Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 12
12 5. apríl 2019FRÉTTIR U nnar Þór Sæmundsson er 28 ára gamall og fyrir nokkrum árum var honum ekki hugað líf eftir langvar- andi neyslu fíkniefna. Afbrot, of- beldi, neysla og sjálfsvígstilraunir voru daglegt líf Unnars Þórs, en fyrir þremur árum ákvað hann loksins að takast á við sjálfan sig. Hann fagnar bættu og betra lífi í dag, edrúmennsku og bættum samskiptum við sína nánustu og vill breyta meðferðar- og geðheil- brigðismálum til betri vegar svo enginn þurfi að feta sömu braut og hann gerði í áratug. „Ég hef oft hugsað um hvaða áföllum ég hafi orðið fyrir í æsku sem ollu því að ég varð fíkill,“ segir Unnar, og bætir við að allir neysluvinir hans hafi orðið fyrir kynferðis legu ofbeldi og/eða öðru ofbeldi, einhverjum sjokkerandi áföllum sem skýrt geta neyslu þeirra, en hann hafi ekki þurft áfall til að fara sömu leið. „Ég var svik- inn svolítið.“ Hann segist hafa átt góða æsku hjá einstæðri móður sinni og vera mikill mömmudrengur, fædd- ur í Lúxemburg 4. maí 1990, en þar ráku móðurforeldrar hans hótel eftir að hafa selt íbúð sína hér heima. Hann er einkabarn móður sinnar, en á þrjár systur föður megin. Þriggja ára flutti hann ásamt móður sinni til Ís- lands og settust þau að á Flúðum, í sveitinni sem Unnar segist enn þá þykja vænt um, en hann sé ekki velkominn þar. Honum gekk vel framan af í skóla, en um 14 ára ald- ur tók neyslan við. „Ég var ofvirkur með mikinn athyglisbrest og stóð alltaf út úr sem svarti sauðurinn í sveitinni. Mér gekk vel í skóla fram að 8. bekk, þá fór að halla undan fæti og ég fór að sækja í meiri spennu og sækja í efni. Fljótlega var ég, 14 ára gamall, farinn að redda mér am- fetamíni, sem er alveg klikkað. Ég var stundum að fá send efni með rútunni.“ Dópaður daglega í Perú Eftir grunnskóla tók við ár sem Unnar var skiptinemi í Perú, þar hélt neyslan áfram, fyrstu skref mikillar neyslu eins og hann segir sjálfur. „Fíkniefni voru ódýr þarna úti og það þekkti mig enginn nógu vel til að sjá að ég var alltaf dópað- ur. Ég var í mikilli neyslu og auð- velt fyrir mig að komast upp með það þarna hinum megin á hnettin- um. Það var ekki eins og mamma gæti horft í augun á mér eða hringt í mig í tíma og ótíma.“ Þegar skiptinemaárinu lauk tók raunveruleikinn á Íslandi aftur við, Unnar byrjaði í námi við Mennta- skólann á Laugarvatni og þurfti að finna önnur fíkniefni. „Það er ekki fræðilegur möguleiki að vera í kókaínneyslu á Íslandi nema eiga villu sem þú veðsetur,“ segir Unn- ar, sem hataði sjálfan sig á þess- um tíma. Samhliða aukinni neyslu fór hann að stunda afbrot, bæði til að fjármagna fíknina og eins til að öðlast virðingu með því að hræða aðra. „Þegar ég var 18 ára gamall átti ákveðið atvik sér stað og ég flúði inn á Götusmiðjuna sem þá var, og á þeim tímapunkti var ég tilbúinn til að gefa meðferð séns. Eðlilega fann lögreglan mig, handtók mig í Götusmiðjunni og ég var látinn dúsa í fangageymslu á Selfossi. Ég legg ekki ábyrgð á lögregluna sem vinnur bara eftir ákveðnum verkferlum, en þarna var klárlega brotalöm í kerfinu. Þú handtekur ekki barn í meðferð. Ég lenti uppi á kant við kerfið og varð sífellt reiðari og það voru mín stærstu mistök að klára ekki með- ferðina hjá Götusmiðjunni.“ Beint á fyllerí eftir sjálfsvígstilraun „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði aldrei verið gaman,“ segir Unnar þegar hann rifjar upp neyslutímabilið. „Ég skipti þessu í 30-30-30, þar sem 10 er eitthvað, 30 er bara „blackout“, 30 er vol- æði og ógeð og 30 er skemmtilegt og það er þetta skemmtilega sem gerir neysluna svona hættulega. Það koma skemmtilegir dagar, en maður áttar sig ekki á að það eru kannski dagarnir sem þú ert mest með hausinn í lagi.“ Samhliða því sem neyslan jókst, jókst vanlíðan Unnars og hann fór að leita að ástæðum til að enda líf sitt. „Það voru alls kon- ar ástæður sem ég var búinn að hugsa mér. Kærasta mín á þessum tíma hætti með mér og það var frá- bær afsökun. Þá gat ég sagt að mér liði ekki illa út af mér, en gat komið ástæðunni yfir á einhvern annan. Nokia 5.1 Plus Með öflugum 8 kjarna örgjörva fyrir AR leiki Frábær orkunýting Android One 13 og 5MP myndavélar 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 5.8” HD+ skjár Framhald á síðu 14 Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is „Ég ætla ekki að horfa á eftir börnunum mínum í kistuna“ Líf Unnars einkenndist af fíkn og afbrotum Framtíðin er björt Unnar er sáttur við lífið í dag, en fíkn og afbrot voru áður daglegt brauð. MYND: HANNA/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.