Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA 12. apríl 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Fréttastjóri: Kristinn Haukur Guðnason Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Hver er þín saga? A llar sögur skipta máli. Þín saga er öðruvísi en mín saga og saga foreldra okkar, systkina og vina eru allar mismunandi. Þær móta okkur sem einstaklinga og gera að verk- um að við högum okkur eins og við gerum. Hvert og eitt okkar fæðist sem óskrifuð ritgerð sem þó hefur nokkrar fyrirfram ákveðnar heim- ildir. Heimildirnar sem þegar eru til staðar allt frá getnaði eru gen okkar og þeir meðfæddu eiginleikar sem erfast. Ritgerðin skrifar sig svo sjálf, allar götur frá degi eitt. Sumir fæðast beint inn í mikil forréttindi, eiga efnaða foreldra, ganga í góðan skóla og geta próf- að allar þær tómstundir sem þeim hugnast. Aðrir fæðast kannski inn í mikla fátækt, ganga í notuðum föt- um og fá aldrei að prófa tómstund- ir. Allt þetta getur haft áhrif á okk- ur sem einstaklinga en ekkert er þó gefið. Það er aldrei hægt að sjá fyrir hvað framtíðin ber í skauti sér. Það geta allir lent í klóm fíkniefna- djöfulsins, orðið fyrir einelti, mis- notkun, slysi, læst í klóm ofbeld- issambands og misst barn, ásamt mörgum öðrum áföllum sem lita líf okkar. Þá er einnig hægt að vinna fyrsta vinning í happdrætti, sigr- ast á erfiðum veikindum og landa draumastarfinu. Allar þessar breytur hafa áhrif á okkur, við bregðumst mismun- andi við því sem kemur fyrir okk- ur og persónuleiki okkar með því. Við söfnum í bakpokann og höld- um áfram. Allar sögur skipta máli. Oft hafa blaðamenn fundið fyrir neikvæðri gagnrýni gagnvart starfi sínu. Við erum sögð afbaka sann- leikann, gera úlfalda úr mýflugu, skrifa fréttir sem engu máli skipta og skipta okkur af því sem eng- um kemur við. En við erum ekki að sinna starfi okkar til þess að ná okkur niðri á þér. Við erum ekki að reyna að eyðileggja fyrir fólki. Láta það líta illa út okkur í hag. Við erum ekki að ljúga og svindla en svo sannarlega kemur fyrir að við segj- um frá slíkum hlutum. Við erum að segja sögur. Við erum einstak- lingar með okkar eigin sögur sem stöndum vaktina fyrir fólkið sem vill segja sínar sögur. Deila sinni reynslu. Sumar sögur eru sagðar til þess að upplýsa almenning um hagsmuni þeirra. Sumar sögur eru sagðar einungis til dægrastyttingar og aðrar sögur eru sagðar til hvatn- ingar. Af því að allar sögur skipta máli. Þín saga og mín saga. n Leiðari Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Í vikunni barst DV ábending um myndband sem gekk eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla. Í myndbandinu, sem tekið er við Borgarholtsskóla í Grafarvogi, má sjá karlmann gefa annarri mann- eskju kjaftshögg og er talið að sú sem varð fyrir högginu sé kona. Við höggið féll manneskjan í jörðina og hefur myndbandið vakið mikinn óhug lesenda. DV er á móti ofbeldi í allri sinni mynd og því fær karlmaðurinn á mynd- bandinu, ásamt öllum öðrum sem telja ofbeldi í lagi, lastið. LOF & LAST – Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Lofið þessa vikuna fær hann „stjörnu“ Sævar Helgi Bragason sem leitt hefur áhorfendur þáttarins Hvað höfum við gert? í allan sannleikann um loftslagsbreytingar. Þættirnir sem framleiddir eru af Saga Film fyrir RÚV hafa útskýrt á mannamáli hvaða áhrif loftslagsbreytingarnar hafa haft á lífríki og samfélög og af- leiðingar þeirra. Sævar segir ungt fólk ekki nægilega meðvitað um loftslagsmál og að ef ekki takist að stöðva þá neysluhyggju sem á sér stað þá sé framtíðin ekki björt. Í þáttunum er einnig rætt hvaða lausnir eru til staðar og hvað hver og einn geti gert. DV er fylgjandi umhverfishyggju og við erum ánægð með framtak Sævars. Spurning vikunnar Geta tölvuleikir verið íþróttir? „Nei, ég held ekki.“ Ingibjörg Hjartardóttir „Já.“ Logi Stefánsson „Nei, tæpast.“ Boga Kristín Thorlacius „Já, að sjálfsögðu.“ Freygarður Þorsteinsson Við Laugaveginn Hver veit nema konurnar hafi fundið eitthvað við sitt hæfi, og ókeypis í þokkabót. „Við erum ekki að reyna að eyðileggja fyrir fólki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.