Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 40
40 F rakkinn Jean-Paul Drillard hafði gaman af lífinu. Hann var glaðsinna náungi, alltaf með bros á vör og gam- anyrði á takteinum. Skotveiðar voru líf hans og yndi, stangaveið- ar ekki svo mjög því hann var, eins og hann sagði við sambýliskonu sína, Genevieve, ósyndur. „Og,“ bætti hann við, „satt best að segja hræðist ég vatn.“ Lítil hamingja Jean-Paul og Genevieve bjuggu í litlu húsi í Chevinay, litlu þorpi í Rhone-dalnum í Frakklandi, ekki langt frá Lyon. Þegar þarna var komið sögu, fyrri hluta árs 2008, fannst Jean-Paul lífið leika við sig en raunin hafði ekki alltaf verið sú. Þar til ári áður hafði hann ver- ið kvæntur maður, átt fjögur börn (sem hann átti svo sem enn, þegar hann og Genevieve fóru að rugla saman reytum) og unnið hjá vatnsfyrirtæki. Hann hafði ekki verið hamingjusamur maður. Kunni ekki að elda Heimilið þá var gamall bóndabær. Bærinn var nógu stór fyrir alla fjöl- skylduna, það vantaði ekki, en Jean-Paul var ekki ánægður. Hon- um fannst eiginkona sín engan veginn standa sig í stykkinu, þrifn- aði var ábótavant og Guð mátti vita hvað. Jean-Paul þreyttist aldrei á að kvarta yfir því, en það var eitt sem honum mislíkaði meira en allt annað. Konan hans, sagði hann, gæti ekki eldað sómasamlega mál- tíð þótt líf hennar lægi við. Skilnaður og ný kona En sem sagt, Jean-Paul sagði skilið við eiginkonuna og einhæfa elda- mennsku hennar og má leiða líkur að því að hún hafi ekki verið ósátt við þá ákvörðun því samskipti þeirra voru með ágætum í kjölfar- ið. Hún flutti með börnin en Jean- Paul bjó áfram á gamla bænum. Nú tíminn leið, eins og honum er tamt að gera, og Jean-Paul kynntist einstæðri konu; Gene- vieve Bertry. Eiginmaður Genevieve hafði beðið lægri hlut fyrir krabbameini þremur árum fyrr og eini lífsföru- nautur hennar síðan hafði verið langhundur. Frábær kokkur Að sögn fór því fjarri að Gene- vieve væri sem sólargeisli, en hún var einum ótvíræðum kosti búin – hún kunni að elda frábæran mat. Um leið og Jean-Paul var búinn að sannreyna það varð ekki aftur snúið. Þau tóku saman og fluttu inn í nýtt heimili á Chevinay. Jean-Paul hafði unun af að innbyrða góðan mat, en þátt- taka í matseldinni kannski ekki eins mikið. Því sat hann gjarna á hverfiskránni ásamt veiðifélögum sínum og dreypti á víni á meðan Genevieve stóð við hlóðirnar. Ekki eilíf hamingja Leið nú ár eða svo og var eftir því tekið að Jean-Paul virtist hafa glatað sinni alkunnu gleði. Sagði hann vinum sínum að Gene vieve gæti ekki sofið án þess að inn- byrða sterkar svefntöflur og þeir vissu einnig að hún átti til að verða þunglynd. Til að bæta gráu ofan á svart þá voru þau farin að rífast oftar en góðu hófi gegndi. Þungamiðja deilna þeirra var langhundur Genevieve. Jean-Paul vildi ekki sjá hundinn inni á heim- ili þeirra, enda taldi hann, sem veiðimaður, að hundar ættu að vera í hundageymslu. Genevieve mátti ekki heyra á slíkt minnst. Kviðverkir Þegar lífið lék við Genevieve og Jean-Paul áttu þau til að ganga saman á bökkum vatns sem var í nokkurra kílómetra fjarlægð frá húsi þeirra. Það var einmitt í einni slíkri gönguferð sem Jean-Paul upplýsti Genevieve um vatns- hræðslu sína og væri ósyndur. Það var þó fleira sem olli hon- um hugarangri. Heiftarlegir kvið- verkir sem virtist nánast vera við- varandi. Hver veit, sagði hann í gríni við vini sína, nema dásemdar matseld Genevieve væri að gera út af við hann. SAKAMÁL 5. apríl 2019 7 vinnufélaga sína myrti Byran Koji Uyesugi í Honolulu á Hawaii þann 2. nóvember árið 1999. Fjöldamorðið, sem var það versta í sögu Hawaii, var nefnt Xerox-morðin vegna þess að morðinginn og fórnarlömbin unnu öll hjá Xerox í Honolulu. Byran hafði unnið hjá fyrirtækinu síðan 1984 og ekkert benti til þess að hann glímdi við geðræn vandamál. Á því varð breyting þegar hann var færður milli deilda innan fyrirtækisins. Þá upp- hófust tilhæfulausar ásakanir af hans hálfu í garð vinnufélaganna auk þess sem hann vann skemmdarverk á viðgerðum þeirra. Byran einangraðist, gerðist reiður mjög og sendi hótanir á baða bóga, jafnvel líflátshótanir. Árið 1993 var svo komið að ekki að ekki Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt ÓSYNDI FRAKKINN OG LISTAKOKKURINN n Jean-Paul elskaði góðan mat n Genevieve var frábær kokkur n Um tíma lék allt í lyndi n Allt tekur enda „Kvöldið er fagurt. Af hverju keyrum við ekki niður að vatni og fáum okkur göngutúr? Jean-Paul Drillard Glaðsinna Frakki sem líkaði góður matur. Vatnið í Chevinay Vettvangur gönguferða Jean-Paul og Genevieve.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.