Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2019, Blaðsíða 48
5. apríl 2019 14. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Hún er nú vænsta skinn! Hinsta ósk Gulla Falk orðin að veruleika G uðlaugur Auðunn Falk, gítarleikari og tónlistarmaður, lést 29. júní 2017 eftir erfiða baráttu við krabbamein, hann var 57 ára. Gulli var þekktur gítarleik- ari og lagahöfundur og hafði starfað með fjölda tónlistarmanna um árabil. Gulli hafði unnið að diskinum Kaffi Ole fyrir andlát sitt og var það hans hinsta ósk að diskurinn yrði kláraður og gefinn út eftir andlát hans. Og nú er diskurinn orðinn að veruleika, hann inniheldur 13 lög eftir Gulla með textum Gísla Brynjars. „Geggjað efni og með því betra sem pabbi hefur samið, blanda af blúsrokki og melódískum lögum þar sem kassagítarinn nýtur sín. Plata sem hann vann að fram á síðustu stundu, hans eina ósk var að platan yrði gefin út. Við erum öll mjög stolt af afrekinu og ég veit að það er hann líka,“ segir Árni Hrafn Falk, sonur Gulla. Að disknum kemur fjöldinn allur af tónlistar- mönnum, lista- mönnum og fleirum. „Við ættingjar Gulla viljum þakka þeim fyrir þeirra framlag til að gera diskinn að veruleika,“ segir Árni Hrafn, en diskinn má kaupa hjá honum. Skin í íslenskri hönnun Hörpu B reska rokksveitin Skunk Anansie var vinsæl hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar. Hljóm- sveitin heimsótti landann tvisvar árið 1997 og hélt tón- leika í bæði skiptin. Í seinni heimsókninni, í september, heimsótti hljómsveitin höfuðstöðvar DV, sem þá var í Þverholti og spilaði á þaki hússins. Herlegheitunum var sjónvarpað á Stöð 2 og síðan sat hljómsveitin fyrir svörum í beinni línu hjá DV.Þetta er þó ekki í eina skiptið sem söng- konan Skin hefur látið sér líka við Ísland, fyrr á árinu sat hún fyrir í DIVA, bresku tímariti, en markhópur þess er lesbíur og tvíkynhneigðar konur. Þar klæðist hún jakka frá íslenska merk- inu MYRKA sem fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir á heiðurinn af. Skeifan 6 / Harpa / Kringlan /Laugavegur 70 / 5687733 / www.epal.is Tilboð* Montis Axel sófar* HÖNNUN: GIJS PAPAVOINE 2005 * Tilboðin gilda frá 1. apríl - 1. sept 2019 · Leður Rancho: svart eða brúnt 3,5 og 4 sæta Verð frá: 685.000,- É g er nýbúin að klára að horfa á uppistand með Jimmy Carr, „The best of ultimate gold greatest hits“ á Netflix og fannst það mjög gott, enda er Jimmy Carr í uppáhaldi en þetta er alls ekki fyrir viðkvæma. Hann fer alla leið í að reyna að sjokkera. Síðan var ég að klára myndina Highwaymen, með Kevin Costner og Woody Harrelson, sem fjallar um mennina sem gómuðu Bonnie og Clyde, mjög góð mynd sem ég mæli með. Þættirnir hans Loga eru frábærir, gott spjall við áhuga- vert fólk eins og til dæmis Ólaf Darra og Lindu Pé. Síðan er ég algjörlega „hooked“ á Rupauls Drag Race, það er „my guilty pleasure“ að horfa á.“ Hvað ert þú að horfa á? Kristín Sif Björgvins, útvarpskona á K100:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.