Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 22
Páskafjör 12. apríl 2019KYNNINGARBLAÐ Sundlaug Patreksfjarðar er líklega ein best staðsetta sundlaug á landinu og þó víðar væri leitað, en hún er byggð í hlíðina rétt við bæjarstæði Patreksfjarðar. Útsýnið frá lauginni og yfir fjörðinn er hreint út sagt stórkostlegt og sömuleiðis yfir bæinn. „Laugin er girt með gleri svo manni líður næstum eins og laugin sé samtvinnuð hafinu fyrir neðan. Þú horfir bara beint út á fjörðinn,“ segir Geir Gestsson. Líf í firðinum „Það er ekki óalgengt að sjá hvali synda hérna inn fjörðinn rétt í um 100–200 metra fjarlægð. Um daginn voru fjórir háhyrningar að leika sér í höfninni. Þetta vekur alltaf kátínu meðal gesta okkar, sérstaklega á meðal ferðamannanna. Það er alveg geggjað að mæta til vinnu eldsnemma á morgnana að sumarlagi; sólin er að skríða upp fyrir fjallstoppana og lýsir upp fjörðinn gullfallegri bleikri birtu. Þetta er útsýnið sem blasir við þar sem þú marar við laugarbrúnina og horfir yfir fjörðinn. Það er líka eiginlega alveg ómögulegt fyrir starfsfólkið að vera í vondu skapi hérna með svona fyrir augum daglega.“ Notaleg útisundlaug Þar sem laugin á Patreksfirði er hugsuð sem skólasundlaug þá er hitastigið á henni örlítið hærra en í flestum öðrum laugum. „Við erum með hana aðeins hlýrri fyrir krakkana, en það gerir það líka að verkum að það er hægt að vera í lauginni þó svo maður sé ekki á hörkusundi.“ Afslappað í sveitinni Sundlaug Patreksfjarðar státar einnig af eimbaði, tveimur stórum setupottum sem og vaðlaug. „Á góðviðrisdögum draga sumir sólbekkina út í vaðlaugina til að veiða nokkrar freknur á kroppinn. Andinn í sveitinni er svo afslappaður að fólk kemst upp með ýmislegt.“ Það er augljóst að það er alveg gráupplagt að skella sér í sund yfir páskana. „Við tökum vel á móti öllum hér á Patreksfirði og ég mæli með að fólk leggi smá lykkju á leið sína á leiðinni á Aldrei fór ég suður til þess að upplifa þessa stórkostlegu sundlaug,“ segir Geir. Komdu í sund! Aðalstræti 55, 450 Patreksfjörður. Sími: 450-2350 / 456-1301 Netpóstur: brattahlid@ vesturbyggd.is Opnunartími: Mán–fim: 08.00–09.00/16.00–21.00, fös: 08.00–09.00/16.00–19.30 og lau og sun: 11.00–15.00. n SUNDLAUG PATREKSFJARÐAR: Stórkostlegt útsýni yfir fjörðinn og bæinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.