Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 38
38 12. apríl 2019FRÉTTIR
OnePortal er
vefgátt sem gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem eru í gangi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála
innan fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
Records
Mála- og skjalakerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
DRAUMASAMFÉLAG EF KARLAR
HEGÐUÐU SÉR EINS OG KONUR?
n Gamlar hugmyndir um kynin lífseigar n Afbrotum hefur fækkað
H
elgi Gunnlaugsson er af-
brotafræðingur og prófess-
or í félagsfræði við HÍ. Hér
verður fram haldið grein-
ingu hans á muninum á afbrota-
hegðun kynjanna frá því í síðasta
tölublaði.
Konur og karlar í fangelsi
Fangelsistölur eru mjög lýsandi
veruleiki fyrir þann mun sem er
á glæpum kynjanna. Sem dæmi
má nefna að hér á landi eru konur
að jafnaði innan við tíu í fangelsi
á móti um 160 körlum. Hlutföllin
eru ekki ósvipuð erlendis. Spurn-
ingin er eiginlega hvað er að körl-
um frekar en velta fyrir sér konum
eða ástæðum brota hjá þeim. Við
sjáum reyndar bágbornari stöðu
karla víðar í samfélaginu.
Hegðunarvandi drengja er mun
meiri en stúlkna og þeim líður
jafnframt verr í skóla en stúlkum.
Vímuefnavandinn er stærri hjá
körlum og þeir falla í meira mæli
fyrir eigin hendi en þær. Karl-
mennskunni fylgja því óneitan-
lega skuggahliðar. Jafnréttisbar-
áttan á ekki síður við um karla en
konur þótt okkur sé gjarnt að horfa
til kvenna þegar jafnréttismál ber á
góma í samfélaginu. Aftur á móti
eiga konur sem enda í fangelsi oft
við meiri vanda að stríða en venju-
legir karlfangar. Lengi vel voru af-
plánunarúrræði kvenna takmark-
aðri hér á landi en karla en það
hefur breyst sem betur fer. Konur
hafa í dag einnig möguleika á til
dæmis opnum úrræðum eins og
karlar.
Hvers vegna er svona mikill
munur á brotum kynjanna?
Konur geta alveg drepið með
byssu eða hníf til jafns við karla
en gera það ekki. Þær geta stolið
og framið alvarleg auðgunarbrot
eins og karlar en gera minna af því.
Í raun er lítið því til fyrirstöðu að
bæði kynin séu jafn mikið í afbrot-
um – líffræðin ætti ekki að hindra
að konur fremji afbrot til jafns við
karla – en þær gera það ekki. Kon-
ur fremja að sönnu mun færri kyn-
ferðisbrot en karlar, en hafa verður
í huga að kynferðisbrot eru sam-
kvæmt opinberum skýrslum hlut-
fallslega fátíð miðað við önnur
brot. Hvers vegna er svona mikill
munur á kynjunum?
Fræðimenn hafa einkum
staldrað við félagslegar, sálrænar
og menningarlegar skýringar
frekar en einblína á þær líffræði-
legu. Félagsmótun kynjanna sé
enn þá talsvert ólík.
Jafnvel má spyrja hvort upp-
eldi stúlkna einkennist af of mik-
illi stjórnun eða of mikið sé passað
upp á þær, sem haldi aftur af þeim.
Að drengir séu almennt undir
minni stjórnun í uppeldi sem leyfi
þeim að hlaupa meira út undan
sér, meðal annars til að fremja af-
brot.
Gamlar hugmyndir um kyn-
in og hlutverk þeirra séu því enn
býsna lífseigar. Ólík hlutverk karla
og kvenna í samfélaginu, og þá um
leið mismunandi félagslegt taum-
hald á kynjunum, sé enn við lýði
þrátt fyrir allt.
Sjálfsmynd kvenna t ngist
meira móður- og umönnunarhlut-
verkinu en sjálfsmynd karla.
Ábyrgð kvenna á börnum og
heimili hafi í för með sér að þær
rækti með sér öðruvísi siðferðis-
kennd en karlar. Að karlar megi
ef til vill rasa meira út en konur,
megi vera ábyrgðarlausari. Frelsið
sé meira hjá körlum til bæði góðra
verk og slæmra.
Konur séu því færari um að
halda aftur af sér þótt tækifæri gef-
ist til glæpsamlegs afhæfis. Ætl-
ast sé meira til þess að konur feti
hefðbundnari leiðir meðan rásin
sé lausari hjá körlum.
Konur óttast afbrot meira en
karlar
Áhugavert er að konur óttast afbrot
meira en karlar og öryggiskennd
þeirra á götu úti er mun minni en
karla. Samt sem áður verða mun
fleiri karlar fyrir ofbeldi úti á götu
en konur. Konur óttast að verða
fyrir ofbeldi af hálfu ókunnugra en
skýrslur sýna að það ofbeldi sem
þær verða fyrir er fyrst og fremst
framið af körlum sem þær þekkja
eða eru í nánu sambandi við.
Karlar ru aftu á móti mun oftar
þolendur ofbeldis af hálfu þeirra
sem þeir þekkja lítið eða ekki –
þeir hafa sannarlega meiri ástæðu
til að óttast að verða þolendur of-
beldis á götu úti en konur.
Hvenær vöknuðu fyrst áhyggjur
af afbrotum kvenna?
Fyrsta bókin í afbrotafræði sem
sérstaklega tók fyrir hlutdeild
kvenna í afbrotum var skrifuð
af Freda Adler, bandarískum af-
brotafræðingi, árið 1975 og hét
Sisters in Crime – The Rise of the
New Female Criminal.
Adler spáði því að með vax-
andi áhrifum og atvinnuþátttöku
kvenna í samfélaginu til jafns við
karla myndu konur fremja afbrot
á svipaðan hátt og þeir. Afbrotum
kvenna var að fjölga á þessum tíma
og ein fyrsta konan hafði nýlega
komist á lista FBI yfir hættuleg-
ustu afbrotamenn Bandaríkjanna.
Marie Dean Arrington, blökku-
kona, drap opinberan starfsmann
árið 1969 sem farið hafði með mál
hennar og barna í kerfinu. Hún
lést fyrir nokkrum árum í fangelsi
í hárri elli.
Hefur spádómur Adler gengið
eftir?
Afbrotum kvenna hefur fjölgað en
langt í frá til jafns við afbrot karla.
Sem betur fer. Ef konur myndu
hegða sér eins og karlar værum
við eiginlega komin í villta vestrið
með hálfgerðri skálmöld í samfé-
laginu. Fangelsi myndu ekki bara
yfirfyllast heldur þyrftum við tvö-
falt fleiri fangelsi með öllum þeim
kostnaði sem því fylgir fyrir ríkis-
budduna, fyrir utan þann kostn-
að og sársauka sem skil nn væri
eftir meðal borgaranna. Spyrja
má hvort það væri ekki miklu ör-
uggara og huggulegra um að litast
ef karlar fær að hegða sér eins og
konur? Værum við þá ekki kom-
in í draumasamfélagið og þyrft-
um ekki ne n fangelsi? Og þyrftum
ekki að óttast afbrot og ofbeldi á
götum úti eins og við gerum því
miður í dag.
Afbrotum fækkar á
Vesturlöndum
Afbrotum tilkynntum til lögreglu
hefur fækkað mikið undanfarin ár
– fyrst í Bandaríkjunum fyrir aldar-
fjórðungi eða svo, síðan Evrópu og
loks á Norðurlöndum – og nú allra
síðustu ár hefur þess líka orðið
vart hér á landi einkum í fækkun
brota hjá ungmennum.
Ef þróunin er skoðuð eftir kyni
sést áhugaverð tilhneiging. Fækk-
un afbrota er meiri hjá ungum
körlum en konum.
Bilið milli kynjanna er því að
minnka – karlarnir eru farnir að
líkjast konum! Þótt enn sé langt
í land eru þetta óneitanlega já-
kvæðar fréttir fyrir okkur öll, jafn-
staðan nálgast mest vegna þess að
karlar eru farnir að hegða sér bet-
ur en áður og nálgast því konur
hvað afbrotahegðun varðar.
Skýringar á fækkun hefð-
bundinna afbrota á Vesturlönd-
um eru auðvitað spennandi
viðfangsefni. Tengsl foreldra
og barna meiri en áður, meiri
skipulagður frítími ungmenna og
auknar forvarnir, svo örfáar skýr-
ingar séu nefndar. n
„Ef konur
myndu hegða
sér eins og karlar vær-
um við eiginlega kom-
in í villta vestrið með
hálfgerðri skálmöld í
samfélaginu