Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 26
Námskeið 2019 5. apríl 2019KYNNINGARBLAÐ Grænkeramatreiðsla, veganlífsstíll og minni matarsóun Ég er með grænar rætur, rak lengi veitingastaðinn Á næstu grösum og Culina veitingar og hef sótt alls konar skemmtileg námskeið tengd grænkera lífs­ stílnum. Þannig að á þessum græna grunni mótast mínar aðferðir. En inn í þetta blandast líka sú áskorun sem brennur heitt á okkur öllum: Það sem við borðum skiptir svo miklu máli varðandi loftslags vandann. Þetta tvennt vinnur saman,“ seg­ ir matreiðslumeistarinn Dóra Svavarsdóttir en hún býður upp á nokkur skyld matreiðslunámskeið seint í apríl og í maí: Grænkera matreiðslunámskeið, Viltu vera vegan? og Eldað fyrir einn. Fyrri tvö námskeiðin kynna fyrir fólki græn­ metisfæði og vegan­lífsstílinn en það þriðja tekst á við matarsóun og þá áskorun að skipuleggja eldamennsku þegar bara einn eða tveir eru í heimili. „Ég kenni fólki að minnka upp­ skriftir og minnka einingar, fer yfir í hvaða magni er sniðugt að elda og svo bendi ég á leiðir til að auka fjöl­ breytni,“ segir Dóra en þetta er nám­ skeið sem getur allt í senn hjálpað okkur að spara peninga, sóa minna og verða umhverfisvænni. „Það er ekki raunhæft að allir verði vegan, en það er alveg á hreinu að við á Vesturlöndum verðum að minnka kjötneyslu allverulega ef við ætlum að uppfylla skuldbindingar okkar varðandi loftslagsmál,“ segir Dóra. „Ég legg líka áherslu á vandaða vöru, það þarf ekki að vera dýrasta varan en helst matur sem við vit­ um hvaðan kemur. Ég nota sjálf bara hreinan mat. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þátt takendur á námskeiðinu hafa hinar ýmsu forsendur og þetta er hugsað sem viðbót við þeirra eigin aðferðir,“ segir Dóra. Námskeiðin eru öll verkleg og fólk eldar á staðnum. Síðan borðar hópurinn saman, en kennt er í litlum hópum. Námskeiðin fara fram í húsnæði Hússtjórnarskólans að Sólvallagötu 12 í 101 Reykjavík. Þau standa frá kl. 17.30 til 22. Fólk tekur með sér svuntu, inniskó og dalla undir af­ ganga til að gefa svöngu heimilisfólki að borða og kosta 9.900 kr. Námskeið framundan: apríl: Grænmetisfæði / grænkera­ matur maí: Eldað fyrir einn maí: Viltu vera vegan? maí: Grænmetisfæði / grænkera­ matur Nánari upplýsingar eru á vefsíð­ unni culina.is. Skráning er í gegnum netfangið dora@culina.is eða í síma 892­5320. MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ DÓRU:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.