Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 29
FÓKUS - VIÐTAL 2912. apríl 2019 A ndrea Jónsdóttir fagnaði sjötugsafmæli 7. apríl og hélt upp á áfangann á sínu öðru heimili, skemmti­ staðnum Dillon, þar sem troð­ fullt var út úr dyrum tvö kvöld í röð af vinum og ættingjum. Andr­ ea er öllum kunn sem fylgjast með tónlist, en sjálf hefur hún hrærst í bransanum í næstum 50 ár, sem plötusnúður og útvarpsmaður. Blaðamaður settist niður með Andreu yfir öli á skemmtistaðnum Dillon og ræddi lífið og tilveruna, bernskuárin á Selfossi, Bítlana og bransann, plan B og barnabörnin. „Ég er fædd og uppalin á Sel­ fossi, það var rosalega fínt og ég átti frábæra foreldra, systkini, afa og ömmu,“ segir Andrea, sem er fædd í húsinu Núpi, sem í dag hýs­ ir Kaffi Krús. Hún var 1–2 mín­ útur að hlaupa yfir í skólann og því upplagt þar sem stutt var að fara að bjóða vinunum heim í morg­ unkaffi, enda var aldrei amast við að krakkar kæmu inn á heimilið að leika sér að hennar sögn. „Það voru alltaf allir velkomnir og alltaf til nóg af mat, við hefðum lifað af kjarnorkustyrjöld með kakkalökk­ unum.“ Foreldrar Andreu eru báðir látnir, faðir hennar lést árið 1999, árið sem hann hefði orðið áttræð­ ur, og móðir hennar fimm árum seinna, árið sem hún hefði orðið 85 ára. „Þau hefðu bæði orðið 100 ára í ár og við ætlum að halda upp á það í sumar á Kaffi Krús.“ Faðir Andreu var lengst af mjólkurbílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna og móðir hennar var húsmóðir, sem vann alltaf líka á sumrin í kaupfélaginu á Selfossi. „65 ára gömul vann hún í pöntun­ ardeildinni þegar tölvurnar komu og þá lærði hún fyrst á tölvu. Mamma er eina manneskjan sem ég veit um sem hefur farið til yfir­ manns síns og sagst ekki nenna að vinna allan daginn, þar sem hún gæti klárað vinnuna á hálf­ um degi. Hún vildi frekar fá hálft kaup fyrir hálfan dag, en hanga í vinnunni allan daginn,“ segir Andrea. „Mamma væri kölluð pínulítið ofvirk í dag. Hún saum­ aði á okkur föt og vakti yfir því. Hún er myndarlegasta húsmóðir sem ég hef kynnst á ævinni og ná­ grannakona okkar sagði: „Það er svo fínt hjá henni Sveinu að það er hægt að éta af gólfinu.“ Mamma var rosalega dugleg og því mið­ ur erfði ég ekki mikið af því. Ég er meira í pabbaætt, fólk sem vill frekar liggja heima og lesa, það má samt ekki misskilja mig þannig að pabbi hafi verið latur.“ Timburflokkun fyrsta launaða starfið Þrátt fyrir að hafa ekki erft MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK „Músíkin er eins og mann- kynssaga“ n Andrea amma rokk orðin sjötug n Eldri en rokkið sjálft Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is MYND: HANNA/DV Töffari Andrea hefur verið einstakur töffari í marga áratugi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.