Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 33
FÓKUS 335. apríl 2019 M aría Ósk Skúladóttir býr ásamt unnusta sínum, Jóni Daða Böðvarssyni landsliðsmanni í fótbolta, og rétt rúmlega fjögurra mánaða gamalli dóttur þeirra í Reading í Englandi. Þar hefur fjölskyldan dvalið í tvö ár en Jón Daði spilar með liðinu Reading á meðan Mar- ía stundar fjarnám í viðskiptafræði við háskólann á Akureyri. Parið hefur sökum atvinnu Jóns Daða þurft að flytja reglu- lega á milli landa og segir María það oft hafa verið erfitt, en að ekk- ert toppi það þó að fá að fylgjast með maka sínum upplifa drauma sína. Þrátt fyrir erfiðleika fyrri bú- setuflutninga og peningavand- ræða hefur parið nú komið sér vel fyrir í Englandi og segist María sjaldan sakna Íslands. Blaðakona fékk að forvitnast um líf þeirra úti með nýjan fjölskyldumeðlim, ferðalögunum sem fylgja starfi Jóns Daða og framtíðaráformum þeirra. Getur verið erfitt að lifa í óvissu og að þurfa alltaf að byrja nýtt líf „Síðan við fluttum frá Íslandi höf- um við búið í Noregi, Þýskalandi og svo núna í Englandi, en hér höfum við verið í næstum því tvö ár. Við kunnum virkilega vel við okkur hérna og ég vona innilega að við verðum hér sem lengst. Þar sem fótboltinn er svo óútreiknan- legur veit maður víst aldrei hversu lengi maður verður á hverjum stað. Það getur verið erfitt að lifa í þannig óvissu og tekið á að þurfa alltaf að byrja algjörlega nýtt líf á nýjum stað. Það lendir líka oftast á fjölskyldum fótboltamannanna að standa í flutningum á milli staða þar sem þeir verða að fara strax á nýja staðinn. Ég hef því staðið nokkrum sinnum í því að þurfa að sjá um skipulagningu og flutning á milli landa. En það er auðvitað líka mjög spennandi og gaman að fá að prófa að búa á mörgum stöð- um,“ segir María sem er um þess- ar mundir í fæðingarorlofi með dóttur sinni ásamt því að sinna námi og halda úti bloggsíðu sinni (mariaosks.com). María segir fjölskylduna heppna með ættingja og vini sem heimsækja þau reglulega til Eng- lands og því sakni þau Íslands ekki mikið. Þá segist hún einnig hafa mörg áhugamál sem hún nýtir tíma sinn í. „Í sannleika sagt þá sakna ég Íslands ekki mikið þótt það komi tímabil sem ég sakna þess meira. Það eru þá aðallega fjölskyldan og vinir sem maður saknar. Svo eru vissir hlutir sem maður sakn- ar meira, eins og til dæmis allar sundlaugarnar. Einmitt núna þá ver ég stærstum hluta dagsins heima við að sjá um dóttur okk- ar, elda mat, taka til og svoleið- is. Síðan reyni ég eftir bestu getu að troða náminu inn þegar ég hef dauðan tíma. Síðustu daga hef ég einnig verið að skipuleggja skírn en við ætlum að skíra dóttur okkar þegar við komum til Íslands eftir að tímabilinu hjá Jóni Daða lýkur. Ég hef svo mörg áhugamál, með- al annars tísku, ljósmyndun, lestur og málun. Svo get ég eytt heilu kvöldunum í sjónvarpsgláp, en mér finnst mjög gaman að horfa á góða sjónvarpsþætti.“ Lífið oft erfiðara en fólk býst við þegar það heyrir starfs- heitið atvinnumaður í fótbolta Þrátt fyrir að atvinna Jóns geri að verkum að hann ferðist mikið þá er María ekki alltaf með í för. Hún fór þó með honum þegar hann spilaði með landsliðinu á EM og HM og segir það hafa verið æðis- lega og spennandi upplifun. „Ég hefði örugglega aldrei val- ið að ferðast til Rússlands annars. Þegar landsliðið spilar fer ég oft- ast til Íslands, hvort sem leikurinn er heima eða ekki, og ég er ekki dugleg að fara á útileiki þegar Jón Daði spilar hérna á Englandi. Fjöl- skyldur fá venjulega ekki að ferð- ast með í fótboltanum og til dæm- is bæði á EM og HM þá var mjög takmarkað hvað við fengum að hitta strákana okkar. Á EM ferðuð- ust flestar fjölskyldur á eigin veg- um og við hittum strákana aðeins í skamma stund eftir hvern leik. Í Rússlandi var fyrirkomulagið mjög svipað hvað það varðar nema KSÍ hélt aðeins betur utan um okkur í það skiptið. Ég reyni að fara til Íslands á alla landsleiki sem eru spilaðir þar, en það gæti breyst að- eins núna eftir að við eignuðumst dóttur okkar.“ María segir erfitt að útskýra fyrir fólki hvernig það sé að eiga unnusta sem er atvinnumaður í knattspyrnu, því staða þeirra get- ur verið svo mismunandi hverju sinni. „Fyrir mér er þetta bara ósköp venjulegt líf þar sem makinn ferð- ast og er mikið erlendis vegna GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta 577 5757 upplifa drauminn Allt þess virði að sjá ástina n María Ósk býr í Reading með Jóni Daða Böðvarssyni n Oft þurft að flytja á milli landa „Launin voru alls ekki frábær og við bjuggum í gamalli eins svefnherbergis kjallaraíbúð Lærir viðskiptafræði Dreymir um eigin rekstur í framtíðinni. Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.