Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 9
12. apríl 2019 FRÉTTIR 9 fyrir starfsmenn hafði verið tekið af henni. Þegar hún innti forstöðu- manninn eftir því hverju þetta sætti, svaraði hann því til að hann hefði viljað minnka á henni álagið. Hún sagði honum að ef það þyrfti að létta af henni álagi myndi hún hún segja honum það sjálf. Braga upplifði undarlegan kulda í samskiptum á vinnu- staðnum. Hún bauð einni sam- starfskonu að hitta sig utan vinnu til að spyrja hana hvað væri að. Vinkonan svaraði henni með þessum orðum: „Haltu bara þínu striki.“ Segir Braga að á milli þeirra hafi ríkt þögull, gagnkvæmur skilningur á því að hið kunnuglega mynstur útskúfunar og meðfylgj- andi þöggunar væri nú orðið hlut- skipti hennar. „Félagsleg útskúfun í vinnunni magnaðist en gat jafnvel orðið spaugileg. Eitt mjög sérstakt dæmi var þegar forstöðumaður- inn keypti pítsu handa öllu starfs- fólkinu í hádeginu og kallaði síðan hvert og eitt okkar upp með nafni til að fá sinn skammt. En hann kallaði ekki upp nafn mitt. Ég tók þetta ekki nærri mér, það var of hlægilegt til þess. En þetta segir mikið um aðferðirnar og ógnar- stjórnina á vinnustaðnum. Oft fólst ofbeldið í hundsun, en einnig í því að forstöðumaðurinn skaut á mig meiðandi athugasemdum fyrir framan aðra starfsmenn.“ Kvörtun til forstjórans kornið sem fyllti mælinn Þann 20. febrúar 2018, eða ellefu dögum eftir að Braga kom úr veikindaleyfinu, sendi hún kvört- unarbréf vegna hegðunar for- stöðumannsins til forstjóra stofn- unarinnar. Forstjórinn svaraði með því að vísa erindinu til for- stöðumannsins. „Með öðrum orðum: Trúnaður var ekki virtur og forstöðumaðurinn átti að vera dómari í eigin sök. Það þurfti ekki að bíða lengi eftir viðbrögðum forstöðumannsins, sem kallaði mig inn til sín samdægurs og lýsti yfir mikilli reiði yfir kvörtuninni,“ segir Braga. Gekk nú á um skeið með tog- streitu þar sem Braga segir að for- stöðumaðurinn hafi viljað hana út af vinnustaðnum, vildi að hún segði upp að eigin ósk – en þó í raun nauðbeygð – en Braga seg- ist hafa neitað að gera það. Hún segir að einu sinni hafi forstöðu- maðurinn misst þolinmæðina og hvæst á hana: „Þá leggjum við bara starfið þitt niður.“ „En þetta er opinber stofnun, hann getur ekki bara lagt störf hjá hinu opinbera niður að eigin geð- þótta,“ segir Braga. „Þetta var bara skólabókar- dæmi um kynbundið ofbeldi og einelti á vinnustað. Þetta snerist um yfirgang, stjórnsemi, drottnun og að lokum útskúfun,“ segir Braga. Braga leitaði til stjórnar Inn- heimtustofnunar sveitarfé- laga um liðsinni í málinu, en án árangurs að hennar sögn. Hún fékk einnig viðtal við for- stjóra stofnunarinnar í Reykjavík og reyndi að útskýra hvað væri í gangi, en hún segir að forstjórinn hafi ekki verið reiðubúinn til að hlusta á hennar hlið. Útskúfun og óútskýrðar ásakanir um brot í starfi Braga fór í frí 3. apríl. Á meðan hún var í fríinu komst hún að því að búið var að eyða henni úr öllum sameig- inlegum hópum hennar og sam- starfsfólksins á samfélagsmiðl- um. Flest samstarfsfólkið taldist til hennar bestu vina enda vinnustað- urinn í litlu samfélagi. Þegar Braga ætlaði að spyrja eina vinkonuna hvers vegna hún væri horfin úr öll- um hópum þá var það ekki hægt, vinkonan var búin að blokka hana – þau voru öll búin að blokka hana! Skömmu síðar fékk Braga þær fréttir að hún væri sökuð um brot í starfi, nánar tiltekið einelti á vinnu- stað. Hún fékk aldrei að vita nánari málsatvik í þessu meinta eineltis- máli og sjálf kannast hún ekki við neitt slíkt. Einu efnislegu ásakanirnar sem gætu varðað þetta hljóma mjög sér- kennilega, ef satt er. Þannig segist Braga hafa verið sökuð um að hafa deilt frétt á Facebook sem ein af hennar samstarfskonum sá ekki en aðrir sáu. Þá var það talið henni til vansa að eiginmaður hennar væri ekki Facebook-vinur sömu sam- starfskonu Brögu. Braga segir að forstöðumaðurinn hafi bent henni á að vinnan snerist um meira en verk- efnin ein og hún væri ekki að standa sig í þessum félagslegu þáttum. Starfsmaður frá póstinum kom heim til hennar með kassa með öll- um hennar persónulegu eigum af vinnustaðnum og lokað var fyrir allan aðgang hennar að vinnu- staðnum, þar með talið að tölvu- pósti, að sögn Brögu. Þetta gerðist á meðan hún var enn starfsmaður stofnunarinnar. Ferill málsins teygði sig út maí- mánuð 2018. Fulltrúi verkalýðs- félagsins fundaði með forstjóra og forstöðumanni Innheimtustofnun- ar og voru skilaboðin þau að ef hún skrifaði ekki undir starfslokasamn- ing undir eins yrði hún kærð fyrir meiðyrði, einelti og trúnaðarbrot. Brögu þóttu þær ávirðingar ekki vera svaraverðar enda væru þær ekki tilgreindar efnislega með nein- um hætti. Þann 22. maí fékk Braga bréf um brottrekstur úr starfi. Starfsmanna- félag Reykjavíkur mótmælti brott- vikningunni með fimm síðna and- mælabréfi þar sem tíunduð voru ýmis meint brot gegn Brögu í starfi. Síðan skrifaði forstöðumaðurinn tvö bréf sem Braga var beðin um að skoða. Annað var samkomulag sem henni var boðið að skrifa undir og hitt var meðmælabréf, undirritað af forstöðumanni. Í samkomulaginu stendur meðal annars: „Starfsfólki verður tjáð að Braga Ósk hafi óskað eftir starfslokum sjálf til að prófa nýjan starfsvettvang eða mögulega fara í nám. Forstöðumað- ur mun tryggja að starfsfólk á Ísa- firði tjái sig á þann hátt.“ Í meðmælabréfinu sem for- stöðumaðurinn undirritaði stendur meðal annars: „Sinnti hún störfum sínum af samviskusemi og vandvirkni. Sam- skipti hennar við samstarfsfólk voru með ágætum. Gef ég henni mín bestu meðmæli. Braga Ósk er jafnframt góð- ur félagi og vinur samstarfsmanna sinna sem hefur jákvæð áhrif á starfsandann á vinnustaðnum.“ „Þessi fallegu orð stinga nokkuð í augu þegar haft er í huga að ég hafði verið sökuð um einelti á vinnu- staðnum og allt starfsfólkið var búið að loka á rafræn samskipti við mig,“ segir Braga. Braga ákvað að fallast á samkomulag um starfslok í júní og telur sig ekki hafa haft um annað að velja. Hún er hins vegar engan veginn sátt við meðferðina sem hún telur sig hafa fengið: „Starfs- ferillinn minn var tekinn og settur í tætarann,“ segir hún. Hún hefur núna komið sér fyrir með fjölskyldu sinni á Selfossi og er að byggja þar upp nýtt líf. Hún segist hafa sagt sögu sína hér, ekki til þess að opin- bera persónulegan harm heldur til að afhjúpa það sem hún telur vera óásættanlega meðferð á opinberri stofnun og ólöglega starfshætti. Innheimtustofnun hafnar ásökunum DV hafði samband við Innheimtu- stofnun og bað stjórnendur um að bregðast við eftirfarandi ásökun- um: 1. Grunsamlega mikil starfs- mannavelta á stuttum tíma. Starfsmenn sem falla í ónáð hjá forstöðumanni kallaðir fyrir og þeim boðið að velja á milli brottrekstrar eða að segja upp að eigin ósk. 2. Afskipti af einkalífi starfs- manna, þ.e. sett út á hver sé Facebook-vinur hvers og að efni sé ekki deilt með öllum á samfélagsmiðlum. 3. Farið inn í tölvupóst starfsmanns. 4. Starfsmaður sakaður um brot í starfi og einelti án þess að málsatvik séu nokkurn tíma útlistuð. Í svari stofnunarinnar segir að stofnunin tjái sig ekki um má einstakra starfsmanna en ásök- ununum er engu að síður hafnað með öllu. Orðrétt segir í svari for- stöðumanns: „Hins vegar getur stofnun- in um leið svarað því til, að lýs- ingar þær sem þú vísar til í spurn- ingum þínum eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Einnig er rétt að upplýsa þig um, hvað starfs- mannaveltu varðar, að á um níu ára tímabili, frá 2010 er núverandi forstöðumaður á Ísafirði hóf störf hjá stofnuninni, hafa alls 4 starfs- menn látið af störfum á umræddri starfsstöð, einn 2013, annar 2014, þriðji 2015 og svo síðasti 2018. Alls starfa 8 manns á starfsstöð stofnunarinnar á Ísafirði í fullum störfum, auk afleysinga- og sum- arstarfsfólks. Deilumáli sem upp kom í tengslum við starfslok eins starfsmanns var lokið með sátt síð- astliðið sumar. Um það mál fjallar stofnunin ekki frekar nema þá fyrir dómstólum, komi til þess.“ n 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR • Skráningartöflur • Eignaskiptayfirlýsingar • Eftirfylgni EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 „Forstöðumaður mun tryggja að starfsfólk á Ísafirði tjái sig á þann hátt MYND: HANNA/DV Alltaf sama mynstur Starfsmennirnir fundu á sér ef eitthvað var í vændum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.