Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 12
12 21. júní 2019FRÉTTIR að vera. Hún vill hafa allt í röð og reglu í sínu lífi í dag. Hún vill ekki rugga bátnum, af ótta við að stíga ofan á vitlausar tær sem gæti kom- ið af stað álíka atburðarrás og hún gekk í gegnum fyrir áratug. „Ég fæ oft að heyra að ég sé skeptísk,“ segir Bogga og brosir. „Ég hef óskaplega lítinn áhuga á að kynnast nýju fólki. Mér finnst það erfitt. Ég vil í raun ekki að neitt ruggi bátnum sem ég er á í dag því þetta er algjör draumabátur. Svo eru það allar þessar tengingar í daglega lífinu sem geta kom- ið mér úr jafnvægi. Það versta við áfallastreituröskun er að það er aldrei eitthvað eitt sem kem- ur út frá einstaka atburði eða hlut sem kemur mér úr jafnvægi. Ef ég til dæmis sé eitthvað varðandi Bandaríkin þá sé ég Kentucky og þá sé ég Wedgewood Court og þá sé ég dómsmálið. Kvíðaköstin hafa meiri áhrif á líkamann en hug- ann. Ég er algjörlega skýr í koll- inum á meðan á kastinu stendur en kroppurinn iðar allur og skelf- ur. En þetta er normið mitt í dag og mér gengur sjúklega vel að takast á við þetta. Það er búið að taka gríðarlega mikið á að læra á ástandið og hvað það þýðir og hvernig þetta virkar,“ segir Bogga og bætir við að hún hafi tekið margt jákvætt úr þessari reynslu, þó ótrúlegt megi virðast. „Ég hugsa ennþá mikið um þetta, en ekkert endilega á nei- kvæðan hátt. Ég held að þetta sé flottur skóli. Ef við skoðum til dæmis heimili mitt núna að þá hendi ég engu. Þegar maður er búinn að missa allt þá tekur mað- ur ástfóstri við allt. Heimili mitt er algjörlega heilagt. Ég hleypi ekki hverjum sem er hérna inn.“ „Það var ólíklegasta fólk sem hvarf“ Eins og áður segir var mikið fjall- að um mál Boggu í fjölmiðlum, bæði á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Margir vinir og ættingj- ar Boggu lögðu mikið á sig til að hjálpa henni á meðan aðrir létu sig hverfa. Maður veit hverjir vin- ir manns eru þegar að áfall dynur yfir, eins og margir þekkja. „Vinir hurfu. Ég spáði mikið í því og það gerði mig hrygga. Mað- ur þarf að hafa haldreipi þegar maður lendir í svona og það skipt- ir máli að þú getir haldið í það. Það gerir svona lagað svo mikið erf- iðara þegar þú telur fyrir víst að það sé stoð þarna fyrir þig, þú ferð og teygir þig í hana og hún gufar upp. Það var ólíklegasta fólk sem hvarf og ólíklegasta fólk sem kom í staðinn. Þeim sem hurfu á þess- um tíma hefur ekki verið boðið til baka. Það er meðvituð ákvörðun og ég er mjög sátt við hana í dag. Tími okkar allra er ótrúlega dýr- mætur og það er dýrmætt að lenda í svona og sjá í hverja og hvað tíma manns er best eytt. Ég er fegin þessari reynslu fyrir þá þekkingu. Ég kynntist fleira fólki og margir voru jafngóðir og hinir sem hurfu, og flestir betri,“ segir Bogga. Morðhótanir frá Íslandi og Bandaríkjunum Þar sem mál hennar var svo áber- andi á síðum blaðanna og á öld- um ljósvakans lenti hún einnig í illu umtali. „Fyrst um sinn fór það í taugarnar á mér að ókunnugt fólk væri að skrifa ljóta hluti um mig í athugasemdakerfunum. Og ég ákvað að svara þessu fólki. En síðan rann það upp fyrir mér að ég var bara sögupersóna í þeirra augum. Þau voru ekki raunveru- lega að tala um mig, heldur sögu- persónuna. Þegar ég gerði mér grein fyrir því lét ég þetta sem vind um eyru þjóta. Það sem særði mig hins vegar var þegar að fólk sem ég þekkti eða var skylt mér talaði illa um mig. Mér fannst orð þeirra fá byr undir báða vængi því þau þekktu mig. Þessu fólki svaraði ég í bókinni minni og það hefur allt beðið mig innilega afsökunar á hvernig það hagaði sér. Mér þykir vænt um það,“ segir Bogga. Illt um- tal hennar nánustu var ekki það eina sem kom henni úr jafnvægi á þessum tíma. „Ég fékk morðhót- anir, bæði frá Bandaríkjunum og Íslandi,“ segir Bogga grafalvarleg. „Ein þeirra var frá manni sem ég þekkti sem sagði mér að passa mig og hafa augun í hnakkanum ef ég væri á gangi ein einhvers staðar. Það hræddi mig virkilega.“ Lögfræðingurinn sofnaði og brotið stjórnkerfi Þessi bók sem Bogga minnist á er bókin Ég gefst aldrei upp, sem Bogga skrifaði á meðan hún stóð í málaferlunum og eftir að þeim var lokið. Bókin er í raun ítarleg lýsing á öllu því sem hún lenti í, auk þess sem hún veitir innsýn í líf henn- ar sem eiginkona hermanns og hvernig hjónaband þeirra Colbys fór versnandi eftir að hann sneri aftur úr stríðinu í Írak. Bogga lítur á bókina sem kennslutól fyrir aðra í svipaðri stöðu og hún var í þá. „Ég hef oft verið spurð: Hugs- arðu einhvern tímann: Af hverju þú? Ég hef alveg pælt í því. Ef það er eitthvað planað í kosmósinu þá meikar það alveg sens að ég hafi gengið í gegnum þetta, því á end- anum gat ég þetta. Mín saga og þessi bók hefur gert góða hluti fyrir þá sem hafa þurft á henni að halda. Trúðu mér, ég hefði frekar viljað skrifa bók um Denna dæma- lausa, en mér líður eins og mér hafi verið gefið það hlutverk að vera tímabundinn kennari fyrir alla aðra sem þurfa að ganga í gegn- um mál líkt og mitt. Þetta er ekki skemmtiefni, en alveg nauðsyn- legt efni. Þetta er bók sem ég hefði viljað getað lesið á sínum tíma til að fá einhverja innsýn í hvað mað- ur var að fara að takast á við í raun og veru. Svo ég hefði geta verið pínulítið undirbúin,“ segir Bogga. Í fyrrnefndri bók er farið yfir þá litlu hjálp sem Bogga fékk í ís- lensku stjórnkerfi þegar hún leit- aði sér upplýsinga, örvæntingar- full í baráttu fyrir drengjunum sínum tveimur. Þá segir hún að ýmsir vankantar hafi verið á með- ferð málsins á Íslandi og telur að málaferlin hefðu getað tekið mun styttri tíma ef rétt hefði ver- ið haldið á spilunum. Hún gagn- rýnir einnig lögfræðing sinn, sem er afar þekktur á Íslandi og tíð- ur gestur á síðum blaðanna sök- um starfa og einkalífs, harkalega í bókinni og sakar hann um van- rækslu í starfi. Þannig lýsir hún einum fundi með honum þar sem hann sofnaði, hvernig hann hafði verið í persónulegu stríði við verj- anda Colbys og að hann hafi mætt of seint í réttarsal. Hún lýsir einnig sláandi atburðum sem gerðust þegar lögfræðingurinn áfrýjaði úrskurði Héraðsdóms Reykjavík- ur um að Bogga ætti að snúa aft- ur til Bandaríkjanna með drengina innan sex vikna. Þegar Héraðs- dómur staðfesti úrskurðinn brá lögfræðingurinn á það ráð að til- kynna Boggu það með sms-i: „Hæstiréttur er búinn að stað- festa niðurstöðuna, sorrí.“ Í kjölfarið reyndi Bogga í upp- námi að hringja í lögfræðinginn en hann svaraði ekki síma. Þetta, sem og meðferð íslenskra dóms- stóla á málinu, situr enn í Boggu. „Mér finnst hafa verið tekið á málinu af ofboðslegri vanþekk- ingu hér á Íslandi. Ég upplifði að ég væri sek um glæp sem ég þurfti að afsanna. Það er ótrúlega erfitt að finna sig í þeim sporum þegar maður hefur aldrei verið uppi á móti neinu í réttarkerfinu og ávallt hagað sínu lífi á einfaldan, heim- ilislegan hátt. Þegar maður er ekki vanur að þurfa að kljást við neinar skuggahliðar eða grá svæði,“ segir Bogga. Eitt, sem var mikið deilu- mál, var farbann sem Colby fékk samþykkt á Boggu og drengina fyrir dómstólum í Bandaríkjunum, en það tók gildi daginn eftir að þau lentu á Íslandi. Annað deilumál var umboðið sem Bogga hafði frá barnsföður sínum til að taka allar ákvarðanir er varðaði þeirra hagi í hans fjarveru, svokallað Gener- al Power of Attorney. Þetta umboð hafði Bogga allt þeirra samband, enda Colby mikið í burtu vegna herskyldu og því þurfti hún oft að beita því. „Íslenskir dómstólar vissu ekki hvað þeir voru með í höndunum þegar kom að pappírunum, sem komu að utan, hvort sem það var farbann eða General Power of Att- orney. Það var bara álitamál dóm- ara hvað pappírarnir þýddu. Og hann rangtúlkaði þá, sem er svo sorglegt því það hafði svo afdrifa- ríkar afleiðingar. Það er leikur einn að lesa sér til um hvað Gener- al Power of Attorney þýðir í Ame- ríku. Það þýðir allt. Ég hefði geta tekið þetta skjal og skráð Colby í herinn næstu fjörutíu árin þess vegna. Nú, tíu árum seinna, hélt ég að Colby þætti það í lagi að ég færi til Íslands með strákana? Nei. Það í sjálfu sér hefði geta ógilt General Power of Attorney því ég vissi hver hans vilji var. Það er alveg stað- reynd. Aftur á móti lendir maður undantekningarlaust í því í lífinu að maður þarf að taka ákvarðan- ir sem eru ekki alveg samkvæmt bókinni. Það er bara þannig. Ég myndi aldrei gera neitt öðruvísi. Ég myndi gera þetta nákvæmlega svona upp á nýtt,“ segir Bogga. Fann styrk í Snæfríði Henni finnst miður að í gegnum þetta ferli hafi hún í raun misst trú á íslenskt stjórn- og dómskerfi. „Ég fékk lögfræðing og talaði við ráðuneyti og trúði því sem var sagt við mig. Ég á að trúa því. Ég á að hafa rétt á því að leita mér upp- lýsinga án þess að efast um allt. Svo lærir maður að þetta fólk hef- ur ekki alltaf rétt fyrir sér. Stund- um veit þetta fólk ekki svarið, og í staðinn fyrir að segja bara: Ég veit það ekki, þá segir það nei, eða kannski,“ bætir hún við. Svo fór að Bogga fann loks einstakling sem hún gat leitað til, Snæfríði Baldvinsdóttur, sem lést árið 2013. Hún stóð í áralangri forræðisdeilu við ítalskan barnsföður sinn. „Hún var gríðarlegur gagna- banki fyrir mig og stuðningur. Mig munaði um það. Það var í fyrsta sinn sem einhver gat gefið mér svigrúm til að anda og leitt mig,“ segir Bogga og brýnir fyrir fólki að treysta ekki öllu sem yfirvöld segja þegar svo mikið er í húfi. „Þú verð- ur að treysta þér. Ef þér finnst eitt- hvað gruggugt þá skalt þú tékka á því betur, sama hvað hver seg- ir. Það er ofboðslega margt sem manni klæjar í að vilja breyta, eins og ferli fyrir einstaklinga sem lenda í svona málum. Maður hleypur á milli ráðuneyta og enginn veit neitt því þetta var svo sjaldgæft mál. Hvern langar að vera að ryðja braut þegar maður er að berjast „Ein þeirra var frá manni sem ég þekkti sem sagði mér að passa mig og hafa augun í hnakkanum ef ég væri á gangi ein einhvers staðar. Það hræddi mig virkilega“ MYND: EYÞÓR/DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.