Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 42
42 FÓKUS 12. apríl 2019 Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is SKILTAGERÐ BÍLAMERKINGAR BANNER-UP SÓLARFILMUR Ráðgjöf Hönnun Framleiðsla Uppsetning ÞAU HAFA UNNIÐ SÖNGKEPPNI FRAMHALDSSKÓLANNA S öngkeppni framhaldsskól- anna verður haldin laugar- daginn 13. apríl í Bíóhöll- inni á Akranesi. Hún verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV, en 26 skólar senda keppendur til leiks og má búast við skemmtilegri og drengilegri keppni að vanda. Samband íslenskra framhalds- skólanema hefur veg og vanda að keppninni, sem hefur verið haldin árlega frá árinu 1990, að árinu 2017 undanskildu þegar keppnin féll niður vegna áhugaleysis og skorts á fjármagni. Menntaskólinn við Hamrahlíð er sigursælastur hing- að til en hann hefur unnið fimm sinnum. Menntaskólinn í Reykja- vík fylgir fast á eftir með fjóra sigra. Fjórir skólar hafa sigrað þrisvar sinnum hver; Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Fjölbrautaskóli Norð- urlands vestra, Menntaskólinn í Kópavogi og Tækniskólinn. „Með þátttöku í svona keppni geta krakkar skapað sér ákveðin tækifæri og svo er það bara þeirra að nýta sér þau,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í viðtali við Monitor 18. apríl 2013, en það ár var hann dómari í keppninni, en sjálfur tók hann þátt árið 1990 fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð og lenti í 3. sæti. „Mér finnst gott hjá krökkum að taka þátt af því að þetta er svo gott próf. Fyrir mitt leyti fannst mér gott að taka þátt þótt það væri ekki nema bara til að nota keppn- ina sem mælistiku og athuga hvort það yrði klappað fyrir manni og svo framvegis. Ég hef stundum sagt að ef Idol-keppnin hefði verið haldin þegar ég var yngri, þá hefði ég tekið þátt. Það má því kannski segja að Söngkeppnin hafi verið mín Idol-keppni.“ Margir af þekktustu og vinsæl- ustu söngvurum þjóðarinnar hafa stigið sín fyrstu spor í keppninni og hér má sjá yfirlit yfir nokkra af ástsælustu söngvurum og leikur- um þjóðarinnar sem tekið hafa þátt í keppninni. Margir þeirra stigu síðar á svið í stærri söngvakeppn- um, Söngkeppni sjónvarpsins og Eurovision. Emilíana Torrini (Menntaskólinn í Kópa- vogi, 1. sæti). Hún söng diskóslagarann I Will Survive. Selma Björns (Verzlunarskólinn). Hún flutti lag Arethu Frank- lin,Tregasöngur (I Have Never Loved A Man). Keppnin þetta ár var svo sannarlega prýdd verðandi stjörnum. Regína Ósk Óskarsdóttir (Menntaskólinn við Hamrahlíð, 2. sæti). Jón Jósep Snæbjörnsson (Menntaskólinn á Akureyri). Magni Ásgeirsson (Menntaskólinn á Egils- stöðum). Hreimur Örn Heimisson (Fjölbrautaskóli Suðurlands). Birgitta Haukdal (Fram- haldsskólinn á Laugum, 2. sæti) Birgitta söng lag- ið Ég sakna þín, stuttu áður en hún sló í gegn með hljómsveitinni Íra- fári. Guðrún Árný Karlsdóttir (Flensborgar- skólinn í Hafnarfirði, 1. sæti). Móeiður Júníusdóttir (Mennta- skólinn í Reykjavík, 2. sæti). Páll Óskar Hjálmtýsson (Mennta- skólinn við Hamrahlíð, 3. sæti). ÁRIÐ 1990 Margrét Eir Hjartardóttir (Flens- borgarskólinn í Hafnarfirði, 1. sæti). Hera Björk Þórhallsdóttir (Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti, 2. sæti). ÁRIÐ 1991 ÁRIÐ 1994 ÁRIÐ 1996 ÁRIÐ 1998 ÁRIÐ 1999 Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.