Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 34
34 FÓKUS 5. apríl 2019 starfsins. Þegar við Jón Daði byrjuðum saman árið 2012 þá bjuggum við bæði á Íslandi. Hann spilaði með Selfossi og var ekki atvinnumaður. Þegar hann svo fékk tækifærið til þess að fara út til Noregs að spila árið 2013 þá gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað ég var að fara út í þegar ég flutti með honum. Ég hélt að þetta yrði svipað og á Sel- fossi. En þótt hann hafi verið atvinnumaður í Noregi þá var það kannski ekki beint eins og það líf sem margir hugsa þegar það heyrir starfsheitið „atvinnumaður í fótbolta.“ Launin voru alls ekki frá- bær og við bjuggum í gamalli eins svefnherbergis kjallaraí- búð öll þrjú árin sem við vor- um þar. Meðal annars þegar hann var að spila sínu fyrstu landsleiki með A-landsliðinu í undankeppni EM. Þá var ég að vinna 100 prósent starf í versl- un og var því mjög bundin í Nor- egi þegar hann var að ferðast út af fótboltanum. Það gat verið erfitt, en núna, þremur árum seinna, erum við hins vegar á betri stað í lífinu. Það gerði það að verkum að ég gat meðal annars hætt að vinna og farið í nám. Við það varð til- vera mín töluvert sveigjanlegri og auðveldara að aðlaga lífið að starfi hans.“ Grunaði ekki neitt María og Jón Daði trúlofuðu sig þann 17. janúar árið 2017 eftir brösuglega tilraun Jóns til þess að biðja Maríu um að giftast sér. „Jón Daði var búinn að skipu- leggja mjög fínt stefnumót handa okkur á fínum veitingastað til þess að halda upp á sambands- afmæli okkar. Þegar kom svo að stóra deginum varð hann fárveik- ur svo að við urðum að hætta við stefnumótið. Það voru meiri von- brigði fyrir hann en mig þar sem ég vissi auðvitað ekkert hvað hann var búinn að plana. Eftir jól kom svo að stefnumótinu okkar og í staðinn fyrir að fara út að borða ákvað hann að panta til okkar kokk heim og hafa stefnumótið þar. Eft- ir að kokkurinn var farinn kallaði hann á mig inn í stofu og þar var hann á öðru hné á miðju gólfinu með hringinn og allt tilbúið. Mér brá ekkert smá þegar ég gekk inn í stofuna og sneri við í sjokki. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Ég var svo fljót að fara til hans og segja já og kyssa hann.“ Þau hófu að skipuleggja brúð- kaupið og ætluðu að gifta sig sum- arið 2019. Þau plön fóru þó út um þúfur þegar þau komust að því að María var orðin ólétt. „Við ákváðum að það væri skynsamlegast að fresta því tímabundið þar sem ég var ekki tilbúin að gifta mig svo stuttu eft- ir að ég eignaðist barn. Ég reikna með því að skipulagið fari allt á fullt núna í sumar aftur, en við ætl- um að halda brúðkaupið á Íslandi þar sem okkur langar að hafa sem flesta vini og ættingja með okkur á þessum degi.“ Kastaði stanslaust upp í Rússlandi á HM Meðganga hjá Maríu gekk eins og í sögu þrátt fyrir örlitla byrjun- arörðugleika en parið komst að þunguninni tveimur vikum áður en það hélt til Rússlands á HM. „Ég upplifði hræðilega ógleði frá sjöttu til sextándu viku. Ég komst að því að ég var ólétt tveim- ur vikum fyrir HM á Rússlandi svo það var ekki heppilegasti tíminn. Ég var svo veik að ég hélt varla niðri vatn og kastaði upp allan daginn, alla daga. Ég hætti næst- um því við að fara út af óléttunni, en ég hitti lækni áður en ég fór út og hann skrifaði upp á ógleðis- lyf handa mér og sendi mig upp á kvennadeild til að fá vökva í æð daginn fyrir flugið út. Þrátt fyrir ógleðislyfin var ég þó enn þá mjög veik og ælandi nokkrum sinnum á dag alla ferðina. Ég náði þó að komast í gegnum hana án þess að allir föttuðu leyndarmálið okk- ar. Vissulega voru samt sumir sem áttuðu sig á hvað var í gangi. Ég ætla ekki að ljúga því að það var erfitt að njóta ferðarinnar út af þessu, enda var ég oftast föst uppi á hóteli eða að farast úr ógleði í hitanum úti. En það var allt þess virði að sjá ástina mína upplifa einn af draumunum sínum. Það gerist ekki á hverjum degi.“ Fæðing dóttur þeirra tók langan tíma og María missti mikið blóð. Þrátt fyrir þá erfiðleika þá segir María fæðinguna hafa gengið vel. „Undanfarinn var þó mjög lang- ur og ég var með sárar hríðir á um það bil þriggja til tíu mínútna fresti í tvo sólarhringa áður en ég byrjaði að fá útvíkkun. Það gerði að verk- um að ég var búin að vaka í meira en 48 klukkutíma og var algjör- lega uppgefin þegar ballið byrjaði. Ég skal alveg játa að ég fór að gráta þegar við komum í seinna skiptið upp á spítalann eftir þessa tvo sól- arhringa og ég var enn aðeins með einn í útvíkkun. Á þeim tímapunkti var ég farin að sjá fyrir mér að þetta myndi taka viku og ég myndi lík- lega deyja úr þreytu. Við ákváðum þó að fara ekki aftur af spítalanum og það var líklega rétt ákvörðun þar sem um það bil tólf tímum seinna fæddist dóttir okkar. Fæðingin tók átta klukkutíma og rúmlega klukku- tíma áður en hún kom í heiminn fékk ég loksins mænudeyfingu sem var algjör himnasending. Ég gat þá lagt mig í örskamma stund áður en hún fæddist. Ég held ég hafi aldrei séð Jón Daða jafn feginn og þegar læknirinn sem framkvæmdi mænudeyfinguna kom inn í her- bergið.“ Draumurinn að eiga sinn eigin rekstur Síðan dóttir þeirra kom í heiminn hefur lífið leikið við þau og telur María þau vera heppin með vært og gott barn. „Mamma mín kom út og var hjá okkur fyrstu tvær vikurnar að hjálpa til, það er algjörlega ómetanlegt. Það hjálpaði okkur afskaplega mikið að aðlagast breytingunni og mér að ná aðeins upp svefni aftur eftir fæðinguna. Núna erum við bara ein úti og það gengur svakalega vel. Nú ætla ég bara að komast í gegnum loka- prófin í apríl ásamt því að skipu- leggja skírnina og sumarfríið okk- ar. Það er alveg full vinna að gera það með eitt svona lítið kríli líka. Á næstu árum sé ég svo fyrir mér að klára námið en eftir það er draumurinn að vera með minn eigin rekstur. Hvað það verður er ég ekki alveg búin að ákveða enn þá. Ég hef enn smá tíma til þess að velta því fyrir mér. Á meðan ætla ég að njóta þess að vera með litlu fjölskyldunni minni og ala upp dóttur okkar.“ n „Þar sem fótboltinn er svo óút- reiknanlegur veit maður víst aldrei hversu lengi maður verður á hverjum stað Barn á leiðinni Bónorð Jóns Daða gekk brösuglega. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn María skipuleggur skírn á Íslandi. Dragháls 14-16 Sími 412 1200 110 Reykjavík www.isleifur.is Straumhvörf í neysluvatnsdælum Grundfos Scala 3-45 Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýsting og hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra Innbyggð þurrkeyrsluvörn Afkastar 8 aftöppunar stöðvum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.