Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 5. apríl 2019 S ara Bjarnveig Bjarnadóttir er þrjátíu og tveggja ára göm­ ul og hefur hún verið búsett ásamt manni sínum í Nor­ egi í tvö ár. Hann starfar sem send­ ill fyrir bakarí en hún er um þess­ ar mundir á öryrkjabótum vegna veikinda sem hún hefur glímt við lengi. Frá því að Sara man eftir sér hefur hún alltaf verið á þeirri skoðun að barneignir séu ekki fyr­ ir hana og hefur hún ítrekað upp­ lifað afskiptasemi frá fólki sem segir hana eiga eftir að iðrast þeirr­ ar ákvörðunar. Sara er hins vegar harðákveðin í að verða ekki móðir og hefur jafnvel velt fyrir sér ófrjó­ semisaðgerð. Fyrir fimm árum greindist Sara með fjölblöðru­ eggjastokkaheilkenni, PCOS, sem gerir að verkum að ef hún hygði á barneignir gæti það reynst henni erfitt. „Ég er með PCOS þannig að þótt ég vildi verða ólétt þá yrði það mjög erfitt fyrir mig. En ég hef aldrei vilj­ að börn. Mamma sagði mér að frá því að þegar ég var krakki sjálf þá hafi ég alltaf sagt að ég ætlaði ekki að verða mamma. Mér finnst bara fínt að vera þessi skrítna frænka sem fær lánuð börn sem ég get svo skilað,“ segir Sara í samtali við DV. „Að vera mamma er allt ann­ að og ég held að ef ég þyrfti að vera móðir dagsdaglega þá yrði ég ekki það góð í því hlutverki, vegna þess að til þess að ég geti funker­ að í lífinu þá þarf ég ákveðið mik­ inn svefn og hreyfingu. Ég er með kvíða, þunglyndi, MS, PCOS og vefjagigt og ég þarf ákveðna hluti til þess að geta bara verið ég. Ég veit líka sjálf hvernig það er að al­ ast upp með foreldrum sem eru með krónísk veikindi og ég myndi ekki vilja leggja það á barn. Mér fannst mjög erfitt að horfa upp á mömmu mína vera svona mikið veika. Alltaf að heyra að hún væri veik og að fara til læknis, alltaf að heyra setninguna: „Mamma þarf að leggja sig því að mamma er svo veik, það má ekki vera með mik­ il læti.“ En hún fékk berklabólgu þegar hún var barn og lungun hennar eru afar slæm. Svo er hún með vefjagigt, hjartasjúkdóm og ýmislegt fleira sem ég get ekki einu sinni talið upp.“ Elskar börn en hefur aldrei viljað vera mamma Sara segir að veikindi móð­ ur hennar og erfiðleika í kring­ um þau hafi litað æsku hennar og henni fundist það erfitt. „Ekki misskilja mig, ég elska börn og hef mjög gaman af þeim. En ég hef aldrei upplifað þá tilf­ inningu að vilja verða mamma. Ég á þó stjúpdóttur sem er ellefu ára og hún kemur til okkar og mér finnst það gott og þykir rosalega vænt um hana.“ Stjúpdóttir Söru er búsett á Ís­ landi en kemur reglulega til þeirra í nokkrar vikur í senn. Þegar Sara fékk greiningu á sjúkdómnum PCOS upplifði hún létti, en ekki erfiðleika líkt og margar konur í hennar sporum. „Þetta var léttir fyrir mig, ekki vegna móðurhlutverksins heldur vegna þess að þá gat ég loksins fengið lyf sem gátu minnkað ein­ kennin. Ég fékk aftur á móti að heyra það frá kvensjúkdómalækn­ inum mínum að hann vildi helst ekki setja mig á lyf af því að ég var ekki að reyna að verða ólétt. Þá fengi ég þrjú egglos á ári í stað­ inn fyrir tvö og það gæti því auk­ ið líkurnar á getnaði. En ég er á plástri, hormónalyfjum sem koma í veg fyrir getnað, og það hefur því ekki áhrif á það. Loksins þegar ég fékk lyf fyrir þremur árum þá fóru einkenni hjá mér að minnka gíf­ urlega. Áður en ég fékk lyf þá hafði ég rosalega sársaukafullar blæð­ ingar og þegar blöðrur sprungu þá var það svo sárt. Síðan var ég útþanin og með rosalega sykur­ þörf. Ég vaknaði stundum kannski klukkan tvö að nóttu og varð að fá mér gosglas eða súkkulaði. Um leið og ég fékk lyfin þá hætti það og á tveimur árum hef ég misst 25 kíló bara út af lyfjunum og vegna þess að eftir að við fluttum út þá höfum við haft efni á því að kaupa hollan mat. Það er mikill munur á verði á Íslandi og hér í Noregi. Svo er líka mikill munur á heilbrigðis­ kerfinu hér og á Íslandi.“ Ekki alvöru mæður ef þær ættleiða Sara segist hafa upplifað mikla af­ skiptasemi frá karlmönnum vegna „Ég hef aldrei upplifað þá tilfinningu að vilja verða mamma“ n Sara Bjarnveig vill ekki eignast börn n Þreytt á afskiptasemi og forvitni Íslendinga „Eins og maður segðist ætla út að lóga hvolpum Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Sara Bjarn- veig Telur að móðurhlut- verkið henti henni illa. Sara Bjarnveig ásamt manni sínum Framhald á síðu 46

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.