Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 33
12. apríl 2019 FRÉTTIR 33 inn á heimilið til dæmis undan brauði, kartöflum, fatnaði eða leikföngum. Íslendingar sóa um þriðjungi af mat Matarsóun á Íslandi er gríðarleg og er talið að við sóum um þriðj­ ungi. Þegar við drögum úr matar­ sóun lágmörkum við neikvæð áhrif á umhverfið og gott er að til­ einka sér ýmis húsráð eins og að skipuleggja innkaup, nýta frystinn og borða afganga. Það sem er gott að gera við þá matarafganga sem við ekki notum er að molta þá eða gefa smáfuglum. Skaðleg innihaldsefni snyrti- vara. Hvað getum við gert? Í fyrsta lagi er gott að draga úr notkun snyrtivara eins mikið og þú getur. Þá er gott fyrir þig að velja vörur sem eru umhverfisvott­ aðar með til dæmis Svaninum eða Evrópublóminu. Með þeim þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að vörurnar innihaldi rotvarnarefni, ofnæmisvaka, efni sem geta ver­ ið hormónaraskandi eða séu ekki ákjósanleg í náttúrunni. Sniðugt er að kaupa sápur í stærri umbúðum og fylla frekar á minni umbúðir sem þú átt til á heimilinu. Þá eru handa­ og hár­ sápur einnig fáanlegar í stykkjum en ekki fljótandi efni og eru þær umhverfisvænni. Búðu til þitt eigið krem og farða. Kókosolíu má til að mynda vel nota sem farðahreinsi og einnig til þess að viðhalda raka húðarinnar. Hreingerning með hreinsiefnum skilur alltaf eftir efnaleifar í umhverfinu Mörg þvotta­ og hreinsiefni geta verið ertandi og jafnvel ætandi. Þegar við notum hreinsiefni verða ávallt efnaleifar í umhverf­ inu og eru ung börn sérstaklega berskjölduð fyrir þeim þegar þau skríða um gólfin. Til að byrja með er gott að minnka þá skammta sem þú not­ ar til þess að þrífa. Til að mynda hefur verið sýnt fram á það að Ís­ lendingar eigi það til að nota allt of stóra þvottaefnaskammta í þvottavélarnar en vatnið á Íslandi er steinefnasnautt og þess vegna þurfum við minna þvottaefni en önnur lönd. Með einfaldri leit á veraldar­ vefnum má finna margar góðar uppskriftir að náttúrulegum hreinsiefnum úr einföldum hrá­ efnum eins og matarsóda, sítrónu, ediki og öðru. Þá er einnig gott að draga úr umbúðakaupum með því að kaupa stórar umbúðir og fylla á minni. Vörur sem vottaðar eru með Svaninum eða Evrópublóm­ inu innihalda lágmarksmagn af efnum. Veldu húsgögnin þín vel. Mörg þeirra innihalda eiturefni Við eigum það til að fá nóg af þeim húsgögnum sem við eigum og þegar stórar verslunarkeðjur bjóða upp á gott verð og einföld kaup þá eigum við það til að bíta á agnið. Þarft þú á þessu húsgagni að halda? Ef svo er hafðu þá í huga hver ending þess er, gæði, vottun og annað. Nýttu húsgögnin þín vel, ekki skipta um „af því bara.“ Stöðugt fleiri framleiðendur vinna í því að draga úr umhverfisáhrif­ um framleiðslu sinnar og því er ekki erfitt að fá svar við því hvort húsgögnin séu umhverfisvottuð. Þegar keypt er nýtt innihúsgagn er gott að láta lofta vel um það í nokkra daga en það getur gefið frá sér skaðleg efni til að byrja með. Forðastu að kaupa húsgögn með gervileðri og lengdu líftíma hús­ gagna með því að gefa þau áfram eða selja. Nýjasta tíska? Þegar kemur að fatanotkun er nokkuð algengt að í skápnum okkar leynist föt sem við notum sjaldan eða aldrei. Þau er gott að gefa áfram til fatasöfnunar Rauða krossins til dæmis. Ekki kaupa þér óþarfa flíkur og reyndu að vanda valið vel þegar kemur að kaup­ unum. Hröð tíska og ódýr föt sem koma frá stórum verslunum eru ekki góð kaup. Vörurnar eru yfir­ leitt ekki í góðum gæðum, koma frá slæmum framleiðendum og eru hönnuð til þess að endast stutt. Þarft þú í raun og veru að eiga tíu peysur, fimmtán kjóla og tuttugu skópör? Reyndu að kaupa þér endingargóð föt hjá fyrirtækj­ um sem passa vel upp á umhverf­ ið. Allt of flókið að flokka? Í dag eru margar vörur orðnar flókar til endurvinnslu. Því tækni­ væddari sem þær eru því fleiri hrá­ efni þarf til þess að framleiða þær og allt það sem við setjum óflokk­ að í rusl endar á einn eða annan hátt úti í náttúrunni. Flokkun og endurvinnsla er því lykilatriði til þess að forðast mengun. Þær vörur sem ekki er hægt að endurvinna eru meðal annars tyggigúmmí, svampar og einnota bleyjur. Langflestar aðrar vör­ ur sem við notum dagsdaglega er hægt að endurvinna. Timbur, plast, gler, málmar og pappír missa ekki eiginleika sína og hægt er að endurvinna þær margoft. Spilliefni eins og rafhlöður, olíu­ málning, terpentína, tjöruleysir, lyf og fleira er bannað að urða og brenna. Þeim ber að skila inn til endurvinnslustöðva. Það er í raun ekki nein ein leið best til þess að byrja að flokka en hver og ein fjölskylda getur sett upp að­ stöðu sem hentar henni best. Gott er að flækja hlutina ekki fyrir sér og yf­ irleitt þurfa ekki miklar breytingar að eiga sér stað. Flokkið plast, pappír og annan úrgang hvert í sitt ílátið. Bara með þeim breytingum sjáum við strax mikinn mun og leggjum okkar af mörkum. Bæði einnota pappírsbleyjur sem og margnota taubleyjur hafa í för með sér neikvæð umhverfis­ áhrif. Þó eru áhrif margnota tau­ bleyja töluvert minni og séu þær þvegnar á rétt­ an hátt minnka um­ hverfisáhrif þeirra töluvert. Því getur verið góður kostur að nota taubleyjur frekar en pappírs­ bleyjur fyrir börnin okkar. Veldu blautþurrkur sem innihalda ekki paraben eða ilmefni en þau efni geta valdið hormónaraskandi áhrifum og ofnæmi. Sneiddu hjá snuðum, pelum og naghringjum sem innihalda þalöt. Í dag er talið að hver Íslending­ ur noti á milli 100–200 plastpoka á ári, sem er rosalegt magn. Hand­ töskur, margnota innkaupapokar eða að nota sama plastpokann aftur og aftur er góð lausn til þess að minnka þessa notkun. Teljir þú þig eiga mikið af pokum sem ekki eru í notkun, gefðu þá ættingjum eða vinum þá sem ekki eru byrjað­ ir að draga úr einnota notkun. Allt sem við getum gert til þess að hjálpa til skiptir máli. Fyrir mig, fyrir þig og fyrir komandi kyn­ slóðir. Ætlar þú að gróðursetja tré fyrir aðra til að njóta? n GERlf> GJEf>A- OG VERf>SAMANBURf> Nattsloppar og saengurfot MikiO urval - Flottar fermingargjafir � .... �--...... - - ' �.: ' . ., J • .;- Baldursnesi 6 - Akureyri Listhusinu Laugardal- Simi 581 2233 Baldursnesi 6, Akureyri - Simi 461 1150 OpiO virka daga kl. 10:00 - 18:00 Laugardaga 12:00 - 16:00 Umboclsallilar: I Husgagnaval - Hiifn f Hornafirlli I Bara snilld ehf. - Egilsstoclum Umboðsaðilar: Húsgagnaval - Höfn / B ra s illd ehf. - Egi sstöðum GJÖF FYLGIR FERMINGAR- RÚMUM VIÐ ERUM ÖLL EIGINGJÖRN - ÉG, ÞÚ OG ALLIR HINIR! „Hverju breytir það svo sem ef ég flokka? Náttúran Allt það sem við setjum óflokk- að í rusl endar á einn eða annan hátt úti í náttúrunni. Flokkun Hver fjölskylda get- ur komið upp sinni aðstöðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.