Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 32
32 FÓKUS - VIÐTAL 5. apríl 2019 ég var látinn vita af því að ég hefði sætt rannsókn og svo ætlaði ná- unginn í símanum að kveðja án þess að segja af hverju. Síðan sveik hann það að senda mér málsnúm- erið. Ég fékk mér lögfræðing til að krefja þá svara en það reyndist þrautin þyngri. Það átti að þagga málið niður. Því var ekki um ann- að að ræða en að draga þá fyrir dóm. Við vissum allan tímann að við værum með unnið mál og bæt- urnar voru ekki aðalmálið. Við vildum sýna þeim fram á að svona meðferð væri ekki í lagi.“ Sýndi lögreglan einhverja við- leitni til að bæta þér þetta eða rétta þinn hlut? „Nei, aldrei. Þvert á móti, á þessum tíma, gerðu þeir í því að stoppa mig í umferðinni. Mér fannst svo merkilegt að fyrst þeir voru svona vissir í sinni sök af hverju mættu þeir þá ekki með leitarheimild, það gerðist aldrei.“ Misstir þú álit á lögreglunni? „Þeir hafa ákveðna vinnuferla og aðferðir sem að mörgu leyti eru skiljanlegar. En miðað við það hvernig þeir fengu þessar heim- ildir í gegn þá virtust þeir ekki víla það fyrir sér að ljúga. Það er fjöldi góðra manna í lögreglunni sem vinna sín störf af heilindum. En því miður eru skemmd epli inni á milli.“ Titillinn kominn heim Á síðasta ári vann Hafþór Júlíus Björnsson keppnina Sterkasti maður heims. Er það fyrsti titill Íslands síðan Magnús vann árið 1996. Nokkuð langur aðdragandi hefur verið að titlinum og Hafþór verið á verðlaunapalli öll árin frá 2012. Þú uppgötvaðir Hafþór, var það ekki? „Já, ég æfði um tíma í Sporthús- inu áður en við opnuðum Jakaból. Þar rakst ég á þennan síðhærða slána og spurði hvort hann væri ekki til að prófa aflraunir. Það væri ýmislegt hægt að gera við svona stóran skrokk. Hann lét tilleiðast og mætti á Vestfjarðavíkinginn. Þar sjokkeraði hann alla hina strákana með því að vinna strax fyrstu greinina, legsteinagönguna. Eftir það varð ekki aftur snúið og hann fylgdi okkur inn í Jakaból. Síðan hefur hann opnað sína eig- in aðstöðu.“ Hvernig er hann í samanburði við ykkur Jón Pál? „Sportið hefur breyst gífurlega og í dag er einblínt meira á styrk en fimi. Það eru meiri þyngdir og styttri vegalengdir. Þetta gerir það að verkum að þessir stærri og þyngri menn gera betur en áður fyrr. Þessir strákar í dag eru líka betur þjálfaðir sem aflraunamenn. Við Jón æfðum aldrei kúlusteina en vorum bestir í þeim á mótum. Í dag æfa menn kúlusteina, drumbalyftu og allt saman. Þetta er orðin meiri atvinnumennska, mótin fleiri og peningarnir meiri. Hafþór var búinn að vera nálægt titlinum lengi og ég vissi alltaf að það kæmi að sigrinum. Eins og staðan er í dag virðist hann bera höfuð og herðar yfir alla aðra. Ég var að aðstoða hann við æfingar áður fyrr. Þetta var strákur sem maður gat hálfdrepið á æfingu en hann kom samt daginn eftir og bað um meira.“ Reynir stofnfrumumeðferð Öll þessi ár af átaki hafa tekið sinn toll hjá Magnúsi. Nú er svo komið að hnén eru farin að gefa sig vegna slitgigtar og Magnús fékk þann dóm frá læknum að skipta þurfi þeim út. „Næstkomandi maí fer ég út til Belgíu í stofnfrumumeðferð. Þetta eru óhefðbundnar lækningar en þess virði að láta á þær reyna. Sam- kvæmt kenningunni á þetta að draga úr verkjum og frumurnar eiga að mynda nýtt brjósk. Einn félagi minn fór þarna út í sams konar að- gerð og líður mun betur eftir hana. Ég vil prófa allt áður en ég fer í hné- skipti.“ Auk þess er hálsinn stífur eftir bílslys sem hann lenti í fyrir um tíu árum. Kom þá mikill hnykkur á hálsinn. Aðeins tveimur mánuðum síðar var keyrt aftan á hann á mót- orhjóli. Kom þá aftur hnykkur á hálsinn og getur Magnús vart snúið honum til að líta aftur fyrir sig. „Ég ríf nú lítið í lóðin núorðið,“ segir Magnús. „Hnén leyfa það ekki og öxlin er orðin slæm líka. Ég æfi minna en ég vildi gera. Alltaf eitt- hvað samt, því að ég verð verri ef ég sleppi því. Eins og hjá öllum öðr- um sækir aldurinn að. Það er búið að nota þennan skrokk og hann er búinn að gera hluti sem hann átti ekki að geta gert.“ n GERlf> GJEf>A- OG VERf>SAMANBURf> Nattsloppar og saengurfot MikiO urval - Flottar fermingargjafir � .... �--...... - - ' �.: ' . ., J • .;- Baldursnesi 6 - Akureyri Listhusinu Laugardal- Simi 581 2233 Baldursnesi 6, Akureyri - Simi 461 1150 OpiO virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 Umboclsallilar: I Husgagnaval - Hiifn f Hornafirlli I Bara snilld ehf. - Egilsstoclum Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / B ra s illd ehf. - Egi sstöðum GJÖF FYLGIR FERMINGAR- RÚMUM EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Pure Strength 1989 O.D. liggur óvígur eftir tunnuna. Ungstirni Kraftlyft- ingamaður ársins 1987. „Það átti að þagga mál- ið niður. Því var ekki um annað að ræða en að draga þá fyrir dóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.