Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 42
42 FÓKUS 5. apríl 2019 Munur á fjárveitingum til sinfóníuhljómsveita óeðlilega mikill Þ að hefur verið mikil gróska í starfsemi Sinfóníu­ hljómsveitar Norður­ lands (SN) en árið 2018 var metár varðandi fjölda, stærð og gæði viðburða frá upphafi. Ef litið er á fjölda viðburða þá tók hljómsveitin þátt í 27 verkefnum á árinu en til samanburðar lék hljómsveitin 4–7 sinnum á ári fyrir fáum árum. Verkefnin hafa að sama skapi orðið fjölbreyttari. Styrkurinn dugar til fjögurra tónleika „Það hefur verið sérlega ánægju­ legt að sjá hvernig kvikmynda­ tónlistarverkefninu Sinfonia­ Nord hefur vaxið fiskur um hrygg. Allt árið 2018 tók hljóm­ sveitin þannig þátt í verkefnum sem tengjast upptökum á tón­ list fyrir kvikmyndir með stuttum hléum,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands/ SinfoniuNord, en Þorvaldur kallar eftir meiri stuðningi við starfsemi SN. Hann segir SN fá styrk í gegnum menningarsamning Akureyrar og ríkisins, 50 milljónir króna árlega. „Til samanburðar voru framlög ríkisins til Sinfóníu­ hljómsveitar Íslands hækkuð um yfir 230 milljónir króna árið 2018. Þessar 50 milljónir króna til SN duga til að halda ferna meðalstóra sinfóníutónleika í Hofi. Engin hljómsveit getur þroskast og dafnað með því að koma aðeins fram fjórum sinnum á ári.“ Netflix, BBC og Sony En hvernig gat hljómsveitin þá tekið þátt í 27 viðburðum? „Svarið er einfalt,“ segir Þor­ valdur. „Með því að sækja fram og finna hljómsveitinni sérstöðu. Í því sambandi hjálpar til að að­ stæður í Hofi eru fullkomnar til að hljóðrita tónlist fyrir kvikmynd­ ir. Án mikils undirbúnings var þannig hægt að halda á þá braut að hljóðrita tónlist við hágæða er­ lendar sem inn lendar kvikmyndir. Eins og hendi væri veifað var búið að hljóðrita tónlist inn á hátt í 20 titla fyrir fyrirtæki eins og Netflix, BBC og Sony. Samhliða þessu fór að fréttast að á Íslandi væri sin­ fóníuhljómsveit sem væri að bjóða gæða þjónustu til viðburðahaldara sem varð til þess að SN tekur núna reglulega þátt í nokkrum af stærstu sinfónísku viðburðum hvers árs á Íslandi og leikur með ýmsum listamönnum sem sækj­ ast eftir sinfónískum hljóm í við­ burði sína. Þessi sókn er það sem hefur gert SN að því sem hún er í dag. Lúsiðin og vel þekkt stærð í tónlistarflóru Íslands.“ Munurinn einn og hálfur milljarður Þorvaldur segir dæmið þó ekki ganga upp til lengdar. Á launa­ skrá SN sé aðeins einn starfs­ maður. Þessi gróska geti því fjarað út með persónum og leikendum sem geta brunnið út við nú­ verandi aðstæður. Til þurfi að koma næring í formi aukinna fjár­ framlaga. Á móti kemur að lista­ menn fái starf og greiði opinber gjöld til hins opinbera og erlend­ ur gjaldeyrir kemur einnig á móti. Fjárframlög séu því meira til hins opinbera en nemur þeim styrkjum sem til þarf. Hann segir SN ekki í samkeppni við Sinfóníuhljómsveit Íslands enda sé þar ólíku saman að jafna. „Munurinn á fram­ lögum til sveitanna er rúmlega einn og hálfur milljarður. Þessi munur er óeðlilega mikill mið­ að við markaðssvæði hljómsveit­ anna og mikilvægi þeirra fyrir íbúa svæðanna sem þær þjóna. Segja má að á markaðssvæði tónleika SÍ í Hörpu búi um 250.000 manns á móti um 30.000 manns að baki SN í Hofi. Og þessi íbúar eru síst latari við að mæta á viðburði en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Í því ljósi er þessi munur á framlögum í raun sláandi.“ Menningarleg viðbót fyrir samfélagið Hann segir áheyrendur og lista­ menn á Íslandi hafa kveðið upp sinn dóm varðandi tilverurétt SN með því að mæta á viðburðina annars vegar og hins vegar að svara kallinu þegar verkefnin kalla á mannskap til vinnu. Tilvera SN sé menningarleg viðbót fyrir samfé­ lagið allt sem búi til auknar tekjur fyrir hið opinbera. „Af sjálfsprottn­ um verkefnum SN höfðu hljóð­ færaleikarar verkefnisins, árið 2018, tekjur sem námu 60.000.000 krónur og þar af renna um það bil 22.200.000 krónur í opinber gjöld. Þá á eftir að telja einleikara og einsöngvara, salaleigu, tækni­ fólk, flutninga, veitingar, leyfis­ gjöld, ferðalög og gistingu sem allt býr til vinnu og skilar tekjum til ríkissjóðs. Þetta hefur líka áhrif á straum ferðamanna til Norður­ lands.“ „Af styrktum verkefnum SN höfðu hljóðfæraleikararnir í tekjur 15.000.000 krónur. Þar af fara um 4.000.000 krónur í ríkis­ sjóð. Þetta er hugvekjandi. En sýn­ ir líka að það þarf að hlúa betur að þessari grósku. Hljómsveitinni á að vera kleift að sinna skyldum sínum sem kyndilberi sinfónískrar tónlistar á landsbyggðinni. Hún þarf að geta æft sig reglulega og haldið fasta tónleika einu sinni í mánuði yfir vetrartímann,“ seg­ ir Þorvaldur Bjarni og bætir við að þetta muni styrkja hljóðfæra­ leikarana verulega í að standa undir aukinni eftirspurn í þjónustuverkefnum. „Verkefni sem búa til nýja atvinnumöguleika fyrir þá sem nú leggja allt sitt undir til að verða atvinnutónlistarmenn í tónlistarskólum landsins. SN/ SinfoniaNord stuðlar að þessu í auknum mæli á hverju ári. Hlúum að þessari sjálfsprottnu grósku á Akureyri.“ Á fund stórlaxanna í Los Angeles Nú eru ný afstaðnir hátíðar­ tónleikar þar sem Sinfóníu hljómsveit Norðurlands fagnaði 25 ára afmæli sínu og Lilja Alfreðsdóttir, mennta­ og menningarmálaráðherra, opnaði formlega kvikmyndatónlistar­ verkefnið og vefsíðuna SinfoniaNord.is. Næstu stóru tón­ leikar eru svo í dymbil vikunni þegar hin heimsfræga Anna­Maria Helsing stjórnar hljómsveitinni, ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og Kammerkór Norðurlands, þegar flutt verða tvö af mögnuð­ ustu verkum Mozart. Norðlenska vonarstjarnan í klassískri tónlist, Alexander Edelstein, spilar ein­ leik en ein söngvarar eru Garðar Thór Cortes, Ágúst Ólafsson, Hel­ ena Guðlaug Bjarnadóttir og Hanna Dóra Sturludóttir. Tón­ leikarnir fara fram á skírdag í Hofi en í Langholtskirkju á föstudaginn langa. Áður en að þeim ævin­ týrum kemur ætlar Þorvaldur til Bandaríkjanna þar sem honum var boðið á hátíðarkvöldverð með áhrifafólki innan kvik­ mynda­ og tónlistariðnaðarins í draumaverksmiðjunni sjálfri, Los Angeles. Boðið barst honum eftir afmælistónleikana en boðskortið er frá ræðismannsskrifstofunni í New York um að mæta á opnun Record in Iceland á vegum Iceland Music and Film in Iceland. „Þessi heimsókn til Los Angeles mun vonandi skila sér í að tilvist Sin­ foniaNord, Hofs og Akureyrar sem frábærs staðar til að hljóðrita kvik­ myndatónlist verði kunn þeim sem ákveða hvar verkefnin eru tekin upp. Ég vonast til að kynnast framleiðendum og tónskáldum sem nýta sér að jafnaði svona þjónustu. Og að endingu óska ég þess að heimsóknin skili nýjum tækifærum fyrir hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Norður­ lands,“ segir Þorvaldur Bjarni sem er þar með rokinn af stað til Los Angeles. n Þorvaldur Bjarni er á leið til Los Angeles til fundar með áhrifafólki í kvikmynda- og tónlistarbransanum Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is Hátíðartónleikar Fyrirmyndaraðstaða: Þorvaldur Bjarni segir sérstöðu SN felast í frábærri aðstöðu til að hljóðrita tónlist fyrir kvikmyndir. SN hefur tekið upp tónlist fyrir Netflix, BBC og Sony. BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.