Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 29
FÓKUS - VIÐTAL 295. apríl 2019 M agnús Ver Magnússon, einn sigursælasti aflraunamaður sögunnar, hefur verið viðloð- andi kraftasport síðan hann var unglingur á Seyðisfirði, en aflið fékk hann við bústörf í Jökulsárhlíðinni sem polli. Blaðamaður DV settist niður með Magnúsi og ræddi við hann um æsk- una, einstakan feril, samferðamennina, hleranir, núverandi störf og heilsu. Allt þurfti að vera erfitt Magnús Ver fæddist á Egilsstöðum árið 1963. Fyrstu árin bjó hann á sveitabæ ömmu sinnar og afa í Jökuldalnum. „Ég vildi alltaf fá mjólk beint úr belj- unni. Á þessum tíma voru kýrnar hand- mjólkaðar og ég fékk alltaf glas af yl- volgri mjólk eftir mjaltir. Annars var ég ósköp venjulegur krakki og ekkert mjög óþægur,“ segir Magnús um æskuárin í sveitinni. Amma hans og afi brugðu búi um það leyti sem skólaganga Magnúsar hófst og þá fluttist hann til Reykjavík- ur með móður sinni, Elsu Jónsdóttur, og fósturföður, Hreggviði M. Jónssyni. Faðir Magnúsar, sem hann var skírður í höfuðið á, féll frá þegar hann var mjög ungur. Þrjú yngri hálfsystkini á Magnús en eldri hálfsystir hans er fallin frá. Magnús gekk í Austurbæjarskólann og Fellaskólann til tólf ára aldurs en þá flutti hann austur til Seyðisfjarðar. Á hverju ári var Magnús sendur í sveit, á Torfastaði í Jökulsárhlíð, þar sem Hreggviður ólst upp en bróðir hans rak þar býli. „Þetta var nú sérstakur karl,“ segir Magnús og brosir. „Það mátti ekkert gera á auðvelda mátann. Það þurfti allt að vera erfitt. Hann var með þeim fyrstu í sveitinni til að fá sér bindivél en hjá okkur voru bundnir stærstu og þyngstu baggarnir í sveitinni. Svo þurfti ég að bera þá.“ Varðst þú hraustur af verunni þar? „Að stórum hluta, já. Ég gekk í öll bústörf, alveg sama hvað það var, og þótt ég hafi aðeins verið tólf ára gamall. Þetta voru góðir tímar. Ég keyrði traktor, sló og rakaði. Stundum keyrði ég vöru- bílinn.“ Það er aldrei langt í brosið hjá Magn- úsi, sérstaklega þegar hann rifjar upp þessa gömlu tíma. Þarna verð ég einn daginn Unglingsárunum varði Magnús á Seyðisfirði. Mikil vatnaskil urðu í lífi hans í kringum átján ára aldurinn þegar lögreglumaðurinn og kraftlyftingamað- urinn Óskar Sigurpálsson flutti í bæinn. Hann hafði meðal annars keppt tvíveg- is á Ólympíuleikum og var talinn faðir lyftinganna á Íslandi. „Eftir að hann kom á staðinn voru keypt tæki til lyftinga, stangir, lóð og þvíumlíkt. Við strákarnir vildum ólm- ir komast í þetta og byrjuðum að lyfta. Ég reyndi aðeins fyrir mér í fótbolta og frjálsum íþróttum á þessum árum líka. Aðallega kastgreinunum fyrir „Bíðið bara, þarna verð ég einn daginn“ n Magnús Ver fílefldist við bústörf n Slóst við Kazmaier n Símhleranir lögreglunnar n Reynir stofnfrumumeðferð til að bjarga hnjánum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is MYND: HANNA/DV NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR KVÍSLARTUNGA, 270 MOSFELLSBÆR 86.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Parhús á 2 hæðum 286 M2 7 NAUSTABRYGGJA, 110 REYKJAVÍK 79.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 184 M2 6 KÖGURSEL, 109 REYKJAVÍK 75.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli á 2 hæðum 199 M2 6 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.