Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 16
16 5. apríl 2019FRÉTTIR Þ að vakti gífurlega athygli í febrúar 2009 þegar DV greindi frá því að Catalina Ncogo, rúmlega þrítug kona frá Miðbaugs-Gíneu, ræki vændishús við Hverfisgötu, við hliðina á lögreglustöðinni. Catalina hafði flust hingað til lands nokkrum árum áður eftir að hafa gifst íslenskum manni. Hún hafði ekki verið búsett lengi hér á landi þegar hún byrjaði að selja sig og á næstu misserum varð hún gífurlega umsvifamikil á íslenskum vændismarkaði. Fram kom í grein DV að Lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hefði rökstuddan grun um að Catalina hefði lífsviðurværi sitt af vændi annarra og stundaði man- sal með því að flytja ungar konur til Íslands í því skyni að gera þær út sem vændiskonur. Fjórar erlendar stúlkur frá Suður-Ameríku seldu sig í íbúð- inni við Hverfisgötu. Í samtali við DV sagði Catalina að hún væri „bisnesskona“ sem hefði ekki gert neitt ólöglegt og að stúlkurn- ar í vændishúsinu hefðu komið hingað til lands á eigin vegum. Eftir umfjöllun DV var Catalina nánast stöðugt í fjöl- miðlum fyrir margs konar brot. „Ég hefði alveg getað farið að vinna aftur í fiski eða á kassa í Bónus, en takmark mitt var að verða rík og það gerist ekki ef maður vinnur fyrir aðra,“ segir Catalina í bókinni Hið dökka man sem kom út árið 2010. Þá steig hún fram í afar opinskáu viðtali við Vikuna þar sem hún fór hvergi leynt með að hún væri eftirsótt vændiskona hér á landi. Þá sagði hún að fjölmargir hátt- settir men í þjóðfélaginu væru á meðal viðskiptavina hennar. „Ég er svarta perlan og þeir vilja svona Barbie-stelpu. Ég tek aðeins sérstaka kúnna og geri þetta því ekki oft.“ Skömmu eftir umfjöllun DV fór Catalina til Hollands. Hún var síðan handtekin í Leifs- stöð við komuna aftur til lands- ins, þann 19. febrúar 2009, og úr- skurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal og að hafa haft milligöngu um vændi. Einnig var hún grunuð um aðild að fíkniefnainnflutningi en kærasti hennar, Helgi Valur Másson, var handtekinn á Schiphol-flugvelli fyrir innflutning á tíu kílóum af kókaíni í vikunni áður. Catalina er fyrsta manneskjan á Íslandi sem ákærð er fyrir man- sal en hún var síðar sýknuð af þeirri ákæru. Hún hlaut að lok- um tæplega fimm ára dóm fyrir hórmang, fíkniefnainnflutning og líkamsárás. Á þeim tíma hafði enginn verið dæmdur fyrir að græða á vændi á Íslandi síðan hegningarlögunum var breytt árið 2007. Í desember 2011 réðst Andrea Kristín Unnarsdóttir, ásamt tveimur öðrum, inn á heim- ili konu í Hafnarfirði og mis- þyrmdi henni á hrottalegan hátt. Mennirnir tveir sem voru í för með Andreu voru Jón Ólafsson, kærasti hennar, og Elías Valdi- mar Jónsson. Um var að ræða hefndaraðgerð vegna skuldar. Einar „Boom“ Marteinsson, fyrr- verandi forsprakki vélhjólasam- takanna Hells Angels, Vítisengla, var seinna ákærður fyrir að hafa skipulagt árásina en fólkið var allt talið tengjast samtökunum með einum eða öðrum hætti. Einar var hins vegar sýknaður af ákæru í héraðsdómi. Árásin átti sér nokkuð langan aðdraganda en fórnarlamb árásarinnar og Andrea höfðu átt í deilum. Við yfirheyrslur hjá lögreglu hélt Andrea því fram að fórnarlambið hefði stolið mótor- hjóli sem var í hennar eigu, og sömuleiðis síma sem inni- hélt nektarmyndir af henni. Þá sagði hún konuna hafa stolið frá henni peningum og hún hefði viljað endurheimta þá. Dagana fyrir árásina voru konurnar tvær í stöðugum samskiptum á Face- book og í gegnum sms-skilaboð. Þann 22. desember 2011 réðst síðan þríeykið inn í íbúð konunn- ar og gekk þar skrokk á henni. Lýsingar á því sem átti sér stað í íbúðinni þennan dag eru hroða- legar. Þremenningarnir veittust að konunni og, meðal annars, slógu hana, spörkuðu ítrekað í höfuð hennar, rifu hár hennar upp með rótum, neyddu upp í hana fíkniefnum og hótuðu að klippa af henni fingur. Þá var kon- an einnig beitt kynferðislegu of- beldi. Á einum tímapunkti lagði Andrea hníf að hálsi konunnar og tók síðan um háls hennar og þrengdi að. Skildu þau konuna síðan eftir meðvitundarlausa í blóði sínu og læstu hana inni í íbúðinni. Í janúar 2012 var fólkið hand- tekið í viðamiklum aðgerðum lögreglu en málið var áberandi í fjölmiðlum á sínum tíma. Hlaut Andrea Kristín viðurnefnið „Andrea slæma stelpa.“ Í júní 2012 féll dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Jón og Elías fengu fjög urra ára dóm en Andrea var hins vegar dæmd í fjögurra og hálfs árs fangelsi þar sem hún var talin hafa haft sig mest í frammi í árásinni. Hæstiréttur þyngdi refs- inguna og dæmdi Andreu í fimm og hálfs árs fangelsi. Fréttablaðið heimsótti Andreu í Kvennafangelsið í Kópavogi í nóvember 2012. Þar ræddi hún meðal annars um dætur sínar tvær sem þá voru átta og tíu ára. „Það er engin leið að gera börnum grein fyrir slíku en ég hef reynt að útskýra fyrir henni að mamma gerði mistök,“ sagði Andrea á einum stað. Þá sagði hún engan leggja upp með að gera einhverjum illt. „Ég væri ekki mannleg ef ég iðraðist ekki gjörða minna og hef átt erfitt með að horfast í augu við þær allan tímann.“ Vilko.is • Sími 452 4272 • Húnabraut 33 • 540 Blönduósi Netverslun með stærri einingar ÍSLENSK GLÆPAKVENDI „Ég tek aðeins sérstaka kúnna og geri þetta því ekki oft. Það er tiltölulega sjaldgæft að konur fremji alvarlega glæpi á Íslandi. Algengast er að konur hljóti dóma fyrir smávægilega glæpi á borð við þjófnað og skjalafals en þegar kemur að að manndrápsmálum, alvarlegum ofbeldis- eða kynferðis- brotum eru karlar í áberandi meirihluta. Undanfarna fimm áratugi hafa nokkrar konur komist í kastljós fjölmiðla í tengslum við alvarleg sakamál. Þetta eru sögur þeirra. Af vettvangi Andrea Kristín Unnarsdóttir ANDREA „VONDA STELPA“ SVARTA PERLAN EIGNAÐI SÉR VÆNDIS MARKAÐINN Svarta perlan Catalina Ncogo. Framhald á síðu 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.