Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 32
32 12. apríl 2019FRÉTTIR V ið mennirnir getum verið eigingjarnir. Ég, þú og all­ ir sem við þekkjum. Eigin­ girni okkar kemur ekki alltaf fram sem einbeittur brota­ vilji gagnvart öðru fólki þar sem við gerum eitthvað slæmt á hlut annarra okkur til hags, þó svo að sú staðreynd eigi klárlega við í sumum tilfellum. Nei, eigingirni okkar kemur fram í þeirri ein­ földu sýn hvernig við eigum það til að fara með umhverfi okkar. Jörðina sem við búum á og tökum sem gefinni. Flestallir Íslendingar hafa heyrt talað um hlýnun jarðar, spillingu eiturefna, hraða tísku og ofnotkun á plasti. Við heyrum þetta rætt á kaffihúsum, í fyrir­ lestrum, fréttunum og á ótal stöð­ um. Við vitum að þetta er ekki gott og við vitum að þetta er okk­ ur sjálfum að kenna. Við hugs­ um oft: „Æi, ég mætti nú vera duglegri að flokka rusl,“ eða „Ég þarf nú kannski ekki að eiga tíu gallabuxur.“ En svo þegar kemur að því að framkvæma sitjum við oft á okkur. Finnst þetta flókið og kennum stóriðnaði og samfé­ lagslegum þrýstingi um neyslu­ venjur okkar. Hugsum jafnvel: „Hverju breytir það svo sem ef ég flokka? Ég er bara ein manneskja á þessari jörð.“ Öllu. Er svarið við þeirri spurn­ ingu. Það sem mestu máli skiptir er hugarfar okkar gagnvart fram­ tíðinni. „Samfélagið þróast til hins betra þegar eldra fólk plantar trjám þótt það viti að það muni ekki njóta skugga þess,“ segir gamalt viskukorn sem uppistandarinn Ricky Gervais hefur verið þekktur fyrir að nota. Þetta er ekki flókið. Allt sem við gerum hefur áhrif á fólkið í kring­ um okkur og mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Börnin okkar, barnabörn, barnabarnabörn og svo framvegis. Grænþvottur Það tengja líklega mjög margir við það að byrja á einhverju, finnast það of erfitt eða of flókið og hætta því við. En hvert lítið skref sem við tökum í rétta átt er gott. Blaða­ maður lagðist í rannsóknarvinnu og aflaði sér upplýsinga um flokk­ un, neyslu, endurvinnslu, græn­ þvott og fleira nytsamlegt sem gott er að hafa í huga. Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki gefa ranglega til kynna að það sé umhverfisvænt. Aug­ lýsingar og merkingar á vörum lofa meiri umhverfisávinningi en þær í raun og veru innibera. Fyrir­ tæki reyna með þessum hætti að blekkja neytendur. Talað hefur verið um sjö syndir grænþvottar: 1. Syndin að fela gallana 2. Syndin að setja fram stað- hæfulausar fullyrðingar 3. Syndin að vera óskýr 4. Syndin að leggja áherslu á aukaatriði 5. Syndin um skárra af tvennu illu 6. Syndin að segja ósatt 7. Syndin að setja fram falskar merkingar Gerðar hafa verið rannsóknir hérlendis sem gefið hafa til kynna að íslensk fyrirtæki hafi notfært sér grænþvott til þess að blekkja neyt­ endur. Það getur gert okkur erf­ iðara fyrir enda er slæmt að geta ekki treyst fyrirtækjum til þess að markaðssetja vörur rétt. Það sem er best fyrir neytendur að gera í þessu tilfelli er að lesa sér til um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna sjálfa. Einnig er mikil­ vægt fyrir okkur að taka meðvit­ aðar ákvarðanir þegar kemur að því að versla. Þarft þú á vörunni að halda? Við eigum það nefnilega til að kaupa miklu meira en við þurf­ um í raun og veru. Mörg fyrirtæki hafa nú tekið upp á því að selja ýmiss konar umhverfisvænar vör­ ur svo sem drykkjarbrúsa úr áli í staðin fyrir plasti. En þarft þú á því að halda? Átt þú plastbrúsa heima sem þú getur enn þá notað? Hvað með allt plastið? Lífplast (PLA/PHA) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaelds­ neytis. Helsti kosturinn við notkun lífplasts er að efnið er framleitt úr endurnýjanlegum auðlindum og eru helstu hráefnin maís, sykur­ reyr, sykur og hálmur. Þessar tegundir plasts hafa verið notað­ ar til dæmis í plastpoka, penna og í stað einnota borðbúnaðar. Lífplast er til í tveimur útgáfum. Það sem brotnar niður og það sem brotnar ekki niður. „Lífplast sem brotnar ekki nið­ ur er framleitt úr lífmassa en hefur alveg sömu uppbyggingu og hefð­ bundið plast og flokkast því sem slíkt, til dæmis til endurvinnslu. Það er því mikilvægt að skilja á milli lífplasts sem á að fara í plast­ endurvinnslu og lífplasts sem er lífbrjótanlegt. Merkingar á slíku plasti geta verið bio­PE, bio­PET, bio­PA og bio­PP. Þessi tegund plasts er notuð í auknum mæli í samsettum umbúðum, til dæmis í plasttappa á drykkjarvörufernum. Lífplast sem brotnar niður hef­ ur sömu eiginleika og annað líf­ rænt efni, það er að það brotnar niður í vatn, CO2, lífmassa og met­ an. Niðurbrotið tekur um 10 vikur ef hita­ og rakastig er hentugt og réttar örverur eru til staðar. Einn helsti kosturinn við lífbrjótanlegt plast er því sá að það getur brotn­ að niður í náttúrunni séu réttar aðstæður fyrir hendi. Hins vegar tekur það yfirleitt mun lengri tíma og það brotnar að líkindum aldrei alveg niður vegna þess að réttar aðstæður eru ekki fyrir hendi. Að geta brotnað niður er mikilvæg­ ur eiginleiki ef efnið fær ekki rétta úrgangsmeðhöndlun og endar í náttúrunni,“ segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Hafa ber í huga að endur­ vinnsla á lífbrjótanlegu plasti er með allt öðrum hætti en venju­ legu plasti. Það ætti ávallt að fara í almennt sorp eða með lífrænum úrgangi. Þegar ekki eru ákjósan­ leg skilyrði til niðurbrots lífplasts getur það hægt á niðurbrotinu og því er mikilvægt að átta sig á því að þeir lífplastpokar sem eru gjarnan notaðir undir heimilisrusl leysast ekki auðveldlega upp í heimajarð­ gerð. Fyrir þá sem vilja minnka plast­ pokanotkun heimilisins er mikil­ vægt að vera duglegir að flokka. Því meira sem við flokkum því færri poka þurfum við. Endurvinnslu­ efni má fara laust í tunnurnar og ef nauðsynlegt þykir að nota plast­ poka undir úrgang er gott að nota þá poka sem óhjákvæmilega koma VIÐ ERUM ÖLL EIGINGJÖRN - ÉG, ÞÚ OG ALLIR HINIR! n Flokkun n Neysla n Endurvinnsla n Grænþvottur n Hvernig vitum við hvað á að gera?„Allt sem við get- um gert til þess að hjálpa til skiptir máli Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Rusl Breytir það einhverju ef þú flokkar? Snyrtivörur Ert þú að eitra fyrir þér? Íslensk fyrirtæki hafa notfært sér grænþvott til þess að blekkja neytendur„Ung börn sérstak- lega berskjölduð hreinsiefnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.