Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 8
8 12. apríl 2019FRÉTTIR „Sælt veri fólkið Langaði að senda ykkur línu og greina frá atburðum dagsins, þannig er að mér voru gefnir úr- slitakostir að segja upp eða vera sagt upp með einhverju áminn- ingaferli og leiðindum. Ástæðan er mér frekar óljós, en jú að sögn fyrrverandi yfirmanns er ég víst svo pirruð og óánægð að hann treystir sér ekki lengur til að hafa mig starfandi með hópnum og jú svo hef ég ekki staðið mig nógu vel í símsvörun. Og ekki má nú gleyma að einhver lítil mús til- kynnti honum í gær að ég hefði stolist út í smók utan matar/kaffi tíma. En allavega ber mér að hætta núna strax korter í jólahlað- borð sem yfirmanninum fannst nú reyndar að ég ætti að mæta á (mjög sérstakt) og korter í jól. Þannig að ég vil þakka ykkur fyrir góð kynni og gott samstarf á undanförnum árum og óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleði- legra jóla.“ „Þú finnur það þegar það byrj- ar og svo ágerist það. Allt í sam- bandi við manneskjuna fer að fara í taugarnar á honum og smám saman verður allt starfsmannin- um að kenna,“ segir Elsa um fram- göngu forstöðumannsins. „Um leið og maður er búinn að segja upp þá er maður orðinn óvinur“ „Mín saga er frábrugðin sögum hinna kvennanna,“ segir Elsa. „Það var ekki þessi langi undanfari vax- andi andúðar og eineltis. Ég starf- að í höfuðstöðvunum í Reykjavík en forstöðumaðurinn umræddi var á Ísafirði. Forstöðumaðurinn gat hins vegar ekki unnað mér að ganga út úr stofnuninni með reisn.“ Elsa hafði sagt upp störfum vegna óánægju með starfsand- ann á stofnuninni sem bæði hún og Braga segja að gegnsýri bæði starfsstöðina á Ísafirði og aðal- stöðvarnar í Reykjavík. Mikil vin- átta ríki á milli forstjórans og for- stöðumannsins og af þeim sökum sé enginn trúnaður við starfsfólk virtur. Allt sem sagt sé við forstjór- ann um erfiðleika í samskiptum við forstöðumanninn rati til for- stöðumannsins og leiði hefnd yfir þann sem kvartaði. Lokaniður- staðan sé alltaf sú sama: Val um að segja upp eða vera rekinn. „Þann 23. mars 2017 fór for- stjóri stofnunarinnar í frí og for- stöðumaðurinn kom suður og leysti hann af,“ segir Elsa enn fremur. „Ég hafði sagt upp störf- um og bað forstjórann um að tjá sig ekki um það þar sem ég vildi fá að segja samstarfsfólki mínu sjálf frá uppsögninni. Sama dag og for- stöðumaðurinn kemur suður kall- ar hann mig inn á skrifstofu og tjá- ir mér að að frekara vinnuframlags af minni hálfu væri ekki óskað. Var mér gert að hætta strax en ég fengi greiddan allan uppsagnarfrestinn. Kom þetta mér í opna skjöldu þar sem trúnaðurinn við forstjórann var augljóslega brostinn. Það var ekkert annað í boði fyrir mig en að fara strax. Það var í raun og veru verið að reka mig þó að ég hafi sagt upp. Ég átti ekki að fá að halda reisn, um leið og mað- ur er búinn að segja upp er maður orðinn óvinur. Það þarf að gera honum ljóst að hann á ekki Innheimtustofn- un sveitarfélaga, þetta er opinber stofnun sem hann fer með eins og væri hans eigið fyrirtæki, og kemst upp með það af því að hann virð- ist hafa vin sinn, forstjórann, í vas- anum. Það er þess vegna sem við stígum fram, ekki til að opinbera einhverja harmsögu í lífi okkar, því við jöfnum okkur alveg á þessu mótlæti, heldur til að leiða í ljós hvað viðgengst í daglegri stjórnun og starfsmannamálum í þekktri ríkisstofnun,“ segir Braga. Braga segist hafa streist lengi á móti hinum þekktu afarkostum sem starfsfólk er fellur í ónáð innan stofn- unarinnar standi frammi fyrir. Í sögu hennar er meðal annars að finna dæmi um, að því er virðist, ef satt er, stórfurðulega afskiptasemi af einkalífi starfsfólks og maka þeirra, kvartað yfir því að þessi og hinn séu ekki Facebook-vinir, auk þess sem Braga var sökuð um ein- elti á vinnustað án þess að hún hefði nokkurn tímann fengið að vita efnisatriði þess eineltismáls, að hennar sögn. Segir að farið hafi verið í tölvupóstinn hennar og rótað í skrifborðinu „Mín saga er lengri og stærri en hinna vegna þess að ólíkt hinum konunum var ég staðráðin í að láta þennan mann ekki vaða yfir mig,“ segir Braga. Í byrjun árs 2018 segist hún hafa upplifað mikla breytingu á hegðun forstöðu- mannsins í hennar garð á vinnu- staðnum. „Það kom til dæmis fram í því að hann gekk út af kaffi- stofunni ef ég kom þangað inn og fleira af slíku tagi. Ég var greinilega fallin í ónáð og af fyrri reynslu vissi ég að farið var af stað ferli sem yrði ekki stöðvað og gæti bara endað á einn hátt.“ Þess skal getið að Braga og forstöðumaðurinn þekktust vel og voru góðir vinir eins og flest- ir starfsmenn útibúsins á Ísafirði, enda um lítið samfélag að ræða. „Við vorum nágrannar og vinskap- ur okkar náði langt aftur.“ Hluti af þessari sögu varða at- burði í einkalífi Brögu sem áttu sér stað um sama leyti: „Ég á son sem var í mikilli neyslu um þetta leyti og rétt eftir áramótin fékk ég tilkynningu um að hann væri á milli heims og helju á sjúkrahúsi. Ég upplýsi það fúslega hér að ég fékk taugaáfall vegna þessa og fór til læknis sem fyrirskipaði tveggja vikna veikindaleyfi. Á þeim tíma kom ég drengnum mínum í með- ferð til Svíþjóðar. Ég sendi tölvu- póst á allar vinkonur mínar í vinnunni – þennan góða hóp – og lét þær vita að ég yrði frá í tvær vik- ur. Á þessum tíma fékk ég tilkynn- ingu um það í símann að það hefði verið farið í tölvupóstinn minn. Ég hafði samband við kerfisstjór- ann og sagði að það væri búið að hakka tölvupóstinn minn. Þegar ég hafði samband við forstöðu- manninn viðurkenndi hann að hafa farið í póstinn til að setja inn tilkynningu um að ég væri í veik- indaleyfi. En ég hafði sjálf sett inn slíka tilkynningu.“ Þegar Braga kom til baka úr veikindaleyfinu í febrúar kom í ljós að hún hafði misst prókúru inni í einkabanka stofnunarinnar og innkaupaverkefni á veitingum Afgreiðum HÁDEGISMAT Í BÖKKUM alla daga ársins til fyrirtækja og stofnana GÆÐA BAKKAMATUR Mismunandi réttir ALLA DAGA VIKUNNAR Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 „Starfs- ferillinn minn var tek- inn og settur í tætarann „Á borðinu liggja alltaf tvö bréf Útibúið á Ísafirði Kvörtun starfsmanns vegna forstöðumannsins endaði á hans borði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.