Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.2019, Side 46
46 FÓKUS 5. júlí 2019 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Þetta kostar að lifa eins og í eina viku Nýir áhrifavaldar spretta upp nánast í hverjum mánuði og keppast við að sýna fylgjendum sínum á Instagram frá sínu „daglega lífi“ sem er uppfullt af lúxus, utanlandsferðum, rándýrum merkjavör- um og veitingastaða- heimsóknum. Þó það sé ekki alltaf tekið fram er mikið um duldar aug- lýsingar á samfélags- miðlum og áhrifavaldar fá það gefins sem þeir gera eða kaupa, eða fá greitt fyrir, þó þeir gefi það ekki alltaf upp. Það skekkir því raunveruleik- ann talsvert. Við á DV tókum saman hvað vika í lífi áhrifavalds myndi kosta ef ekkert væri gefins eða greitt fyrir. Mánudagur Litun og klipping: 23.000 kr. Gervineglur: 9.000 kr. Litun og plokkun: 6.000 kr. Augnháralenging: 18.000 kr. Hádegismatur: 3.000 kr. Kaupa kort á námskeið í líkamsrækt: 15.000 kr. Kvöldmatur: 4.000 kr. Samtals: 78.000 kr. Þriðjudagur Próteinsjeik eftir æfingu: 1.000 kr. Spa eftir æfingu með hálftíma nuddi: 10.000 kr. Hádegismatur: 3.000 kr. Kaupa ný æfingaföt: 22.000 kr. Kaffihús með öðrum áhrifavöldum: 2.000 kr. Sundferð: 1.000 kr. Kvöldmatur: 5.000 kr. Samtals: 44.000 kr. Miðvikudagur Fylla á próteinduft og önnur fæðubótarefni: 25.000 kr. Spa eftir æfingu án nudds: 6.000 kr. Hádegismatur (nesti): 1.000 kr. Kaupa nýja æfingaskó: 25.000 kr. Húðslípun á andliti og hálsi: 15.000 kr. Kvöldmatur: 4.000 kr. Samtals: 76.000 kr. Fimmtudagur Sundferð: 1.000 kr. Hádegismatur: 3.000 kr. Kaupa föt fyrir djammið: 15.000 kr. Þriggja rétta kvöldverður með vínpörun: 23.000 kr. Nokkrir kokteilar á bar: 8.000 kr. Leigubíll heim: 5.000 kr. Samtals: 55.000 kr. Föstudagur Stakur tími í trimmform: 4.000 kr. Hádegismatur: 4.000 kr. Kaffihúsaferð með umboðsmanninum: 3.500 kr. Kaupa nýja hælaskó: 23.000 kr. Út að borða, einn réttur, ekkert vín: 6.500 kr. Samtals: 41.000 kr. Laugardagur Kaupa brúnkusprey: 8.000 kr. Kaupa aðrar snyrtivörur: 12.000 kr. Kaupa nýtt bikiní: 8.000 kr. Hádegismatur: 3.000 kr. Spa með klukkutíma nuddi: 15.000 kr. Kvöldmatur, eldað heima: 3.000 kr. Kaupa freyðivínsflösku: 14.000 kr. Samtals: 63.000 kr. Sunnudagur Dögurður á veitingastað: 5.000 kr. Bóka og borga ferð til Tenerife í viku með hóteli í gegnum ferðaskrifstofu: 300.000 kr. Vax á fótleggjum, undir höndum og brasilískt vax: 15.000 kr. Varafyllingarsprautur: 50.000 kr. Kvöldmatur: 5.000 kr. Samtals: 375.000 kr. Heildarkostnaður við vikuna: 732.000 kr. Inn í þessa útreikninga er ekki tekinn kostnaður við húsnæði, bíl eða almennt heimilishald. Það er því ljóst að manneskja sem myndi vilja tileinka sér lífsstíl áhrifavalda, án þess að fá allt eða hluta gefins, myndi þurfa að vera með svimandi há laun, eða fimm til sex milljónir hið minnsta. Sem dæmi má nefna að mánaðarlaun bankastjóra Íslandsbanka eru rúmar 3,6 milljónir og laun forsætisráðherra rúmar tvær milljónir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.