Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 27
Páskafjör 12. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir stofnuðu Jeppasmiðjuna árið 1990. Upphaflega snerist starfsemin um hvort tveggja varahluti og viðgerðir. Viðgerðir á sjálfskiptingum og almennar jeppaviðgerðir voru þá helstu sérsvið Jeppasmiðjunnar. „Einnig hefur fyrirtækið komið mikið að bílabreytingum í gegnum árin og þessir breyttu bílar hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum eru til dæmis flestir með einhverja hluti sem við höfum smíðað,“ segir Tyrfingur. Sérhæfa sig nú í varahlutum Í fyrra, þegar Ólafur féll frá, var starfsemi fyrirtækisins skipt upp þannig að varahlutainnflutningur og varahlutasala er nú undir merkjum Jeppasmiðjunnar. Tyrfingur og Unnur, ekkja Ólafs, reka fyrirtækið saman. „Verkstæðið Ljónsstaðir er hins vegar í eigu fimm af okkar fyrrverandi starfsmönnum og er rekið af þeim. Við erum í miklu og góðu samstarfi við þá en viðgerðarþjónustan er staðsett í sama húsnæði. Við sjáum um varahlutina og þeir um viðgerðir og breytingar.“ Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir. Alltaf nóg af varahlutum á lager Í varahlutainnflutningnum er mikil áhersla lögð á varahluti í bíla sem eru á Bandaríkjamarkaði. „Þar má nefna Ford, Dodge, Chevrolet, Jeep og svo bandarískar gerðir af Toyota, Mazda, Hyundai, Kia, Subaru o.fl.,“ segir Tyrfingur. Ávallt er mikið til af varahlutum á lager en Jeppasmiðjan pantar aðra varahluti sem vantar hverju sinni jafnóðum og fær tvær sendingar í viku frá Bandaríkjunum. Einnig er Jeppasmiðjan með olíur, frostlög, rúðuvökva og rafgeyma í margar gerðir bíla. Heimilisfang fyrirtækisins er Ljónsstaðir, sem eru rétt fyrir utan Selfoss, en í vissum skilningi þjónar fyrirtækið öllu landinu. „Við seljum varahluti til verkstæða og almennings um allt land og héðan fara daglega margir pakkar með póstinum og flutningabílum hvert á land sem er. Auk þess fara sendibílar með vörur frá okkur þrjár ferðir á dag til Reykjavíkur,“ segir Tyrfingur. Jeppasmiðjan er til húsa að Ljónsstöðum, skammt fyrir utan Selfoss. Símanúmer er 480-0120 en nánari upplýsingar eru á vefsíðunni jepp.is. Facebook: Jeppasmiðjan ehf n Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali JEPPASMIÐJAN LJÓNSSTÖÐUM:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.