Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 2
2 5. apríl 2019FRÉTTIR 1946 – Sovéski herinn bindur endi á árslanga hersetu sína á dönsku eynni Borgundarhólmi. 1986 – Þrjár manneskjur bíða bana í sprengjutilræði á diskótekinu La Belle í Vestur-Berlín í Þýskalandi. Diskótekið var vinsæll viðkomustaður bandarískra hermanna á þeim tíma. 1992 – Friðarsinnarnir Suada Dilber- ovic og Olga Sucic eru skotnir til bana á Vrbanja-brúnni í Sarajevo, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Þau eru talin fyrstu fórnarlömb Bosníustríðsins. Á þessum degi, 5. apríl 1792 – George Washington Banda- ríkjaforseti beitir neitunarvaldi og er það í fyrsta skipti sem því er beitt þar í landi. Síðustu orðin „Ég sé svart ljós.“ – Rithöfundurinn Victor Hugo (1802–1885) V íðines er töluvert afskekkt, í nálægð við Álfsnes þar sem Sorpa er með endur­ vinnslustöð, og í góðri fjar­ lægð frá Mosfellsheiði og Esju­ melum. En heimilismenn kvarta ekki undan staðsetningunni. Fáir þeirra eiga bíl en akstur er í boði tvisvar á dag og allir hjálpast að varðandi vistir og útréttingar. Svanur Elíasson er á meðal þekktustu íbúa Víðiness en hann bjó um tíma í tjaldi í Laugardaln­ um. Svanur er ekki síst þakklátur fyrir vistina í Víðinesi vegna þess að þar getur hann verið með hundana sína. Svanur á tvær blíð­ lyndar blendingstíkur sem tóku blaðamanni og ljósmyndara DV af mikilli gestrisni. Þess á milli börð­ ust þær um athygli eiganda síns og eru báðar dálítið afbrýðisamar, að hans sögn. „Þær eru eins og börn, hvað þetta snertir,“ segir Svanur, en tíkurnar eru mæðgur sem heita Kleó og Jana. Margir heimilismenn voru heima við þegar DV bar að garði og verður að segjast að það virð­ ist ríkja góður andi á staðnum. Einn starfsmaður er í húsinu og er hann með fasta búsetu. „Hér ríkir góður andi og samhjálp er ríkjandi meðal okkar,“ segir Svanur. Flestir íbúanna eru miðaldra eða síðmið­ aldra karlmenn. Einn er í vinnu en aðrir eru öryrkjar. Húsaleigan er 50 þúsund krónur á mánuði en flestir íbúanna eru með ráðstöf­ unartekjur um 200 þúsund krónur, sumir minna og aðrir meira. „Maður kemst af með því að lifa spart,“ segir Sveinn og kvartar ekki. Vistarverur eru þokkalegar í Víðinesi og íbúar hafa ágæta eldunaraðstöðu í eldhúsum. Bað­ herbergi og eldunaraðstaða eru sameiginleg og hvort tveggja er með ágætum. Íbúarnir án leigusamnings og framtíðin í fullkominni óvissu „Það er fínt að vera hérna en það sem við hérna í húsinu erum óánægð með er skortur á fram­ tíðarlausn og óvissa um fram­ tíðina. Þetta átti bara að vera til skamms tíma en sumir hafa verið hérna í eitt og hálft ár og enginn veit hvað tekur við. Hingað koma fulltrúar frá velferðarsviði einu sinni í viku en hafa engar fréttir að færa okkur heldur segja okkur að við séum í rauninni að gefa þeim upplýsingar,“ segir Svanur. Leigjendurnir skrifuðu flestir undir tveggja mánaða samning á sínum tíma en eru í dag án leigu­ samnings. Áform um framtíð Víði­ ness virðast í lausu lofti, sem og framtíð íbúanna, sem eru uggandi um sinn hag. „Það hefur verið talað um að einkaaðili taki yfir reksturinn á þessu. Þá veit ég ekki hvað verð­ ur um okkur,“ segir Sigurjón Ás­ mundsson, öryrki sem bjó áður í gistiskýli. „Þetta er miklu betra en gistiskýlið,“ segir Sigurjón sem er sáttur við að búa í Víðinesi – en ósáttur við óvissuna. „Við óttumst framtíðina,“ segir Sigurjón. Svanur tekur undir þetta. „Við erum gleymdir hér og óttumst framtíðina,“ segir hann. „Það hefði líka verið gott að fá lengri leigusamning svo við ætt­ um möguleika á húsaleigubótum,“ segir Sigurjón og Svanur er sam­ mála því. Velferðarsvið staðfestir óvissuna DV sendi fyrirspurn á Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra vel­ ferðarsviðs Reykjavíkur, um málið og barst svar um hæl: „Upphaflega var Víðines hugs­ að sem hálfgert neyðarúrræði, sem við settum á laggirnar til að bjóða þeim sem voru á tjaldsvæð­ inu í Laugardal húsaskjól. Víði­ nes stóð þá tómt og við mátum það betra en að fólk byggi í tjöld­ um og húsbílum, að minnsta kosti hlýtt og vistlegt. Markmiðið var að það yrði unnið áfram með við­ komandi einstaklingum í því að finna varanlegt húsnæði. Mörg­ um leið hins vegar vel í Víðinesi, húsnæðið er í eigu borgarinnar og því var ákveðið að framlengja dvöl einstaklinganna enda löng bið í félagslegt húsnæði á vegum borg­ arinnar og annarra sveitarfélaga. Velferðarráð hefur hins vegar ver­ ið í stefnumótun varðandi málefni heimilislauss fólks og einstaklinga í vímuefnavanda og er von á tillög­ um á fundi ráðsins þann 17. apríl næstkomandi. Ein af tillögunum er að auglýsa eftir rekstrar aðila að Víðinesi og vera þar með áfanga­ heimili sem er þá fyrir fólk sem hefur lokið áfengismeðferð. Velferðarsvið mun vinna með hverjum og einum einstaklingi sem er í Víðinesi í dag að fram­ tíðarlausn, einhverjir gætu hugs­ anlega verið áfram og einhverjir fara í annað húsnæði.“ Þegar DV benti í svarpósti við þessu svari á að íbúarnir óttuð­ ust um sinn hag, þakkaði hún fyrir upplýsingarnar og skrifaði jafn­ framt: „Við þurfum greinilega að bæta upplýsingagjöfina.“ Undir þetta tekur Hrafnhildur Ósk Ólafsdóttir, geðhjúkrunarfræðing­ ur og deildarstjóri á velferðarsviði. „Við munum bæta upplýsingagjöf­ ina. Þeir einstaklingar sem fengu boð um að flytja upp í Víðines á sínum tíma voru ekki með mikl­ ar og flóknar þjónustuþarfir. Þrátt fyrir það höfum við lagt mikið upp úr því að þeim standi stuðn­ ingur til boða ef þeir þurfa. Því er umsjónarmaður búsettur í Víði­ nesi. Auk þess hefur vettvangs­ og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (VoR) komið og hitt íbúa í Víði­ nesi að lágmarki einu sinni í viku. Í tengslum við mögulegt útboð hafa ráðgjafar af þjónustumiðstöðvum lagt áherslu á að vera í virku sam­ bandi við hvern íbúa til stuðnings og ráðgjafar um framtíðarlausn­ ir ef til breytinga kemur. Við erum að bíða eftir tillögum um framtíð Víði ness. Þegar þær upplýsingar liggja fyrir verður öllum málum fundinn farvegur óski íbúar eftir því.“ n Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is VIÐ ERUM GLEYMDIR HÉR OG ÓTTUMST FRAMTÍÐINA Snemma árs 2018 hóf Reykjavíkurborg að bjóða heimilislausu fólki herbergi til leigu í hús- næði í Víðinesi. Fólk sem hafði vakið athygli fyrir að búa í tjöldum, meðal annars í Laugardal, var á meðal leigutaka. Í dag búa 11 manns í Víðinesi og ræddi DV við tvo þeirra á sólbjörtum degi í byrjun apríl. MYNDIR: HANNA/DV Svanur (t.v.) og Sigurjón

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.