Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 6
6 SPORT 5. apríl 2019 Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu flottar innréttingar í hæsta gæðaflokki. Mikið úrval. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Íslenskar rækjusamlokurDómarinn: Þ að er skammt stórra högga á milli hjá íslenska karla- landsliðinu í fótbolta, liðið reynir að rífa sig upp af rassgatinu eftir magurt haust. Liðið byrjaði með ágæt- um í undankeppni EM 2020 og vann fínan sigur á Andorra, en í kjölfarið fylgdi högg gegn Frakk- landi. Það kom fáum á óvart að Ísland tapaði gegn Frakklandi, það var kannski frekar hvern- ig liðið missti hausinn undir lok þess leiks sem olli áhyggjum. Sú samstaða og endalausa barátta sem liðið hefur sýnt á síðustu árum, sást ekki. Nóg um það. Þetta íslenska landslið hefur frá árinu 2013, fært íslensku þjóðinni ógleymanleg augnablik. Liðið sló varla feilnótu í fimm ár, vissulega töpuðust einhverjir æfingaleik- ir en hverjum var ekki sama? Liðið náði mögnuðum árangri á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og tveimur árum síðar var liðið komið á Heimsmeistaramótið. Ís- land var eitt af 32 bestu landslið- um í heimi, liðið komst á stærsta íþróttamót í heimi. Magnaður ár- angur, liðið var hársbreidd frá því að gera frábæra hluti á stærsta sviðinu. Það er einstakt afrek fyrir 330 þúsund manna þjóð að komast á þetta mót, langminnsta þjóðin sem hefur afrekað það.Svo er komið að hinni vanþakklátu þjóð, íslenska þjóðin virðist vera fljót að gleyma. Nú þegar á móti blæs, virðist stuðn- ingurinn hverfa. Margir af þeim sem nutu þess að horfa á velgengni liðsins, ætla ekki að standa með liðinu þegar á móti blæs. Þetta er kallað að vera rækjusamloka, fólk mætir þegar árangurinn sýn- ir sig en ætlar að láta sig hverfa þegar gef- ur á skút- una. Þetta sama fólk kepptist við að kaupa miða fyrir um ári. Í dag hefur miðasala á næstu leiki liðsins staðið yfir í nokkrar vikur, langt er frá því að verða uppselt. Nú þegar liðið þarf mest á stuðningi að halda, reyn- ist erfitt að fá stuðning. Lestur á greinum um íslenska landsliðið er komið á svipaðar slóðir og þegar allt var í steik á árum áður. Ekki er komið ár síðan að liðið var á HM og liðið á fína möguleika á að komast á EM 2020. Það veltur hins vegar allt á leikjun- um tveimur gegn Tyrk- landi og Albaníu í sum- ar. Því ætla ég að skora á allar rækjusamlokur landsins að tryggja sér miða, og standa með strákunum okkar þegar á móti blæs og snúa skipinu við. Áframhaldandi sársauki í Bítlaborginni? n Blóðug barátta er um sigur í ensku úrvalsdeildinni n Misstígur City sig? Þ að er svakaleg barátta á toppi ensku úrvalsdeildar- innar en stuðningsmenn Liverpool láta sig dreyma um að 29 ára þrautaganga taki nú enda. Í bláa hluta Manchester er hins vegar Manchester City, sem gefur ekkert eftir. Nú þegar sex umferðir eru eftir er Manchester City á toppi deildarinnar með 80 stig en Liverpool með stigi minna í öðru sæti. Í venjulegu árferði væri Liverpool að leika sér að deildinni, en lið City er einstakt. Hvar geta hlutirnir farið úrskeiðis? Stuðningsmenn Liverpool horfa jafn mikið á leikina hjá sínu liði eins og hjá City, þeir vona að City misstígi sig og þá helst gegn Manchester United á útivelli, einnig gæti Tottenham gert eitt- hvað á Ethiad-vellinum. Segja má að erfiðasta verkefni Liver- pool komi til nú um helgina gegn Southampton, á útivelli. Liðið fær einnig Chelsea í heimsókn, en lið Chelsea er vægast sagt hræðilegt á útivelli. Veðbankar telja að líkurn- ar á því að Liverpool vinni deildina séu ekki mjög miklar, liðið hefur ekki unnið deildina í 29 ár og gæti þurft að bíða enn lengur. Leikir Liverpool: 5. apríl Southampton (Útivelli) 14. apríl Chelsea (Heimavelli) 21. apríl Cardiff (Útivelli) 26. apríl Huddersfield (Heima- velli) 4. maí Newcastle (Útivelli) 12. maí Wolves (Heimavelli) Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Leikir Manchester City: 14. apríl Crystal Palace (Útivelli) 20. apríl Tottenham (Heimavelli) 24. apríl Manchester United (Útivelli) 28. apríl Burnley (Útivelli) 4. apríl Leicester (Heimavelli) 12. apríl Brighton (Útivelli)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.