Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2019, Blaðsíða 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 23. ágúst 2019 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS „500 þúsund“ Snorri og Molly „Ég þyrfti svona 450–500 þúsund til að standa undir öllum skuldbindingum og slíku“ Eiríkur „Það þyrftu að vera allavega 500 þúsund til að lifa mannsæmandi lífi“ Jakob Hvað þyrftir þú að fá útborgað til að lifa mannsæmandi lífi? „Ég held að ef þú átt fjölskyldu, bíl og hús þá væru það svona 500 þúsund útborgaðar, að lágmarki“ Hugo Þ að muna eflaust flestir stálp­ aðir Íslendingar, ef ekki allir, eftir því þegar Eyjafjallajök­ ull gaus árið 2010. Á svip­ stundu urðum við mest hataða þjóð heimsins því askan frá gosinu setti flugsamgöngur um heim allan úr skorðum. Allt í einu var ekkert spes að vera Íslendingur, sem var mikil synd því við vorum nýstigin upp eftir rothöggið árið 2008 og máttum ekki við miklu meira hatri í okkar garð. Að sama skapi var Ísland á allra vörum og fólk sem hafði aldrei heyrt minnst á eyjuna í norðri vissi meira um hana en sumir innfæddir – gat allavega fundið hana á landakorti. Það bjóst líklega enginn við því að þetta blessaða gos, sem lamaði hálfa heimsbyggðina, myndi verða til þess að efla hér ferðamanna­ bransann svo um munar. Eins og hendi væri veifað varð Ísland spennandi og eftirsóknarverð­ ur staður til að heimsækja, landið var gúglað á milljón og þetta flug­ hatur hvarf jafn hratt og það kom til. Útlendingar kepptust um að bera fram nafnið á þessum ógur­ lega jökli sem olli þvílíka upp­ náminu, og gera raun enn. Út úr öskufylltu svartnættinu reis at­ vinnugrein sem er sú stærsta í landinu.Nágrannar okkar í Fær­ eyjum og á Grænlandi hafa setið eftir í þessum ferðamannaflaumi. Færeyingar vilja ólmir fá fleiri ferðamenn, en þeir eru heldur skynsamari en við og ætla sér að stjórna flaumnum. Sem er vel. Það má hins vegar ekki gleymast að við fengum engan fyrirvara og tíma til undirbúnings. Við fengum eld­ gos. Nú virðist sem Grænlendingar verði í sömu stöðu og við, hvað varðar ferðamenn. Þeir geta þakk­ að Donald Trump Bandaríkjafor­ seta fyrir það. Hann setti einhvers konar heimsmet í glóruleysi þegar hann bað um opinbera heimsókn í Danmörku og ætlaði sér að komast alla leið til æðsta kopps í búri und­ ir fölsku flaggi. Þegar hann svo opinberaði að heimsóknin væri gagngert skipulögð svo hann gæti keypt Grænland vandaðist málið. Danir sögðu skýrt og skilmerki­ lega að Grænland væri ekki til sölu og Trump hætti við heimsóknina í fússi. Eftir stendur að nú er Grænland á allra vörum. Það eru eflaust ekki margir í heiminum sem hafa velt þessu landi sérstak­ lega fyrir sér, hvað þá að þeir gætu bent á það á landakorti. Græn­ land hefur verið gúglað rækilega síðustu daga og þá kemur í ljós óviðjafnanleg náttúrufegurð og einangrun sem virðist vera eftir­ sóknarverð í nútímasamfélagi þar sem hraði og streita er orðið böl. Þó að þessar fyrirætlanir Trump hafi verið bjánalegar, svo vægt sé til orða tekið, þá gætu þær orðið ljós­ ið í myrkri þeirra Grænlendinga. Þeir þurfa hins vegar að halda vel á spöðunum svo þeir standi ekki uppi eins og Íslendingar þar sem bólan þenst út viðstöðulaust, þar til hún springur. n Það þarf hörmungar Rakel ekki hærri en útvarpsstjóri Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Leiðari Hjólað, hlaupið, gengið, setið Fólk ver tímanum með ólíkum hætti þessa síðustu daga sumars. M Y N D : D V/ EY Þ Ó R Dýrir bæjarstjórar Samkvæmt upplýsingum úr álagningarskrá hafa bæjar­ og sveitarstjórar landsins það ekki slæmt. Fyrir vinnu sína eru þeim greiddar yfir 88 milljónir á mánuði sem nemur ríflega milljarði á ári. Athygli vekur að ekkert samræmi virðist vera á milli launa bæjar­ og sveitar­ stjóra og þess íbúafjölda sem í sveit þeirra býr. Miðað við höfðatölu þá greiðir hver Reyk­ víkingur tæpar 15 krónur á mánuði í laun Dags B. Eggerts­ sonar, borgarstjóra Reykjavíkur. Það gera um 179 krónur á ári. Öllu meira greiða íbúar íbúar Mosfellsbæjar, 179 krónur á mánuði og 2.143 á ári. Kostn­ aður á hvern íbúa eykst síðan eftir því sem sveitin er smærri. Íbúar Grundarfjarðar greiða Björgu Ágústsdóttur bæjar­ stjóra 1.247 krónur á mánuði, eða tæplega 15 þúsund krón­ ur á ári. Gunnar Birgis son er í þriðja sæti yfir hæst launuðu bæjarstjóra landsins. Hver og einn hinna 2.007 einstaklinga sem í Fjallabyggð búa greiðir tæplega 14 þúsund krónur á ári í laun til Gunnars. Fyrir utan það, að það hlýtur að vekja fleiri en bara blaðamann til umhugsunar þegar bæjar­ stjóri 2.007 manna sveitarfélags fær greitt 400 þúsund krónum meira á mánuði en borgar­ stjóri. Þau leiðu mistök urðu við vinnslu Tekjublaðs DV, sem kom út á miðvikudag, að Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri á RÚV, var sögð vera með rúm­ lega 1,8 milljónir í mánaðar­ laun. Það hefði gert það að verkum að hún væri hærra launuð en sjálfur útvarpsstjór­ inn, Magnús Geir Þórðarson, sem er með tæpa 1,8 milljónir í laun. Hið rétta er að Rakel er með 1.259.095 krónur í mánaðar­ laun í starfi sínu hjá RÚV. Skrifast þetta á mannleg mistök sem DV biðst velvirðingar á. Kulusuk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.