Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 41
Kvöldganga Víkur nú sögunni til kvölds- ins 28. apríl 2008. Jean-Paul og Gene vieve höfðu nýlokið við að gæða sér á enn einum dýrind- is kvöldverði og Genevieve sagði: „Kvöldið er fagurt. Af hverju keyr- um við ekki niður að vatni og fáum okkur göngutúr?“ Jean-Paul fann ekkert því til foráttu enda saddur, sæll og sáttur við tilveruna og þau lögðu af stað. Áður en þau komu á leiðarenda var Jean-Paul í fastasvefni í far- þegasætinu frammi í. Værð hans mátti þó ekki aðeins rekja til kvöldverðarins heldur einnig, og alls ekki að minna leyti, til svefnlyfjanna sem Genevieve hafði sett í matinn hans, og ekki sparað. Ósyndur á kafi í vatni Þegar þau komu að vatninu fór Genevieve út úr bílnum og lét hann síðan renna niður aflíðandi vatns- bakkann. Bíllinn rann út í vatnið og byrjaði að sökkva. Jean-Paul komst til meðvitundar, barðist um og öskraði: „Ég kann ekki að synda.“ Það voru engin ný sannindi fyrir Genevieve sem stóð á bakkanum og hélt fyrir eyrun á meðan bíllinn hvarf undir vatnsyfirborðið. Síðar sagðist hún hafa reynt að stöðva bílinn en það hefði ekki verið gerlegt. Jean-Paul tókst með harmkvælum að opna einar dyr, en var ósyndur og því fór sem fór. Sakleysið uppmálað Að öllu þessu loknu gekk Gene- vieve heim, hringdi í bróður Jean- Paul, Jean-Marc, og spurði: „Hef- ur þú séð Jean-Paul?“ Genevieve sagði Jean-Marc að Jean-Paul hefði ætlað að kíkja til hans og væri ekki kominn til baka. „Ég hef smá áhyggjur. Ég vona að hann hafi ekki gert eitthvað heimskulegt,“ bætti hún sakleysið uppmálað. Jean-Marc kom af fjöllum. „Eitt- hvað heimskulegt?“ sagði hann og bætti við: „Hvað í ósköpunum ætti hann að gera heimskulegt?“ Sannleikurinn sagður Jean-Marc rauk út í bíl og ók þá leið sem bróðir hans hefði ekið ef hann ætlaði að heimsækja hann. En það var ekki tangur né tetur að sjá af hvorki bílnum né Jean-Paul. Næsta dag fór Genevieve á lög- reglustöðina og sagði að Jean-Paul hefði ekki skilað sér heim. Síðan fór hún til Jean-Marc og virtist í öngum sínum vegna óvissunnar. Þaðan fór hún til systur sinnar og hugðist dvelja þar. Um nætur bylti hún sér þar til systir hennar fékk nóg og spurði hví hún tæki ekki eitthvað af svefn- töflunum. „Ég er búin með þær,“ svaraði Genevieve. Síðan brotnaði Genevieve niður og sagði systur sinni alla sólarsöguna. Sögulok Að áeggjan systur sinnar fór Genevieve, daginn eftir, 2. maí, til lögreglunnar og játaði allt og síðar þann dag voru bifreiðin og líkið af Jean-Paul dregin upp úr vatninu. Þann 4. maí var Genevieve ákærð fyrir morð og þegar hún var spurð um ástæðu verknað- arins muldraði hún eitthvað um bræðisköst Jean-Paul og að hann hefði ekki kunnað við langhund- inn hennar. Árið 2011 fékk Genevieve Bertry tuttugu ára dóm fyrir morð af yfirlögðu ráði. n SAKAMÁL 415. apríl 2019 var lengur við unað og Byran gert að leita aðstoðar geðlæknis og sækja námskeið í reiðistjórnun. Árið 1999 ákvað Xerox að kasta fyrir róða týpu ljósritunarvélar sem Byran hafði að mestu séð um viðgerðir á og skipta henni út fyrir nýja útgáfu. Það hugnaðist Byran illa og harðneitaði að tileinka sér þekkingu á þeirri nýju. Að morgni 2. nóvember mætti Byran til vinnu vopn- aður níu millimetra Glock-skammbyssu og skaut til bana yfirmann sinn og sex samstarfsmenn. Hann fékk lífstíðardóm 8. ágúst árið 2000. MATSÖLUSTAÐUR SKEMMTISTAÐUR RÁÐSTEFNUR ÁRSHÁTÍÐIR VEISLUR RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS Í REYKJANESBÆJARhjarta ÓSYNDI FRAKKINN OG LISTAKOKKURINN n Jean-Paul elskaði góðan mat n Genevieve var frábær kokkur n Um tíma lék allt í lyndi n Allt tekur enda„Ég hef smá áhyggjur. Ég vona að hann hafi ekki gert eitthvað heimskulegt. Húsið í Chevinay Hér bjuggu Jean-Paul og Genevieve. „Að sögn fór því fjarri að Genevieve væri sem sólargeisli, en hún var einum ótvíræðum kosti búin – hún kunni að elda frábæran mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.