Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 28
Páskafjör 12. apríl 2019KYNNINGARBLAÐ Lenovo Yoga fartölvurnar eru vinsælustu fartölvurnar sem við seljum hér í verslun Origo í Borgartúni. Þessar vélar hafa reynst afar vel fyrir kröfuhörðustu notendur enda eru þær mjög góðar í alla staði,“ segir Daníel Þór Valsson, starfandi verslunarstjóri hjá Origo. „Lenovo Yoga fartölvurnar eru þunnar og léttar en að sama skapi mjög öflugar. Þær eru með mjög góðum snertiskjá sem hægt er að snúa alveg aftur sem gerir hann sérlega sveigjanlegan. Tölvan er því „Yoga liðug“ og þaðan kemur raunar nafnið á henni. Hægt er að opna Yoga tölvuna 360° og nota hana í þeirri stellingu sem hentar verkefninu hverju sinni. Þegar Yoga er sveigð í Yoga-stellingu þá gerast undur og stórmerki en hún dregur inn lyklaborðið svo að það verður slétt. Það gerir notkun í spjaldtölvuham þægilegri og vélina betri viðkomu. Yoga er því einstök vél sem sýnir vel hvert þróun fartölva stefnir og færir notendur inn í framtíðina á skemmtilegan hátt.“ Tæknivæddur snertiskjár og penni Daníel segir að Lenovo Yoga séu mjög öflugar vélar og með öllum þeim vélbúnaði sem fólk þarf í dag, hvort sem er í skóla, vinnu eða til heimilis- og afþreyingarnota. „Þar spilar inn í hversu meðfærilegar þær eru og skjárinn sveigjanlegur. Nýjustu Yoga tölvurnar eru komnar með nýjan og afar tæknivæddan snertiskjá. Þeim fylgir afar fullkominn penni sem hægt er að nota til að skrifa á skjáinn.“ Lenovo fartölvurnar hafa verið að standa sig mjög vel og gæðin eru mikil. Lenovo er stærsti PC fartölvuframleiðandi í heimi og það segir meira en mörg orð hversu vörur framleiðandans eru góðar og vinsælar um heim allan. „Origo er í fremstu röð þegar kemur að þjónustu sem er gríðarlega mikilvægt. Við erum með mjög öflugt þjónustuverkstæði þar sem tekið er hratt og örugglega á hlutunum ef eitthvað kemur upp á,“ segir Davíel. Legion tekur tölvuleikinn á næsta stig „Legion leikjavélarnar hafa einnig verið mjög vinsælar hjá okkur í verslun Origo. Það kemur ekki á óvart enda eru þetta frábærar leikjatölvur. Legion vélarnar taka tölvuleikinn á næsta stig enda eru þær með mikið af ljósum sem býður upp á mikla stemningu, flottar mýs, lyklaborð o.fl. Við erum með þrjár mjög öflugar Legion leikjavélar hér í versluninni þar sem fólk getur komið og prófað að spila t.d. Fortnite og Apex. Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi í Legion leikjatölvunum,“ segir Daníel. Bjóða upp á upplifun „Við leggjum mikla áherslu á að upplifunin í verslun Origo sé fyrsta flokks. Við viljum að fólk geti komið inn í verslunina og prófað og upplifað tölvu- og leikjaheiminn við bestu aðstæður. Það er skemmtilegt að geta boðið upp á svona upplifun og við finnum það á viðskiptavinum að þeir eru ánægðir með þetta. Við ætlum að einblína á þetta í framtíðinni og bjóða upp á upplifun, því það er ekki nóg að vera bara með vörurnar í hillunum þótt þær séu góðar. Fólk gerir meiri kröfur í dag og við viljum bregðast við því. Við erum afar stolt af að bjóða upp á úrval af bestu merkjunum í tækjum og má þar nefna Bose, Sony, Canon og Platronic,“ segir Daníel enn fremur. n Lenovo Yoga fartölvurnar slá í gegn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.