Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.2019, Blaðsíða 25
Páskafjör 12. apríl 2019 KYNNINGARBLAÐ BOLUNGARVÍK: Sundlaugin á Bolungarvík, Musteri vatns og vellíðunar, er notaleg innisundlaug. Á útisvæðinu má finna tvo heita potta, annar er 39°C heitur nuddpottur og hinn er 41°C. Einnig er vatnsrennibraut sem býður upp á fyrirtaks salíbunur, kaldur pottur fyrir hörkupésana og rúmgóð vaðlaug með bunusvepp. Í tengslum við sundlaugina er afar notaleg baðstofa með eimbaði og góðri hvíldaraðstöðu. Útsýnið er ekki amalegt. Svo miklu meira en bara sundlaug Í Musteri vatns og vellíðunar er alltaf nóg um að vera. Yfir páskana verður í boði fjöldinn allur af skemmtilegum viðburðum, bæði við laugarbakkann og í íþróttahúsinu. „Núna stendur yfir stórskemmtileg handverks-, ljósmynda- og málverkasýning frá Bolvíkingum og mun hún standa yfir alla páskana og lengur,“ segir Magnús Már Jakobsson hjá Musterinu. „Einnig verðum við með leiki í boði í íþróttahúsinu fyrir börn og foreldra á opnunartíma sundlaugarinnar, allt frá skírdegi (fimmtudegi) til annars í páskum (mánudags). Þetta verður alveg stórskemmtilegt og kostar 700 krónur fyrir fjölskylduna hvern dag.“ Aldrei fór ég norður „Einnig verða fleiri skemmtilegir viðburðir í gangi og á föstudaginn langa verða tónleikar á sundlaugarbakkanum frá kl. 16–18. Heimafólk skemmtir þá þeim sem fóru suður á Ísafjörð en snúa svo aftur í víkina,“ segir Magnús. Opið er frá 10–18 alla páskana. Það eru allir velkomnir í Sundlaug Bolungarvíkur um páskahelgina! Notalegir legubekkir fyrir hvíld og flottir sturtuklefar. Höfðastígur 1, 415 Bolungarvík Sími: 456-7381 Netpóstur: sundlaug@ bolungarvik.is n Skírdagur Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning Föstudagurinn langi Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning Tónleikar á sundlaugarbakkanum 16–18 Laugardagur Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning Páskadagur Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning Annar í páskum Leikir í íþróttahúsinu 10–18 Listasýning Verið velkomin í Musteri vatns og vellíðunar DAGSKRÁ YFIR PÁSKANA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.