Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 41
12. apríl 2019 41SAKAMÁL og ég seildist í byssuna sem hann geymdi í náttborðsskúffunni. Ég beindi byssunni að höfðinu á hon- um og skaut fyrsta skotinu. Byssan var sennilega fimmtán sentimetra frá andliti hans.“ Ekki ástríðuglæpur Cecile bætti við að hún hefði ver- ið átakanlega ástfangin af mann- inum og væri það enn. Kviðdóm- ur taldi að ekki hefði verið um ástríðuglæp að ræða heldur hefði ágirnd og hatur legið að baki morðinu. Cecile viðurkenndi að hafa hreinsað til eftir morðið, hent byss unni í Genfarvatn og síðan lagt á flótta til Ítalíu og þaðan til Austurríkis. Þann 18. júní, 2009, var Cecile sakfelld fyrir morð og dæmd til átta og hálfs árs fangelsisvistar. Að auki skikkaði dómstóllinn í Sviss Cecile til að greiða börnum Edouards einn franka í samvisku- bætur (e. moral damage). Iðrun og söknuður Cecile Brossard fékk reynslulausn í nóvember árið 2010 eftir fimm ára fangelsisvist, að meðtöldum þeim fjórum sem liðu frá hand- töku til sakfellingar. Árið 2013 tjáði Cecile sig um morðið í fyrsta skipti síðan rétt- að var yfir henni. Hún sagði með- al annars að hún „myndi ævin- lega iðrast“ gjörða sinna og að hún saknaði ástmanns síns sem hefði verið „indæl og geislandi persóna.“ n Auðbrekku 27, Kópavogi www.bilasprautun.is Af sex fórnarlömbum Josephs árið 1987 voru borin kennsl á þrjú. Um karlmenn var að ræða og þrír eru enn óþekktir, enda um flækinga að ræða í öllum tilvikum. Síðasta flækinginn myrti Joseph síðdegis þann 20. janúar 1987. Því miður fyrir Joseph þá voru til staðar vitni og þau ákváðu að láta ekki kyrrt liggja. Þau eltu Joseph drjúgan spöl og tókst að lokum að vekja athygli lögreglunnar. Lög- reglunni tókst um síðir að króa Joseph af og sá hann þann kost vænstan að gefast upp og kastaði frá sér hnífnum. Joseph var dæmdur til 156 ára fangelsisvistar árið 1988. Í fangelsinu myrti hann klefafélaga sinn með því að kyrkja hann með laki. Það morð var kornið sem fyllti mælinn og árið 1993 var Joseph Martin Danks dæmdur til dauða. MYRTUR Í LATEXKLÆÐUM Í MIÐJUM KLÍÐUM n Edouard Stern var vellauðugur bankamaður n Cecile Brossard afgreiddi í verslun n Tóku upp samband eftir að þau kynntust n Edouard særði Cecile Cecile Brossard Vann í verslun þegar hún hitti Edouard. Iðrun og söknuður Cecile sagðist síðar sakna ástmanns síns og iðrast gjörða sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.