Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2019, Page 14
14 21. júní 2019FRÉTTIR fyrir því heilagasta? Þú átt að geta hringt eða fengið fund með ein- hverjum sem getur útskýrt málið fyrir þér. Það er ein af ástæðunum fyrir því að bókin er til því það er svo hræðilegt að þurfa að læra á lagaramma, læra á kerfið og læra á ráðuneyti. Þetta er bara hafsjór af hlutum sem enginn kynnir sér fyrr en hann þarf þess.“ Ágætt samband við barnsföð- urinn Bogga segir að samband þeirra Colby sé ágætt í dag. Þegar Boggu var dæmt forræði yfir sonum þeirra tveimur fékk Colby rétt- inn til að heimsækja þá og fá þá til Bandaríkjanna í heimsóknir. Það nýtti hann sér ekki í mörg ár og Bogga segir það hafa tekið á drengina. Hann hefur hins vegar snúið við blaðinu og auk þess að fá synina nokkrum sinnum í heim- sókn til sín vestur um haf heim- sótti Colby Ísland til að verja tíma með þeim Brian og Andy. „Mér þykir vænt um að hann hafi komið hingað og það var í fyrsta sinn sem við ræddum saman að ráði. Hann var þakklátur fyrir að ég hafi farið í málaferli. Hann er þakklátur fyrir það að ég barð- ist fyrir strákunum. Hann er feginn að ég var ekki að gera þetta á ein- hverjum frekjuforsendum. Hann er feginn að börnin hans fengu að alast upp hér og hann treyst- ir mér þúsund prósent fyrir börn- unum. Stundum lendir maður í aðstæðum þar sem maður verður að berjast með kjafti og klóm fyrir velferð barnanna sinna og kannski fyrrverandi maka líka. Hann var ekki á góðum stað. Ég hugsa að hann verði aldrei hundrað pró- sent heilbrigður, ekki frekar en ég. En mér þykir vænt um að hann skildi koma og vildi sjá um hvað þeirra líf snýst – sjá hvar þeir eru í skóla, hvar þeir búa, sjá herbergin þeirra, fara á rúntinn, kynnast vin- um þeirra, spila tölvuleiki. Það hlýtur að hafa tekið á fyrir hann að koma hingað. Hann veit að Ísland er samheldið samfélag og þjóðfé- lag. Hann var tilbúinn að horfast í augu við hlutina og það sagði mér helling.“ „Ekki missa af góðu mínútunum“ Þegar Bogga flutti loksins heim með drengina eftir tæplega þriggja ára forræðisdeilu átti hún ekkert. Eft- ir flutninginn heim tók við eitt ár af málaferlum í viðbót þar sem Colby áfrýjaði úrskurði bandarískra dóm- stóla en hafði ekki erindi sem erfiði. Hún var fljót að byggja sig upp með aðstoð góðra vina og ættingja, en þurfti í raun að byrja að plana lífið upp á nýtt. Þessi breyting var auð- vitað líka erfið fyrir syni hennar og tóku við mörg ár þar sem mæðgin- in þurftu að vinna vel og vand- lega í sinni andlegu heilsu til að geta virkað aftur í íslensku samfé- lagi. Þó þau séu á góðum stað í dag bera þau merki þessa tíma að eilífu. Bogga segist oft hugsa um þennan tíma en sjaldan tala um hann. Þá liggur beinast við að spyrja Boggu: Hvernig fór hún að þessu? „Ég gat þetta ekki af því að ég var svo sterk. Ég gerði þetta því ég hafði ekki um annað að velja. Í kjöl- farið varð ég sterk. Ég sótt einnig styrk í þá sem stóðu með mér eins og klettar – eitthvað sem gleym- ist aldrei. Svo var það þessi gullna setning sem fleytti mér áfram: Ég er alltaf degi nær því að komast heim. Hvað ef þetta eru bara hundrað dagar og ég er búin með áttatíu? Hefði ég byrjaði þetta ferli og hugs- að: Þetta eru þrjú ár og svona margir mánuðir, hefði ég getað þetta? Nei, ég hefði ekki farið út í þetta. Ég er ekkert öðruvísi en nokkur annar með það. En það er eitt sem ég hef haldið í síðan ég var unglingur: Fyr- ir hverja leiðinlega mínútu í lífinu áttu tvær góðar. Á erfiðustu tímun- um er þetta rosalega gott hálmstrá. Í dag líður mér eins og ég sé að fá svo mikið til baka. Lífið getur verið ótrúlega erfitt en ekki missa af góðu mínútunum.“ n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt B ogga segir að reglulega leiti til sín fólk, nánast eingöngu konur, sem stendur í forræðisdeilu á milli landa. „Undantekningarlaust svara ég og reyni að hjálpa. Gef þessu fólki bókina mína og reyni eftir bestu getu að svara öll- um þeirra spurningum,“ segir hún og bætir við að þessi mál komi miklu oftar upp en fólk gerir sér grein fyrir. „Það eru ekki öll mál sem lenda í fjölmiðlum. Langt því frá.“ Börnin heim Þó hafa nokkrar forræðisdeil- ur íslenskra kvenna og erlendra barnsfeðra leitað í fjölmiðla, en það þekktasta er án efa mál Halim Al og Sophiu Hansen. Halim Al og Sophia giftu sig árið 1984 en áður höfðu þeim fæðst tvær dætur, þær Dagbjört og Rúna. Árið 1990 fór Halim Al með dæt- urnar í frí til heimalands síns, Tyrklands, og sneri ekki aftur með dæturnar. Þjóðin fylgdist vel með forræðisdeilunni sem fylgdi í kjölfarið þar sem fyrr- verandi hjónin létu margt mið- ur fallegt um hvort annað falla. Halim Al sagði Sophiu drekka of mikið og sakaði hana um fram- hjáhald á meðan staðhæft var að Halim Al beitti dætur sína ofbeldi. Svo fór að Halim Al fékk forræði yfir dætrunum sem hafa örsjaldan síðan hitt móður sína. Líflátshótanir og klækjabrögð Mál Snæfríðar Baldvinsdóttur var einnig mjög áberandi fyr- ir rúmum áratug, en hún og ítalski fréttamaðurinn Marco Brancaccia, deildu hatrammlega um forræðið yfir dóttur þeirra. Svo hart var deilt að Jón Baldvin Hannibalsson, faðir Snæfríð- ar, fullyrti að Marco hefði hót- að að drepa hann og eiginkonu hans, Bryndísi Schram, á ein- um tímapunkti. Þá sagði Marco að Jón Baldvin hefði nýtt völd sín innan íslensks stjórnkerfis til að auðvelda Snæfríði að nema dóttur þeirra á brott á heimili þeirra í Mexíkó. Þá sagðist Marco vita mörg leyndarmál Jóns Baldvins og Bryndísar en fékk ekki tækifæri til að ljóstra þeim upp í réttarsal. Flóttinn frægi Annað mál sem vakti gríðarmikla athygli var deila Hjördísar Svan Að- alheiðardóttur við dansk- an barnföður sinn. Hjördís flúði með dætur sínar tvær frá ofbeldisfullum barns- föður haustið 2013. Flótt- anum voru gerð góð skil í íslenskum fjölmiðlum en Hjördís keyrði í liðlega sól- arhring þar til hún komst á stað í Skandinavíu þar sem hún fór huldu höfði í fimm vikur. Með hjálp föð- ur síns og fleiri nástaddra náðist að láta sækja Hjör- dís á einkaflugvél og flytja hana til Íslands með dæt- urnar. Flóttinn með stúlk- urnar var dæmdur ólög- legur og í kjölfarið var Hjördís dæmd í átján mánaða fangelsi. Barns- faðirinn kærði brottnámið og krafðist þess að dæturnar yrðu fluttar til Danmerkur. Hjördís sat í fangelsi en kæru barnsföður hennar var vísað frá vegna formgalla. Því fengu stúlkurnar að búa á Íslandi en það var ekki fyrr en á síðasta ári sem Hjördís fékk forræði yfir dætrum sínum eftir sáttameðferð hjá sýslumanni. Eina skilyrði barnsföður hennar fyrir því að veita henni forræði yfir stúlk- unum var að hún myndi aldrei biðja um fjárhagsaðstoð vegna þeirra. Harkaleg aðgerð Forræðisdeila finnska rithöfundarins Maariu Päivinen og íslensk barnsföður hennar er nýjasta málið af þessu tagi sem hefur fangað athygli landsmanna. Árið 2017 mættu lögreglumenn heim til Maariu í Finnlandi og ætluðu að taka eins og hálfs árs gamlan son hennar af henni sökum þess að senda átti soninn til Íslands á grundvelli Haag- -samkomulagsins um brottnám barna. Þótti aðgerðin harkaleg og var því einnig fjallað um málið í finnskum fjölmiðlum. Átti að senda snáðann í athvarf en að endingu fékk Maaria að fylgja honum þangað og því næst fóru mæðginin saman til Íslands. Maaria dvaldi í Kvenna- athvarfinu í marga mánuði á meðan á forræðisdeilunni stóð og kærði barnsföður sinn fyrir að brjóta á henni. Loks var henni dæmd óskipt forsjá yfir syninum og áfrýjunarbeiðni barnsföðursins hafnað. n Algengara en fólk heldur Ein af umfjöll- ununum um mál Boggu í DV á sínum tíma. Forræðisdeila Marco og S næ- fríðar á forsíðu DV árið 20 05. Hjördís prýddi forsíðu Mannlífs í fyrra þar sem hún sagði sína sögu. Halim Al á forsíðu DV árið 1996 ásamt dætrunum Dagbjörtu og Rúnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.