá að hlera.“ Ekki var aðeins sími Magnúsar hleraður heldur einnig sími dóttur hans, sem var skráður á hann. „Þegar þeir heyrðu ekki neitt grunsamlegt töldu þeir að ég hlyti að vera að nota samskiptaforritið Skype í símanum. En ég var með gamlan síma sem studdi ekki einu sinni það forrit. Svo fengu þeir heimild til að setja hlerunar­ og eftirlitsbúnað í bílinn minn. Svo gerðu þeir það sama við sendi­ bíl sem ég leigði til að flytja afl­ raunabúnað, því þeir voru sann­ færðir um að ég væri að fara að sækja eitthvert góss. Þeir þurftu að brjótast inn í bílana til að gera þetta. Beinar hleranir stóðu yfir í mánuð en málinu héldu þeir opnu í þrjú ár. Væntanlega voru þeir að vona að eitthvað myndi detta inn á borð til þeirra sem myndi styðja allar þessar aðgerðir og allan þann pening sem þeir voru búnir að setja í málið.“ Einn dag árið 2014 fékk Magnús síðan hringingu frá lögreglunni. „Ég var staddur í bíl þegar LEIÐANDI Í GREIÐSLULAUSNUM Greiðslulausnir tengdar helstu afgreiðslukerfum Allir posar frá Verifone taka við snertilausum greiðslum með farsímum Sjálfstandandi greiðslulausnir og handfrjálsir posar Hlíðasmára 12 201 Kópavogi verifone@verifone.is S: 544 5060 Magnús og Bill Kazmaier Háðu miklar rimmur á sínum tíma. Magnús árið 1995 Hugsaði margsinnis um að hætta.„Hann var nýdottinn niður og það var verið að hnoða og blása í hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.