Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Síða 39
SAKAMÁL 395. júlí 2019 Karen Ingala Smith og Women ś Aid (Kvennahjálp) eiga heiðurinn af verkefninu, en það er tilkomið vegna þarfar á því að að taka á banvænu ofbeldi karla gegn konum. Verkefnið miðar að því að finna einkenni kvendrápa, aðstæður sem leiða til þeirra og hjálpa til við að draga úr þeim. Verkefnið hófst í febrúar árið 2015 og er byggt á upplýsingum Smith sem hún hafði safnað saman á blogsíðu sinni, fyrsta skýrslan kom út í desember árið 2016. Smith hefur síðan í janúar árið 2012 safnað saman upplýsingum af netinu um fréttir þar sem konur eru drepnar af mönnum, meðal annars úr tölfræði lögreglunnar, fréttum og skýrslum. Smith safnaði saman upplýsingum um gerendur, málsatvik, þar á meðal dagsetningu, nöfn aðila, lögregluumdæmi, börn viðkomandi, skráða ástæðu og morðvopn. séu engar nýjar upplýsingar í máli Stratford. Melanie Hall Melanie Hall, 25 ára, hvarf kvöldið 9. júní 1996 í Bath og fann verka- maður líkamsleifar hennar við hraðbraut 13 árum seinna. Hall, sem starfaði sem rit- ari við Royal United-spítalann í Bath, Somerset, var að skemmta sér á Cadillacs-næturklúbbnum sem staðsettur er á Walcot-stræti, kvöldið sem hún hvarf. Síðast sást til hennar kl. 01.10 um nóttina þar sem hún sat á stól við dansgólfið. Í mars árið 2014 óskaði lög- reglan eftir upplýsingum um hvít- an Golf Gti, sem var með tengingu við Pentwn-svæði í Cardiff, en lög- reglan taldi bílinn hafa þýðingu í málinu. 45 ára gamall karlmaður, sem var ekki verið nafngreindur, var handtekinn í júní árið 2016 grun- aður um morðið. Hafði hann mætt sjálfviljugur á lögreglustöð í Wilts- hire og óskað eftir að tala við þann sem fór með rannsókn málsins. Lögreglan gaf hins vegar út yfirlýs- ingu í september sama ár að hon- um hefði verið sleppt án ákæru. Handtaka hans kom í kjölfar yf- irlýsingar frá foreldrum Hall þar sem þau buðu 50 þúsund pund af eigin fé sem verðlaun fyrir nýjar upplýsingar í máli hennar, 20 árum eftir hvarf hennar. Sarah Davenport, leynilög- reglumaður í lögreglunni í Avon og Somerset, gaf nýlega út yfirlýsingu og óskaði eftir nýjum upplýsingum í máli Hall. „Óleystum morðmálum er aldrei lokað. Málin eru skoðuð reglulega til að athuga hvort ný tækni, eins og framfarir í DNA- -tækni, geti leitt eitthvað nýtt í ljós. Við erum einstaklega þakklát al- menningi fyrir alla hjálp frá þeim og við fáum oft símtöl með nýj- um upplýsingum, jafnvel varðandi sum af okkar elstu óleystu málum. Hvarfið og morðið á Melanie Hall er enn óleyst. Koma verð- ur refsingu yfir morðingja henn- ar til að fjölskylda hennar geti öðl- ast sátt. Ég vil hvetja alla sem búa yfir upplýsingum um hver drap Melanie, eða hvers vegna hún var drepin, til að stíga fram núna. Upp- lýsingar sem virðast lítilvægar geta verið lykillinn að lausn málsins.“ Debbie Linsley Debbie Linsley, 26 ára, fannst látin 23. mars 1988 í lest sem kom frá Orpington í Bromley, London, þegar lestin stöðvaði á Viktoríu- stöðinni. Linsley, sem starfaði sem hótel- stjóri í Edinborg, var að heimsækja foreldra sína og Gordon, bróður sinn, sem hugðist ganga í hjóna- band skömmu síðar. Hún steig um borð í lestina í Petts Wood í Suðaustur-London og sat í gamaldags sex manna vagni, en dyr voru á báðum hliðum vagnsins. Hermt er að frönsk au-pa- ir stúlka hafi heyrt öskur eft- ir að lestin fór frá Brixton í Suður- -London. Lestin kom á lestarpall 2 og klukkan 14.50 fundu starfsmenn lík Linsley um borð. Talið er að hún hafi verið myrt með 12–18 cm hníf sem lögreglan hefur enn ekki fundið. Yfir 1.200 yfirlýsingar vitna hafa verið teknar og fleiri en 650 einstaklingar útilokaðir sem mögu- legir sakborningar á þeim tíma sem rannsóknin hefur staðið yfir. Linsley barðist við morðingja sinn og fannst DNA hans í blóð- slóð á vettvangi. Engin samsvörun fannst í alþjóðlegum DNA-gagna- banka og rannsóknarlögreglan notaði nýja aðferð í mars á þessu ári til að reyna að finna og bera kennsl á morðingja hennar. Not- uðu þeir svokallaða fjölskyldu- leit til að reyna að finna einhvern sem gæti verið skyldur gerandan- um. Hvöttu þeir einnig almenning til að hugsa til baka til dagsins sem Linsley var myrt til að reyna að sjá hvort þeir myndu eftir einhverju. Þrátt fyrir allt hefur lögreglunni þó ekki tekist að finna morðingja hennar og engar nýjar upplýsingar hafa komið fram tengdar morðinu. n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is „ÓLEYSTUM MORÐMÁLUM ER ALDREI LOKAГ Jill Dando var skotin til hana fyrir utan íbúð sína í Fulham í Vestur-London árið 1999. Lamplugh, 25 ára, hvarf árið 1986, en hún yfirgaf skrifstofu sína til að hitta óþekktan viðskiptavin að nafni Herra Kipper. Lögreglan telur að Kipper sé John Cannan, dæmdur morðingi. Melanie Hall var 25 ára þegar hún hvarf kvöld eitt þegar hún var úti að skemmta sér. Líkamsleifar hennar fundust 13 árum seinna. Debbie Linsley 26 ára fannst látin 23. mars 1988 í lest við komu hennar á Viktoríustöðina í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.