Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 12
12 12. apríl 2019FRÉTTIR Þ að er gríðarleg óánægja meðal starfsfólks niðri í gistiskýli og mikil starfs- mannavelta hefur verið undanfarna mánuði. Aðalástæðan er sú að þarna eru rekin sjö neyslu- rými fyrir sprautufíkla og dreifast þau á allar þrjár hæðir hússins. Þetta skapar gríðarlega hættu fyrir bæði okkur starfsfólkið og líka skjólstæðingana sem búa í húsinu. Margir þeirra eru bara venjulegir karlar sem eru tímabundið heim- ilislausir, til dæmis vegna skyndi- legra sambúðarslita og svo fram- vegis. Þessir menn eru margir ekki í neyslu,“ segir Tómas Jakob Sig- urðsson, starfsmaður gistiskýlis- ins við Lindargötu. Tómas og margir samstarfs- félagar hans eru mjög ósáttir við hvernig rekstur gistiskýlisins hefur þróast á undanförnum árum, eftir að tekin var upp svokölluð skaða- minnkunarstefna. Forstöðumað- ur gistiskýlisins, Þór Gíslason, er á meðal stofnenda Frú Ragnheiðar sem gengst fyrir skaðaminnkandi aðgerðum í málum sprautufíkla. „Stærstur hluti þeirra sem sækja í gistiskýlin er alkóhólist- ar. Síðan breyttist þetta fyrir tæp- lega tveimur árum þegar tekin var upp þessi skaðaminnkunarstefna. Þá var opnað fyrir það að menn gætu sprautað sig inni á salernum. Það eru settir þarna gulir dallar fyrir notaðan búnað og boðið upp á hreinar sprautunálar. Það hefur verið reynt að hafa einhverjar regl- ur um þetta, til dæmis að menn séu skráðir inn í hús. En þetta fer meira og minna úr böndunum, því það er miklu meiri aðsókn í þetta en húsið leyfir. Núna er það ekki bara þessi stóri hópur fólks sem er á götunni, heldur bætast við sprautufíklar, og meðal þeirra eru menn sem aldrei áður hafa nýtt sér gistiskýlið sem slíkt, en nýta sér aðstöðuna til að geta sprautað sig,“ segir Tómas. Ekki viðurkennt að neyslurými sé á staðnum Tómas segir að starfsmenn hafi tekist á um þetta mál við for- stöðumannsins á sérstöku spjall- svæði. Þar neiti hann því að um neyslurými sé að ræða. Stefn- an sé sú að líta fram hjá neyslu. Orðrétt skrifaði forstöðumaður- inn meðal annars í þessum um- ræðum: „Og hér er þar sem ég stíg fast niður fæti, jafnt gagnvart ykkur sem öðrum sem tala gegn skaðaminnkun. Það er unnið sam- kvæmt skaðaminnkandi aðferða- fræði í gistiskýlinu og það er ekki ykkar að ákveða annað.“ Baldur Bergþórsson, vara- borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur kynnt sér starfsemi gistiskýlis- ins og blöskrar ástandið. Hann og Tómas eru sammála um að ekki sé með nokkrum hætti hægt að andmæla því að í húsinu séu rek- in neyslurými fyrir sprautufíkla. „Þetta er bara súrrealískt,“ segir Baldur um þá afstöðu að afneita því að neyslurými sé í gistiskýlinu. Hann bendir á að í nýju laga- frumvarpi sem Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram og miðar að tilslökun á reglum um skaðaminnkandi að- gerðir, sé gert ráð fyrir að upp- fyllt séu mjög ströng skilyrði til að mega reka slík rými. Segir meðal annars í frumvarpinu: „Neyslurými er lagalega vernd- að umhverfi þar sem einstaklingar sem eru 18 ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eft- irliti heilbrigðisstarfsmanna og þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.“ Baldur bendir á að engin af þessum skilyrðum séu uppfyllt í gistiskýlinu, en þar séu rekin neyslurými, hvort sem forstöðu- maðurinn viðurkennir það eða ekki, við óviðunandi og stórhættu- legar aðstæður. „Þetta er á þremur hæðum og allt út í ranghölum. Þarna eru að- eins tveir starfsmenn á vakt hverju sinni á nóttunni og stundum allt að 30 manns í húsinu,“ segir Bald- ur sem heimsótti gistiskýlið á BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is „Tifandi tímasprengja!“ Gistiskýlið við Lindargötu: n Sprautufíklar hafa nánast yfirtekið gistiskýlið n Starfsmenn ósáttir við fyrirkomulagið n Engin neyslurými í gistiskýlinu, að sögn forstöðumanns Gistiskýlið við Lindargötu Að sögn hefur ástandið hefur farið hríðversnandi undanfarin tvö ár. Framhald á síðu 14 MYND: HANNA/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.