Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 5. apríl 2019 þeirrar ákvörðunar hennar að eignast ekki börn. Það hafi komið henni mest á óvart. „Þegar ég var nítján ára fékk ég að heyra það frá fyrri yfirmanni að ég ætti eftir að sjá eftir þessu. Ég þorði nú ekki á þessum aldri að segja honum að halda kjafti en … Svo eru það líka konur sem eiga börn og finnst það æðislegt að vera mömmur, ásamt eldri konum, frá þeirri tíð þegar það var í rauninni bara skylda að vera mamma, sem skipta sér af þessu. En ég er búin að kynnast konum á mínum aldri sem eru á sama róli og ég og vilja ekki börn. Svo þekki ég líka kon- ur sem vilja ekki ganga í gegnum meðgöngu en langar að ættleiða. Þær fá jafnvel að heyra að þá séu þær ekki alvöru mömmur, en það finnst mér svolítið fáránlegt.“ Sara segir fjölskyldu sína aldrei hafa ýtt á hana í átt að barneignum enda viti þau hversu þrjósk hún sé. „Mamma sagði að það þýddi ekkert að reyna að breyta mér. Ég hef einu sinni upplifað þá tilfinn- ingu að ég gæti séð eftir þessu. En um leið og ég hugsaði betur út í það þá hvarf hún. Maðurinn minn er sammála mér og hann vissi al- veg um þetta þegar við byrjuðum saman, svo hann vissi alveg hvað hann var að fara út í. Hann hef- ur aldrei reynt að fá mig til þess að skipta um skoðun. Ég hef líka oft heyrt að þessi ákvörðun sé ósanngjörn gagnvart manninum mínum, vegna þess að ég sé ekki að gefa honum tækifæri til þess að verða pabbi en hann er það nú þegar.“ Íslendingar forvitnir og afskiptasamir Sara segist vera orðin þreytt á því að fólk skipti sér af ákvörðunum annarra og að mikill munur sé á Íslendingum og Norðmönnum þegar kemur að þessu máli. „Ef fólk er ekki að reyna að betrumbæta líf barns, eins og til dæmis að uppræta vanrækslu eða ofbeldi, þá á fólk ekki að skipta sér af. Þegar ég bjó á Íslandi þá gengu sögur um mig þess efn- is að ég væri ólétt en það var bara út af PCOS, en áður en ég fékk lyf- in þá var ég svo þanin á maganum og leit út fyrir að vera ólétt þannig að ég þurfti alltaf að segja fólki að ég væri ekki ólétt og að ég myndi aldrei verða ólétt,“ segir Sara. „Það var alltaf eins og ég væri að gera eitthvað rangt fyrir þeirra hönd þegar ég sagð- ist ekki ætla að eignast börn. Þá var eins og mað- ur segðist ætla út að lóga hvolp- um, þetta var svona álíka sjokker- andi fyrir fólk að heyra. Þá sagði ég bara fólki að ég hefði ekki áhuga á því að verða ólétt og í kjölfar- ið fékk ég mýtuna um að ég ætti eftir að sjá eftir því eða skipta um skoðun. Ég hef reyndar heyrt það frá einni konu sem er að nálgast níræðisaldurinn að henni finnist þetta bara fín ákvörðun hjá mér, hún þekkti fjölmargar konur sem eignuðust börn án þess að vilja það og að það hefði ekki komið vel út fyrir börnin. En eins og ein vinkona mín sagði: „Það er hell- ingur af börnum í heiminum sem enginn vill. Er ekki betra að reyna að betrumbæta þeirra líf heldur en að búa til nýtt líf?“ Hérna úti í Nor- egi er ekki mikið talað um þetta, hérna er frekar ýtt á eftir okkur að gifta okkur og kaupa hús. Það er aðeins öðruvísi upplifun og þegar ég hef verið spurð hvort ég ætti börn og hef þá sagt fólki að ég ætli ekki að eignast börn þá er það bara ekki rætt meira. Fólk á Íslandi fer meira að spyrja út í hluti, en Ís- lendingar eru líka svolítið þekktir fyrir að vera forvitin þjóð, þeir fara meira út í persónulegar spurn- ingar.“ Margir halda að hún þoli ekki börn Sara hefur velt fyrir sér þeim möguleika að láta taka sig úr sam- bandi, en hefur hingað til ekki látið verða af því. Hún viðurkenn- ir að móðir hennar hafi annað slagið nefnt það við hana að hún vildi eignast barnabarn frá henni, en segist aldrei hafa upplifað þrýsting. „Eitt skiptið þá kom ég heim með hvolp og stillti honum fyrir framan pabba og sagði honum að þetta væri eina barnabarnið sem hann myndi fá frá mér og honum fannst það bara fyndið og var bara sáttur við það. En allar systur mín- ar hafa verið duglegar að fjölga sér og þær langar að vera mömmur, það er allt annað. Við maðurinn minn höfum aftur á móti áhuga á því í framtíðinni að gerast svona stuðningsfjölskylda, sem er al- gengt hér í Noregi. Þá prófar fólk oft að fóstra barn og sjá hvort það nái að blómstra í þeirra fjölskyldu. Ef það gerist þá ættleiða þau jafn- vel barnið. En ég myndi bara vilja halda mig við svona stuðning vegna þess að ég er með MS og ég get því dottið niður í orku og þá koma dagar þar sem ég get ekki gert neitt. Það yrði þá erfitt fyrir barnið að horfa upp á. Ég er orðin virkilega þreytt á því að heyra það frá fólki að ég eigi eftir að sjá eftir þessu eða skipta um skoðun. Svo er ekki samasemmerki á milli þess að vilja ekki eignast börn og að þola ekki börn. Það eru margir sem halda að ég vilji ekki barn af því að ég þoli börn ekki, en það er algjört rugl. Í dag er ég að læra skólabókasafnsfræði svo ég geti unnið með börnum.“ n PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg Búa í Noregi Sátt við sína ákvörðun.„Hann vissi alveg hvað hann var að fara út í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.